Innlent

Enginn Co­vid-sjúk­lingur lengur inni­liggjandi á Akur­eyri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/vilhelm

Síðasti sjúklingurinn sem lá inni á sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, hefur verið útskrifaður. Enginn liggur því lengur inni með sjúkdóminn á Akureyri. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú klukkan tvö.

Enginn er heldur lengur á gjörgæslu vegna Covid-19 á landinu, líkt og í gær. Alls hafa þrjátíu lagst inn á gjörgæslu vegna faraldursins og átján þurft í öndunarvél.

Fram kom í færslu lögreglu á Norðurlandi eystra í dag að enginn væri nú í einangrun vegna kórónuveirunnar í landshlutanum. Norðurland eystra er því smitfrítt eins og sakir standa.

Tveir greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring á landinu, báðir á höfuðborgarsvæðinu. Annar á veirufræðideild Landspítala og hinn hjá Íslenskri erfðagreiningu. Tekin voru um 500 sýni alls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×