Tíu toppar á ferli Guðjóns Vals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson átti ótrúlegan feril. Eftir 25 ár í meistaraflokki og 21 ár með íslenska landsliðinu lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í gær. Þar með lauk einum magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns fyrr og síðar. Guðjón Valur vann til fjölda verðlauna á ferlinum, bæði með félagsliðum og landsliði, varð markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni og á HM, var valinn Íþróttamaður ársins og setti heimsmet svo fátt eitt sé nefnt. Í tilefni af þessum tímamótum renndi leit Vísir til baka og tók saman tíu af stærstu eða eftirminnilegustu atvikunum á ferli Guðjóns Vals. Hér fyrir neðan má lesa um tíu toppa á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar. Hluti af umfjöllun DV um leikinn ótrúlega milli KA og Aftureldingar 21. apríl 2001.skjáskot af tímarit.is Markið gegn Aftureldingu Guðjón Valur skoraði mörg þúsund mörk á ferlinum en það eftirminnilegasta kom í oddaleik KA og Aftureldingar í undanúrslitum Íslandsmótsins 2001. Guðjón Valur tryggði KA-mönnum aðra framlengingu þegar hann skoraði með ótrúlegu skoti beint úr aukakasti þegar leiktíminn var runninn út. Aukakastið var við hliðarlínuna en Guðjóni Val tókst samt að koma boltanum framhjá varnarvegg Mosfellinga og í netið. Hann skoraði svo sigurmark KA úr vítakasti í bráðabana og tryggði liðinu sæti í úrslitum. Guðjón Valur skoraði þrettán mörk í leiknum, þar sjö af níu mörkum KA í framlengingunum og bráðabana. KA tapaði fyrir Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Það reyndist síðasti leikur Guðjóns Vals með íslensku félagsliði á ferlinum. Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna í dag en hann er án nokkurs vafa einn besti handboltamaður sögunnar.KA vill þakka honum fyrir hans framlag til KA sem og til landsliðsins en hann er til að mynda markahæsti landsliðsmaður í heimi!#TakkGaui pic.twitter.com/s0VQKo8Qk9— KA (@KAakureyri) April 29, 2020 Essen var fyrsta félag Guðjóns Vals í atvinnumennskunni. Með því vann hann EHF-bikarinn 2005.vísir/getty Endurkoman með Essen Guðjón Valur vann sinn fyrsta titil í atvinnumennsku á eins dramatískan hátt og mögulegt er. Á lokatímabili sínu hjá TUSEM Essen komst liðið í úrslit EHF-bikarsins þar sem það mætti Alfreð Gíslasyni, Sigfúsi Sigurðssyni, Arnóri Atlasyni og félögum í Magdeburg. Það blés ekki byrlega fyrir Essen eftir átta marka tap í fyrri leiknum í Magdeburg, 30-22. Liðið þurfti því að vinna seinni leikinn á heimavelli með níu mörkum til að verða EHF-meistarar. Og það gerðu Guðjón Valur og félagar, unnu 31-22 sigur og hrepptu hnossið. Hann skoraði fimm mörk í leiknum og fiskaði fjögur vítaköst. Guðjón Valur kvaddi því Essen á besta mögulega hátt eftir fjögurra ára dvöl hjá félaginu. Guðjón Valur er einn þriggja Íslendinga sem hafa orðið markakóngar þýsku úrvalsdeildarinnar.vísir/epa Markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar Tímabilið 2005-06 skoraði Guðjón Valur flest mörk allra í þýsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 264 mörk, eða 7,8 mörk að meðaltali í leik, á sínu fyrsta tímabili sem leikmaður Gummersbach. Guðjón Valur skoraði tveimur mörkum meira en Hvít-Rússinn Andrej Kurtschau hjá Concordia Delitzsch. Guðjón Valur varð þar með annar Íslendingurinn til að verða markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni en Sigurður Sveinsson afrekaði það með Lemgo tímabilið 1984-85. Bjarki Már Elísson bættist svo í þann hóp þegar hann skoraði 216 mörk fyrir Lemgo í vetur. Alls skoraði Guðjón Valur 2105 mörk í 459 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék stærstan hluta ferilsins. Guðjón Valur skorar eitt 66 marka sinna á HM í Þýskalandi 2007.vísir/epa Markahæstur á HM Guðjón Valur bætti öðrum markakóngstitli í safnið þegar hann skoraði flest mörk allra á HM 2007 í Þýskalandi. Hann byrjaði mótið af miklum krafti og skoraði fimmtán mörk í 45-20 sigri á Ástralíu í fyrsta leik Íslands. Það er það mesta sem hann skoraði í leik á stórmóti. Guðjón Valur skoraði alls 66 mörk á HM 2007, aðeins eitt úr vítakasti. Hann skoraði níu mörkum meira en Tékkinn Filip Jícha sem hann lék seinna með hjá Kiel og Barcelona. Auk þess að skora flest mörk á HM lék Guðjón Valur flestar mínútur allra á mótinu. Ísland var grátlega nálægt því að komast í undanúrslit en endaði í 8. sæti mótsins. Guðjón Valur á Ólympíuleikunum 2008. Það ár skoraði hann 199 mörk í 35 landsleikjum.vísir/epa Silfrið í Peking Guðjón Valur missti af fyrsta leiknum á Ólympíuleikunum í Peking vegna meiðsla en lék nánast hverja einustu mínútu eftir það. Íslendingar komust alla leið í úrslitaleikinn þar sem Frakkar reyndust sterkari. En strákarnir fengu silfurmedalíu um hálsinn og fálkaorðuna við komuna til Íslands. Guðjón Valur var þriðji markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna með 43 mörk og var valinn í úrvalslið þeirra ásamt Snorra Steini Guðjónssyni og Ólafi Stefánssyni. Guðjón Valur skoraði m.a. sjö mörk í sigri Íslands á Spáni, 36-30, í undanúrslitunum. Guðjón Valur og Arnór Atlason fagna eftir sigur Íslands á Póllandi, 29-26, í leiknum um bronsið á EM 2010.vísir/epa Bronsið á EM Íslendingar unnu til verðlauna á öðru stórmótinu í röð þegar þeir lentu í 3. sæti á EM 2010 í Austurríki. Í leiknum um bronsið mætti Ísland Póllandi. Fyrri hálfleikurinn í þeim leik var stórkostlegur af Íslands hálfu og strákarnir okkar leiddu 18-10 að honum loknum. Guðjón Valur var í miklu stuði í fyrri hálfleiknum og skoraði þá sjö af átta mörkum sínum í leiknum. Hann skoraði alls 62 mörk á EM og var fjórði markahæsti leikmaður mótsins ásamt Arnóri Atlasyni og Norðmanninum Håvard Tvedten. Guðjón Valur lék alls á ellefu Evrópumótum og er markahæsti leikmaður EM frá upphafi. Guðjón Valur eignaðist markamet íslenska landsliðsins 2014.vísir/epa Slær markamet Óla Stef Það var ekki spurning hvort heldur hvenær Guðjón Valur myndi slá markamet Ólafs Stefánssonar með íslenska landsliðinu. Það gerðist þann 15. júní 2014 þegar Ísland gerði jafntefli við Bosníu, 29-29, í umspili um sæti á HM. Guðjón Valur skoraði átta mörk í leiknum og að honum loknum voru landsliðsmörkin orðin 1586 talsins. Ólafur skoraði 1579 mörk fyrir landsliðið á sínum tíma. Guðjón Valur sló markametið í Laugardalshöllinni þar sem hann skoraði langflest mörk sín fyrir landsliðið, eða 341 af 1879. Guðjón Valur vann sterkustu deild heims með Barcelona vorið 2015.vísir/epa Vinnur Meistaradeildina Sigur í Meistaradeild Evrópu var hvíti hvalurinn hans Guðjóns Vals; verðlaunin sem eltist svo lengi við. Hann komst fyrst í úrslit Meistaradeildarinnar með Kiel 2014 þar sem liðið tapaði fyrir Flensburg, 30-28. Ári seinna komst hann aftur í úrslit, þá sem leikmaður Barcelona. Og þá tókst það loksins. Barcelona sigraði Veszprém, 28-23, úrslitaleiknum í Lanxess höllinni í Köln. Guðjón Valur skoraði sex mörk úr sjö skotum í leiknum og var markahæstur Börsunga ásamt Frakkanum Nikola Karabatic. Guðjón Valur varð þar með fjórði Íslendingurinn til að vinna Meistaradeildina á eftir Ólafi Stefánssyni, Aroni Pálmarssyni og Ólafi Gústafssyni. Auk Evrópumeistaratitilsins varð Guðjón Valur tvisvar Spánarmeistari og tvisvar bikarmeistari með Barcelona. Guðjón Valur í leiknum þar sem hann sló heimsmet Peter Kovacs.vísir/getty Verður markahæsti landsliðsmaður sögunnar Guðjón Valur varð markahæsti landsliðsmaður sögunnar, hvorki meira né minna, í ársbyrjun 2018. Hann náði þeim áfanga í tapi Íslands fyrir Þýskalandi í æfingaleik í Neu-Ulm 7. janúar 2018. Guðjón Valur jafnaði markamet Ungverjans Peter Kovacs þegar hann minnkaði muninn í 8-6 og bætti heimsmetið svo þegar hann skoraði úr vítakasti um miðbik seinni hálfleiks. Það var hans 1798. landsliðsmark á ferlinum. Áhorfendur í Neu-Ulm risu úr sætum og hylltu Guðjón Val eftir að vallarþulurinn tilkynnti að hann hefði bætt heimsmetið. Hann skoraði alls 1879 mörk í 365 landsleikjum á árunum 1999-2020. Ólíklegt verður að teljast að heimsmet Guðjóns Vals falli á næstu árum eða áratugum. Guðjón Valur skorar fyrir PSG gegn sínum gömlu félögum í Barcelona.vísir/getty Semur við PSG Ef einhvern tímann fékkst staðfesting á stöðu Guðjóns Vals í handboltaheiminum og hversu hátt skrifaður hann er þar var það þegar Paris Saint-Germain samdi við hann síðasta sumar. PSG er moldríkt félag og getur fengið nánast hvaða leikmann sem það vill. En þegar PSG vantaði vinstri hornamann samdi það við fertugan Guðjón Val. Síðasta tímabil hans á ferlinum varð heldur endasleppt vegna kórónuveirufaraldursins en hann steig samt af sviðinu sem franskur meistari. Guðjón Valur varð alls sjö sinnum landsmeistari á ferlinum en alla þá titla vann hann eftir að hann varð 32 ára. Hann varð Danmerkurmeistari með AG København, Þýskalandsmeistari með Kiel og Rhein-Neckar Löwen, Spánarmeistari með Barcelona og Frakklandsmeistari með PSG. Ekki amalegt. Handbolti Einu sinni var... Tengdar fréttir Óli Stef og þýska landsliðið heiðra Guðjón: „Einn af bestu handboltamönnum heimsins“ Ólafur Stefánsson fer afar fögrum orðum um félaga sinn til margra ára úr íslenska landsliðinu, Guðjón Val Sigurðsson, eftir að Guðjón tilkynnti í dag að handboltaskórnir væru komnir í hilluna. Andstæðingar hans í þýska landsliðinu þakka fyrir marga góða leiki. 29. apríl 2020 19:30 Ánægður að geta hætt á eigin forsendum og stefnir á þjálfun Guðjón Valur Sigurðsson er sáttur með ákvörðunina sem hann tók um að hætta að spila handbolta. Þjálfun verður væntanlega næst á dagskránni hjá honum. 29. apríl 2020 15:46 Tölurnar mögnuðu frá landsliðsferli Guðjóns Vals sem spannaði 21 ár Guðjón Valur Sigurðsson spilaði með íslenska landsliðinu frá 1999 til 2020 og hér má sjá ýmsar tölulegar staðreyndir frá landsliðsferli hans. 29. apríl 2020 14:30 Einn af þeim stóru og man ekki eftir handbolta án Guðjóns Vals Margir hafa tjáð sig um feril Guðjóns Vals Sigurðssonar á samfélagsmiðlum. 29. apríl 2020 13:00 „Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Logi Geirsson segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. 29. apríl 2020 11:56 Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Eftir 25 ár í meistaraflokki og 21 ár með íslenska landsliðinu lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í gær. Þar með lauk einum magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns fyrr og síðar. Guðjón Valur vann til fjölda verðlauna á ferlinum, bæði með félagsliðum og landsliði, varð markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni og á HM, var valinn Íþróttamaður ársins og setti heimsmet svo fátt eitt sé nefnt. Í tilefni af þessum tímamótum renndi leit Vísir til baka og tók saman tíu af stærstu eða eftirminnilegustu atvikunum á ferli Guðjóns Vals. Hér fyrir neðan má lesa um tíu toppa á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar. Hluti af umfjöllun DV um leikinn ótrúlega milli KA og Aftureldingar 21. apríl 2001.skjáskot af tímarit.is Markið gegn Aftureldingu Guðjón Valur skoraði mörg þúsund mörk á ferlinum en það eftirminnilegasta kom í oddaleik KA og Aftureldingar í undanúrslitum Íslandsmótsins 2001. Guðjón Valur tryggði KA-mönnum aðra framlengingu þegar hann skoraði með ótrúlegu skoti beint úr aukakasti þegar leiktíminn var runninn út. Aukakastið var við hliðarlínuna en Guðjóni Val tókst samt að koma boltanum framhjá varnarvegg Mosfellinga og í netið. Hann skoraði svo sigurmark KA úr vítakasti í bráðabana og tryggði liðinu sæti í úrslitum. Guðjón Valur skoraði þrettán mörk í leiknum, þar sjö af níu mörkum KA í framlengingunum og bráðabana. KA tapaði fyrir Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Það reyndist síðasti leikur Guðjóns Vals með íslensku félagsliði á ferlinum. Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna í dag en hann er án nokkurs vafa einn besti handboltamaður sögunnar.KA vill þakka honum fyrir hans framlag til KA sem og til landsliðsins en hann er til að mynda markahæsti landsliðsmaður í heimi!#TakkGaui pic.twitter.com/s0VQKo8Qk9— KA (@KAakureyri) April 29, 2020 Essen var fyrsta félag Guðjóns Vals í atvinnumennskunni. Með því vann hann EHF-bikarinn 2005.vísir/getty Endurkoman með Essen Guðjón Valur vann sinn fyrsta titil í atvinnumennsku á eins dramatískan hátt og mögulegt er. Á lokatímabili sínu hjá TUSEM Essen komst liðið í úrslit EHF-bikarsins þar sem það mætti Alfreð Gíslasyni, Sigfúsi Sigurðssyni, Arnóri Atlasyni og félögum í Magdeburg. Það blés ekki byrlega fyrir Essen eftir átta marka tap í fyrri leiknum í Magdeburg, 30-22. Liðið þurfti því að vinna seinni leikinn á heimavelli með níu mörkum til að verða EHF-meistarar. Og það gerðu Guðjón Valur og félagar, unnu 31-22 sigur og hrepptu hnossið. Hann skoraði fimm mörk í leiknum og fiskaði fjögur vítaköst. Guðjón Valur kvaddi því Essen á besta mögulega hátt eftir fjögurra ára dvöl hjá félaginu. Guðjón Valur er einn þriggja Íslendinga sem hafa orðið markakóngar þýsku úrvalsdeildarinnar.vísir/epa Markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar Tímabilið 2005-06 skoraði Guðjón Valur flest mörk allra í þýsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 264 mörk, eða 7,8 mörk að meðaltali í leik, á sínu fyrsta tímabili sem leikmaður Gummersbach. Guðjón Valur skoraði tveimur mörkum meira en Hvít-Rússinn Andrej Kurtschau hjá Concordia Delitzsch. Guðjón Valur varð þar með annar Íslendingurinn til að verða markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni en Sigurður Sveinsson afrekaði það með Lemgo tímabilið 1984-85. Bjarki Már Elísson bættist svo í þann hóp þegar hann skoraði 216 mörk fyrir Lemgo í vetur. Alls skoraði Guðjón Valur 2105 mörk í 459 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann lék stærstan hluta ferilsins. Guðjón Valur skorar eitt 66 marka sinna á HM í Þýskalandi 2007.vísir/epa Markahæstur á HM Guðjón Valur bætti öðrum markakóngstitli í safnið þegar hann skoraði flest mörk allra á HM 2007 í Þýskalandi. Hann byrjaði mótið af miklum krafti og skoraði fimmtán mörk í 45-20 sigri á Ástralíu í fyrsta leik Íslands. Það er það mesta sem hann skoraði í leik á stórmóti. Guðjón Valur skoraði alls 66 mörk á HM 2007, aðeins eitt úr vítakasti. Hann skoraði níu mörkum meira en Tékkinn Filip Jícha sem hann lék seinna með hjá Kiel og Barcelona. Auk þess að skora flest mörk á HM lék Guðjón Valur flestar mínútur allra á mótinu. Ísland var grátlega nálægt því að komast í undanúrslit en endaði í 8. sæti mótsins. Guðjón Valur á Ólympíuleikunum 2008. Það ár skoraði hann 199 mörk í 35 landsleikjum.vísir/epa Silfrið í Peking Guðjón Valur missti af fyrsta leiknum á Ólympíuleikunum í Peking vegna meiðsla en lék nánast hverja einustu mínútu eftir það. Íslendingar komust alla leið í úrslitaleikinn þar sem Frakkar reyndust sterkari. En strákarnir fengu silfurmedalíu um hálsinn og fálkaorðuna við komuna til Íslands. Guðjón Valur var þriðji markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna með 43 mörk og var valinn í úrvalslið þeirra ásamt Snorra Steini Guðjónssyni og Ólafi Stefánssyni. Guðjón Valur skoraði m.a. sjö mörk í sigri Íslands á Spáni, 36-30, í undanúrslitunum. Guðjón Valur og Arnór Atlason fagna eftir sigur Íslands á Póllandi, 29-26, í leiknum um bronsið á EM 2010.vísir/epa Bronsið á EM Íslendingar unnu til verðlauna á öðru stórmótinu í röð þegar þeir lentu í 3. sæti á EM 2010 í Austurríki. Í leiknum um bronsið mætti Ísland Póllandi. Fyrri hálfleikurinn í þeim leik var stórkostlegur af Íslands hálfu og strákarnir okkar leiddu 18-10 að honum loknum. Guðjón Valur var í miklu stuði í fyrri hálfleiknum og skoraði þá sjö af átta mörkum sínum í leiknum. Hann skoraði alls 62 mörk á EM og var fjórði markahæsti leikmaður mótsins ásamt Arnóri Atlasyni og Norðmanninum Håvard Tvedten. Guðjón Valur lék alls á ellefu Evrópumótum og er markahæsti leikmaður EM frá upphafi. Guðjón Valur eignaðist markamet íslenska landsliðsins 2014.vísir/epa Slær markamet Óla Stef Það var ekki spurning hvort heldur hvenær Guðjón Valur myndi slá markamet Ólafs Stefánssonar með íslenska landsliðinu. Það gerðist þann 15. júní 2014 þegar Ísland gerði jafntefli við Bosníu, 29-29, í umspili um sæti á HM. Guðjón Valur skoraði átta mörk í leiknum og að honum loknum voru landsliðsmörkin orðin 1586 talsins. Ólafur skoraði 1579 mörk fyrir landsliðið á sínum tíma. Guðjón Valur sló markametið í Laugardalshöllinni þar sem hann skoraði langflest mörk sín fyrir landsliðið, eða 341 af 1879. Guðjón Valur vann sterkustu deild heims með Barcelona vorið 2015.vísir/epa Vinnur Meistaradeildina Sigur í Meistaradeild Evrópu var hvíti hvalurinn hans Guðjóns Vals; verðlaunin sem eltist svo lengi við. Hann komst fyrst í úrslit Meistaradeildarinnar með Kiel 2014 þar sem liðið tapaði fyrir Flensburg, 30-28. Ári seinna komst hann aftur í úrslit, þá sem leikmaður Barcelona. Og þá tókst það loksins. Barcelona sigraði Veszprém, 28-23, úrslitaleiknum í Lanxess höllinni í Köln. Guðjón Valur skoraði sex mörk úr sjö skotum í leiknum og var markahæstur Börsunga ásamt Frakkanum Nikola Karabatic. Guðjón Valur varð þar með fjórði Íslendingurinn til að vinna Meistaradeildina á eftir Ólafi Stefánssyni, Aroni Pálmarssyni og Ólafi Gústafssyni. Auk Evrópumeistaratitilsins varð Guðjón Valur tvisvar Spánarmeistari og tvisvar bikarmeistari með Barcelona. Guðjón Valur í leiknum þar sem hann sló heimsmet Peter Kovacs.vísir/getty Verður markahæsti landsliðsmaður sögunnar Guðjón Valur varð markahæsti landsliðsmaður sögunnar, hvorki meira né minna, í ársbyrjun 2018. Hann náði þeim áfanga í tapi Íslands fyrir Þýskalandi í æfingaleik í Neu-Ulm 7. janúar 2018. Guðjón Valur jafnaði markamet Ungverjans Peter Kovacs þegar hann minnkaði muninn í 8-6 og bætti heimsmetið svo þegar hann skoraði úr vítakasti um miðbik seinni hálfleiks. Það var hans 1798. landsliðsmark á ferlinum. Áhorfendur í Neu-Ulm risu úr sætum og hylltu Guðjón Val eftir að vallarþulurinn tilkynnti að hann hefði bætt heimsmetið. Hann skoraði alls 1879 mörk í 365 landsleikjum á árunum 1999-2020. Ólíklegt verður að teljast að heimsmet Guðjóns Vals falli á næstu árum eða áratugum. Guðjón Valur skorar fyrir PSG gegn sínum gömlu félögum í Barcelona.vísir/getty Semur við PSG Ef einhvern tímann fékkst staðfesting á stöðu Guðjóns Vals í handboltaheiminum og hversu hátt skrifaður hann er þar var það þegar Paris Saint-Germain samdi við hann síðasta sumar. PSG er moldríkt félag og getur fengið nánast hvaða leikmann sem það vill. En þegar PSG vantaði vinstri hornamann samdi það við fertugan Guðjón Val. Síðasta tímabil hans á ferlinum varð heldur endasleppt vegna kórónuveirufaraldursins en hann steig samt af sviðinu sem franskur meistari. Guðjón Valur varð alls sjö sinnum landsmeistari á ferlinum en alla þá titla vann hann eftir að hann varð 32 ára. Hann varð Danmerkurmeistari með AG København, Þýskalandsmeistari með Kiel og Rhein-Neckar Löwen, Spánarmeistari með Barcelona og Frakklandsmeistari með PSG. Ekki amalegt.
Handbolti Einu sinni var... Tengdar fréttir Óli Stef og þýska landsliðið heiðra Guðjón: „Einn af bestu handboltamönnum heimsins“ Ólafur Stefánsson fer afar fögrum orðum um félaga sinn til margra ára úr íslenska landsliðinu, Guðjón Val Sigurðsson, eftir að Guðjón tilkynnti í dag að handboltaskórnir væru komnir í hilluna. Andstæðingar hans í þýska landsliðinu þakka fyrir marga góða leiki. 29. apríl 2020 19:30 Ánægður að geta hætt á eigin forsendum og stefnir á þjálfun Guðjón Valur Sigurðsson er sáttur með ákvörðunina sem hann tók um að hætta að spila handbolta. Þjálfun verður væntanlega næst á dagskránni hjá honum. 29. apríl 2020 15:46 Tölurnar mögnuðu frá landsliðsferli Guðjóns Vals sem spannaði 21 ár Guðjón Valur Sigurðsson spilaði með íslenska landsliðinu frá 1999 til 2020 og hér má sjá ýmsar tölulegar staðreyndir frá landsliðsferli hans. 29. apríl 2020 14:30 Einn af þeim stóru og man ekki eftir handbolta án Guðjóns Vals Margir hafa tjáð sig um feril Guðjóns Vals Sigurðssonar á samfélagsmiðlum. 29. apríl 2020 13:00 „Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Logi Geirsson segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. 29. apríl 2020 11:56 Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Óli Stef og þýska landsliðið heiðra Guðjón: „Einn af bestu handboltamönnum heimsins“ Ólafur Stefánsson fer afar fögrum orðum um félaga sinn til margra ára úr íslenska landsliðinu, Guðjón Val Sigurðsson, eftir að Guðjón tilkynnti í dag að handboltaskórnir væru komnir í hilluna. Andstæðingar hans í þýska landsliðinu þakka fyrir marga góða leiki. 29. apríl 2020 19:30
Ánægður að geta hætt á eigin forsendum og stefnir á þjálfun Guðjón Valur Sigurðsson er sáttur með ákvörðunina sem hann tók um að hætta að spila handbolta. Þjálfun verður væntanlega næst á dagskránni hjá honum. 29. apríl 2020 15:46
Tölurnar mögnuðu frá landsliðsferli Guðjóns Vals sem spannaði 21 ár Guðjón Valur Sigurðsson spilaði með íslenska landsliðinu frá 1999 til 2020 og hér má sjá ýmsar tölulegar staðreyndir frá landsliðsferli hans. 29. apríl 2020 14:30
Einn af þeim stóru og man ekki eftir handbolta án Guðjóns Vals Margir hafa tjáð sig um feril Guðjóns Vals Sigurðssonar á samfélagsmiðlum. 29. apríl 2020 13:00
„Guðjón Valur afsannar þá kenningu að allt sem fer upp komi aftur niður“ Logi Geirsson segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn af allra bestu leikmönnum handboltasögunnar. 29. apríl 2020 11:56
Guðjón Valur hættur Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, tilkynnti það á Instagram að hann sé búinn að leggja handboltaskóna á hilluna 29. apríl 2020 10:38