Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2020 17:21 Alþingi í dag. Fámennt í þingsal vegna sóttvarna. Vísir/Vilhelm Hvorki lögreglumenn né hjúkrunarfræðingar geta vænst þess að ná fram meiri heildarhækkunum í samningum en ríkið hefur nú þegar samið um við aðra hópa að sögn fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir ráðherrann kominn á endastöð. Í svari við fyrirspurn Halldóru Mogensen þingmanns Pírata á Alþingi í dag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telja nýfelldan kjarasamning hjúkrunarfræðöinga vera gott veganesti. Samningafólk hans hefði fullt samningsumboð og hann teldi góðar líkur á að samningar tækjust fljótlega. En þeir yrðu að rúmast inn þess ramma sem aðrir samningar ríkisins væruj. Halldóra sagði að þá gæti verið að ramminn sem miðað væri við væri allt of þröngur. „Við vitum núorðið ýmislegt um þennan nýfellda samning sem var mikil óánægja með. Eins og til dæpmis að samþykkt hans fæli í sér launalækkun fyrir að minnsta kosti hluta hjúkrunarfræðinga. Það voru upplýsingarnar sem við fengum frá hjúkrunarfræðingumog að launaliðurinn, launahækkanir hjúkrunarfræðinga, næðu ekki upp í sjötíu þúsund krónur á fjögurra ára tímabili," sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir samningar ekki hafa náðst við hópa þar sem kröfur eru umfram það sem samið hafi verið um við aðra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði alla umræðu um kjarasamningagerð hafa tilhneigingu til að verða óskaplega yfirborðskennda í þingsal og tilgangslítil. „Háttvirtur þingmaður segir að kjarasamningurinn feli í sér launalækkun. Þetta er alger misskilningurl, fullkominn misskilningur. Að sjálfsögðu er verið að tala um hækkun launa og betri kjör frá einum kjarasamningi til þess næsta," sagði fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögreglumenn árum saman hafa reynt að ná eyrum ráðmanna en án árangurs.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði óheppilegt við núverandi aðstæður að mikilvægar stéttir eins og hjúkrunarfræðingar og lögreglumenn væru með lausa samninga. Lögreglumenn sem hefðu ekki verkfallsrétt hefðu árum saman reynt að ná raunverulegum viðræðum við ráðmenn um sín mál án árangurs. Þeir hefðu nú birt ákall til þjóðarinnar í auglýsingu í fjölmiðlum. Fjármálaráðherra sagði það sama gilda um lögreglumenn og aðra hópa sem ríkið hefði samið við. „Hér er staða lögreglumanna líka tekin upp. Þar hef ég bara nákvæmlega sömu sögu að segja. Þar sem ekki hafa tekist samningar við opinbera starfsmenn hefur það verið vegna þess að viðsemjendur okkar hafa krafist þess að heildarniðurstaða samninganna væri umfram það sem samið hefur verið um við alla aðra. Við höfum ekki getað orðið við því," sagði Bjarni. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði samningaviðræður hljóta að snúast um að hver aðili um sig kæmi með sitt að borðinu og síðan næðust samningar. „Þetta var áhugaverð ádrepa sem ég túlka sem svo að hæstvirtur ráðherra sé kominn á endastöð í sínum tilraunum til að nálgast þessa mikilvægu hópa. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi. Það er búið að gefa upp boltann. Hann ætlar ekki að ganga lengra," sagði Hanna Katrín. Lögreglan Kjaramál Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Hvorki lögreglumenn né hjúkrunarfræðingar geta vænst þess að ná fram meiri heildarhækkunum í samningum en ríkið hefur nú þegar samið um við aðra hópa að sögn fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir ráðherrann kominn á endastöð. Í svari við fyrirspurn Halldóru Mogensen þingmanns Pírata á Alþingi í dag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telja nýfelldan kjarasamning hjúkrunarfræðöinga vera gott veganesti. Samningafólk hans hefði fullt samningsumboð og hann teldi góðar líkur á að samningar tækjust fljótlega. En þeir yrðu að rúmast inn þess ramma sem aðrir samningar ríkisins væruj. Halldóra sagði að þá gæti verið að ramminn sem miðað væri við væri allt of þröngur. „Við vitum núorðið ýmislegt um þennan nýfellda samning sem var mikil óánægja með. Eins og til dæpmis að samþykkt hans fæli í sér launalækkun fyrir að minnsta kosti hluta hjúkrunarfræðinga. Það voru upplýsingarnar sem við fengum frá hjúkrunarfræðingumog að launaliðurinn, launahækkanir hjúkrunarfræðinga, næðu ekki upp í sjötíu þúsund krónur á fjögurra ára tímabili," sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir samningar ekki hafa náðst við hópa þar sem kröfur eru umfram það sem samið hafi verið um við aðra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði alla umræðu um kjarasamningagerð hafa tilhneigingu til að verða óskaplega yfirborðskennda í þingsal og tilgangslítil. „Háttvirtur þingmaður segir að kjarasamningurinn feli í sér launalækkun. Þetta er alger misskilningurl, fullkominn misskilningur. Að sjálfsögðu er verið að tala um hækkun launa og betri kjör frá einum kjarasamningi til þess næsta," sagði fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögreglumenn árum saman hafa reynt að ná eyrum ráðmanna en án árangurs.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði óheppilegt við núverandi aðstæður að mikilvægar stéttir eins og hjúkrunarfræðingar og lögreglumenn væru með lausa samninga. Lögreglumenn sem hefðu ekki verkfallsrétt hefðu árum saman reynt að ná raunverulegum viðræðum við ráðmenn um sín mál án árangurs. Þeir hefðu nú birt ákall til þjóðarinnar í auglýsingu í fjölmiðlum. Fjármálaráðherra sagði það sama gilda um lögreglumenn og aðra hópa sem ríkið hefði samið við. „Hér er staða lögreglumanna líka tekin upp. Þar hef ég bara nákvæmlega sömu sögu að segja. Þar sem ekki hafa tekist samningar við opinbera starfsmenn hefur það verið vegna þess að viðsemjendur okkar hafa krafist þess að heildarniðurstaða samninganna væri umfram það sem samið hefur verið um við alla aðra. Við höfum ekki getað orðið við því," sagði Bjarni. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði samningaviðræður hljóta að snúast um að hver aðili um sig kæmi með sitt að borðinu og síðan næðust samningar. „Þetta var áhugaverð ádrepa sem ég túlka sem svo að hæstvirtur ráðherra sé kominn á endastöð í sínum tilraunum til að nálgast þessa mikilvægu hópa. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi. Það er búið að gefa upp boltann. Hann ætlar ekki að ganga lengra," sagði Hanna Katrín.
Lögreglan Kjaramál Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira