Geðheilbrigðisúrræði eru sjálfsögð gæði Eygló María Björnsdóttir skrifar 29. apríl 2020 11:00 „Geðheilsa stúdenta hefur sjaldan verið betri,“ er fáheyrð staðhæfing, gott ef sönn væri, en raunin er sú að margt bendir til þess að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Háskólanám er fullt starf ef tillit er tekið til einingafjölda og oftar en ekki reynist það vera meira en svo ef litið er til vinnuframlags. Til að standa sig vel í háskólanámi er best að vinna ekki samhliða námi og helst ekki eyða of miklum tíma í félagslíf. Raunin er þó sú að langflestir stúdentar þurfa að vinna samhliða námi til að sjá fyrir sér og hvaða stúdent vill ekki upplifa félagslífið sem fylgir háskólanámi. Í háskólanámi eru stúdentar útsettir fyrir ýmsum streituþáttum sem auka líkurnar á því að stúdentar upplifi streitu, kvíða og/eða jafnvel þunglyndi. Það er afar mikilvægt að háskólar geri sér grein fyrir því að stór hópur stúdenta eru útsettir fyrir álagi og pressu en enn mikilvægara að þeir geri sér grein fyrir því að hægt er að grípa snemma inn í. Að því utanskyldu er einnig stór hópur stúdenta með fyrirliggjandi raskanir á borð við þunglyndi, kvíða, ADHD og ADD. Þar kemur félagsleg vídd inn í spilið. Til að uppfylla ákveðin gæðaskilyrði þurfa háskólar að huga að þó nokkrum þáttum: gæði kennslu, að menntun sé byggð á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu, gagnreyndum kennsluaðferðum, námsmati og svo mætti lengi telja. Reglulega eru háskólastofnanir metnar með svokölluðum úttektum þar sem stofnanirnar meta sig sjálfar og sérfræðingar meta því næst stofnanirnar út frá þeirra mati. Með þessum hætti eru háskólastofnanir hvattar til að bæta sig og auka gæði háskólastarfsins með reglulegu millibili. Allt er þetta gott og blessað en hvernig huga háskólastofnanir að geðheilsu stúdenta? Félagsleg vídd er mikilvægt hugtak sem þarf að hafa í huga þegar gæði náms er metið og þarf að líta til ýmissa þátta t.d. hvaða geðheilbrigðisúrræði standa stúdentum til boða. Félagsleg vídd (e. Social dimension) gefur til kynna þann fjölbreytileika sem til staðar er í samfélaginu. Félagsleg vídd í háskólasamfélaginu þýðir að þar endurspeglist þverskurður samfélagsins. Árið 2017 var talið að nærri 9% landsmanna hefðu þunglyndiseinkenni. Rúmlega 20 þúsund stúdentar stunda háskólanám á íslandi, sem þýðir að út frá því ættu um 1800 stúdentar að glíma við þunglyndiseinkenni. Til að háskólar geti stutt við alla sína stúdenta er mikilvægt að viðeigandi stuðningskerfi séu til staðar. Tveir háskólar á Íslandi hafa tekið það skref að veita sálfræðiráðgjöf og hópmeðferðir og hefur aðsóknin í þá þjónustu aukist síðustu misseri. Það er ánægjulegt að sjá háskólastofnanir fylgja kröfum stúdenta eftir en stúdentar hafa frá 2018 vakið athygli á bágri geðheilsu stúdenta. Viðeigandi stuðningskerfi auka líkur á því að stúdentar hverfi ekki frá námi og því líklegra er að stúdentahópurinn geti endurspegla þverskurð samfélagsins. Án stuðningskerfa, svo sem sálfræðiaðstoðar, er ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi að námi. Það er þó ekki nóg að bjóða stúdentum upp á slíka þjónustu ef hún er ekki byggð á gagnreyndum aðferðum. HAM (Hugræn atferlismeðferð) er sú hópmeðferð sem tvær háskólastofnanir hafa verið að bjóða upp á og er hún stutt af fjölda rannsókna. Þetta ættu fleiri háskólar að taka sér til fyrirmyndar. Tryggjum gæði náms með góðum og faglegum geðheilbrigðisúrræðum á landsvísu. Höfundur er gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Skrifaðu undir ákall samtakanna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Geðheilsa stúdenta hefur sjaldan verið betri,“ er fáheyrð staðhæfing, gott ef sönn væri, en raunin er sú að margt bendir til þess að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Háskólanám er fullt starf ef tillit er tekið til einingafjölda og oftar en ekki reynist það vera meira en svo ef litið er til vinnuframlags. Til að standa sig vel í háskólanámi er best að vinna ekki samhliða námi og helst ekki eyða of miklum tíma í félagslíf. Raunin er þó sú að langflestir stúdentar þurfa að vinna samhliða námi til að sjá fyrir sér og hvaða stúdent vill ekki upplifa félagslífið sem fylgir háskólanámi. Í háskólanámi eru stúdentar útsettir fyrir ýmsum streituþáttum sem auka líkurnar á því að stúdentar upplifi streitu, kvíða og/eða jafnvel þunglyndi. Það er afar mikilvægt að háskólar geri sér grein fyrir því að stór hópur stúdenta eru útsettir fyrir álagi og pressu en enn mikilvægara að þeir geri sér grein fyrir því að hægt er að grípa snemma inn í. Að því utanskyldu er einnig stór hópur stúdenta með fyrirliggjandi raskanir á borð við þunglyndi, kvíða, ADHD og ADD. Þar kemur félagsleg vídd inn í spilið. Til að uppfylla ákveðin gæðaskilyrði þurfa háskólar að huga að þó nokkrum þáttum: gæði kennslu, að menntun sé byggð á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu, gagnreyndum kennsluaðferðum, námsmati og svo mætti lengi telja. Reglulega eru háskólastofnanir metnar með svokölluðum úttektum þar sem stofnanirnar meta sig sjálfar og sérfræðingar meta því næst stofnanirnar út frá þeirra mati. Með þessum hætti eru háskólastofnanir hvattar til að bæta sig og auka gæði háskólastarfsins með reglulegu millibili. Allt er þetta gott og blessað en hvernig huga háskólastofnanir að geðheilsu stúdenta? Félagsleg vídd er mikilvægt hugtak sem þarf að hafa í huga þegar gæði náms er metið og þarf að líta til ýmissa þátta t.d. hvaða geðheilbrigðisúrræði standa stúdentum til boða. Félagsleg vídd (e. Social dimension) gefur til kynna þann fjölbreytileika sem til staðar er í samfélaginu. Félagsleg vídd í háskólasamfélaginu þýðir að þar endurspeglist þverskurður samfélagsins. Árið 2017 var talið að nærri 9% landsmanna hefðu þunglyndiseinkenni. Rúmlega 20 þúsund stúdentar stunda háskólanám á íslandi, sem þýðir að út frá því ættu um 1800 stúdentar að glíma við þunglyndiseinkenni. Til að háskólar geti stutt við alla sína stúdenta er mikilvægt að viðeigandi stuðningskerfi séu til staðar. Tveir háskólar á Íslandi hafa tekið það skref að veita sálfræðiráðgjöf og hópmeðferðir og hefur aðsóknin í þá þjónustu aukist síðustu misseri. Það er ánægjulegt að sjá háskólastofnanir fylgja kröfum stúdenta eftir en stúdentar hafa frá 2018 vakið athygli á bágri geðheilsu stúdenta. Viðeigandi stuðningskerfi auka líkur á því að stúdentar hverfi ekki frá námi og því líklegra er að stúdentahópurinn geti endurspegla þverskurð samfélagsins. Án stuðningskerfa, svo sem sálfræðiaðstoðar, er ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi að námi. Það er þó ekki nóg að bjóða stúdentum upp á slíka þjónustu ef hún er ekki byggð á gagnreyndum aðferðum. HAM (Hugræn atferlismeðferð) er sú hópmeðferð sem tvær háskólastofnanir hafa verið að bjóða upp á og er hún stutt af fjölda rannsókna. Þetta ættu fleiri háskólar að taka sér til fyrirmyndar. Tryggjum gæði náms með góðum og faglegum geðheilbrigðisúrræðum á landsvísu. Höfundur er gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Skrifaðu undir ákall samtakanna hér.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun