KR-ingar halda upp á „Stöndum saman“ með hátíð á fésbókinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 16:30 Jón Arnór Stefánsson með Íslandsbikarinn sem KR-liðið vann sjötta árið í röð fyrir ári síðan. vísir/daníel KR-ingar ætla að fá leikmenn og þjálfara meistaraflokka sinna til að gera upp 2019-20 tímabilið á sérstakri uppgjörshátíð „Stöndum saman“ verkefnisins á morgun og gefa stuðningsfólki sínu tækifæri á að fylgjast með því í beinni útsendingu í gegnum fésbókina. „Stöndum saman“ verkefninu lýkur formlega á morgun föstudaginn 1. maí en þar var körfuknattleiksdeild KR að leita eftir fjárhagsstuðningi frá sínu stuðningsfólki eftir að úrslitakeppnin var flautuð af vegna kórónuveirunnar. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð í karlaflokki og ein aðalinnkoma körfuknattleiksdeildarinnar tengdist heimaleikjum liðanna í úrslitakeppninni á vorin. Tekjumissirinn af úrslitakeppninni er því deildinni erfið. View this post on Instagram Á öllum helstu streymisveitum innan tíðar! #allirsemeinn A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) on Apr 24, 2020 at 3:11pm PDT Stöndum Saman snýst um að slá aðsóknarmet í DHL-höllina á leik sem fer þó aldrei fram. Aðsóknarmetið er 2500 manns. Það eru tveir möguleikar í boði. Í fyrsta lagi er að fá ímyndaðan burger, ímyndaðan drykk og miða á leikinn sem kostar 4000 krónur en það er líka hægt að fá bara miða á leikinn á 2500 krónur. KR-ingar ætla að vera í beinni á Facebook-síðu KR körfu klukkan 16:00 á morgun. Þeir hvetja jafnframt alla KR-inga að taka þátt í söfnuninni áður henni lýkur formlega á morgun. Ingvar Örn Ákason (Byssan) mun þarna fá til sín góða gesti. Hann ætlar að komast að því hvernig fjáröflunin gekk, mun gera upp tímabilið sem er að baki sem og að spá í það næsta og slá á létta strengi. Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR Það verður vissulega athyglisvert að sjá hvernig söfnunin hefur gengið hjá KR-ingum og líka hvort „gömlu karlarnir“, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon, séu kannski búnir að ákveða það að taka eitt tímabil í viðbót. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
KR-ingar ætla að fá leikmenn og þjálfara meistaraflokka sinna til að gera upp 2019-20 tímabilið á sérstakri uppgjörshátíð „Stöndum saman“ verkefnisins á morgun og gefa stuðningsfólki sínu tækifæri á að fylgjast með því í beinni útsendingu í gegnum fésbókina. „Stöndum saman“ verkefninu lýkur formlega á morgun föstudaginn 1. maí en þar var körfuknattleiksdeild KR að leita eftir fjárhagsstuðningi frá sínu stuðningsfólki eftir að úrslitakeppnin var flautuð af vegna kórónuveirunnar. KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn sex ár í röð í karlaflokki og ein aðalinnkoma körfuknattleiksdeildarinnar tengdist heimaleikjum liðanna í úrslitakeppninni á vorin. Tekjumissirinn af úrslitakeppninni er því deildinni erfið. View this post on Instagram Á öllum helstu streymisveitum innan tíðar! #allirsemeinn A post shared by KR Körfubolti (@krbasket) on Apr 24, 2020 at 3:11pm PDT Stöndum Saman snýst um að slá aðsóknarmet í DHL-höllina á leik sem fer þó aldrei fram. Aðsóknarmetið er 2500 manns. Það eru tveir möguleikar í boði. Í fyrsta lagi er að fá ímyndaðan burger, ímyndaðan drykk og miða á leikinn sem kostar 4000 krónur en það er líka hægt að fá bara miða á leikinn á 2500 krónur. KR-ingar ætla að vera í beinni á Facebook-síðu KR körfu klukkan 16:00 á morgun. Þeir hvetja jafnframt alla KR-inga að taka þátt í söfnuninni áður henni lýkur formlega á morgun. Ingvar Örn Ákason (Byssan) mun þarna fá til sín góða gesti. Hann ætlar að komast að því hvernig fjáröflunin gekk, mun gera upp tímabilið sem er að baki sem og að spá í það næsta og slá á létta strengi. Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR Það verður vissulega athyglisvert að sjá hvernig söfnunin hefur gengið hjá KR-ingum og líka hvort „gömlu karlarnir“, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon, séu kannski búnir að ákveða það að taka eitt tímabil í viðbót.
Meðal gesta verða: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir (Obba), fyrirliði mfl. Kvenna Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður mfl. Kvenna Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari mfl. Kvenna Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði mfl. Karla Kristófer Acox, leikmaður mfl. Karla Helgi Már Magnússon, leikmaður mfl. Karla Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari mfl. Karla Böðvar Guðjónsson, formaður kkd KR
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn