Lífið

Dagur 9: Ferðalangur í eigin landi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Garpur Elísabetarson ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru.
Garpur Elísabetarson ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson

Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Ferðadagbók hans má finna hér fyrir neðan.

Leið mín lá á Vestfirði. Í upprunarlegu plani var það ekki planið. En ég á sterka tengingu þangað og þegar ég nálgaðist þá var ekki annað hægt, en að kíkja við. Keyrslan var löng og yfir holt og hæðir. 

Klippa: Dagur 9 - Ferðalangur í eigin landi

Ég stoppaði þó við nokkra fossa og fyllti á brúsann minn, því það er nokkuð víst að það er kraftur í vatninu á Vestfjörðum.

Vísir/Garpur Elísabetarson

Áfangastaður minn var Heydalur. Staður sem ég hafði aldrei komið á. Ég keyrði inn bæjarhlaðið á þennan ótrúlega heillandi stað sem Heydalur er.

Vísir/Garpur Elísabetarson

Þegar ég hafði komið mér fyrir ákvað ég að fara út í bíltúr og kanna svæðið. Ég keyrði mjóa, snjóþunga vegina þangað til ég kom að Hvítanesi. Þar var sela samkoma. Þeir voru fleiri en ég gat talið og léku sér við hvorn annan. 

Vísir/Garpur Elísabetarson
Forvitinn selurVísir/Garpur Elísabetarson
Selur að stökkvaVísir/Garpur Elísabetarson

Ég fylgdist með um stund áður en ég hélt aftur í Heydalinn þar sem ég fékk nýveidda bleikju.

Á morgun heldur svo ferðalagið áfram þegar ég keyri af stað í átt að Ísafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×