Martin tilbúinn að klára tímabilið: „Langar að verða þýskur meistari“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 18:00 Martin Hermannsson hefur verið á Íslandi síðustu vikurnar en gæti verið á leið aftur til Þýskalands í maí. MYND/STÖÐ 2 SPORT Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson segist gjarnan vilja byrja að spila körfubolta aftur og líst ágætlega á þær hugmyndir sem uppi eru um að klára tímabilið í Þýskalandi fyrir lok júní. Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands hafa ákveðið að blása af deildarkeppnina og freista þess að halda tíu liða úrslitakeppni á þremur vikum, á einum og sama leikstað sem tilkynna á um næsta mánudag. Það er því útlit fyrir að Martin og félagar í Alba Berlín, sem urðu bikarmeistarar í vetur, fái tækifæri til að berjast um þýska meistaratitilinn þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Hins vegar hefur þýska deildin tekið skýrt fram að heilsa leikmanna og þjálfara verði sett í forgang. Í Sportinu í dag sagðist Martin varla hafa vitað við hverju hann ætti að búast síðustu vikur, og um tíma reiknað með að tímabilinu væri lokið, en hann hefur dvalið hér á landi. „Mann langar mikið að fara í körfubolta aftur en ég veit ekki alveg hvernig hugarfarið er hjá mér. Ég var bjartsýnn þegar ég kom fyrst hingað heim á að ég væri að fara aftur út [að spila]. Svo var handboltanum slúttað í Þýskalandi þannig að þá fór maður að kúpla sig út, en svo núna allt í einu er aftur kominn einhver fílingur fyrir því að þetta sé að fara að gerast. Ég er bara í einhverju móki, reyni að halda mér við og sjá hvað verða vill,“ segir Martin. Samningur hans við Alba Berlín er að renna út. „Ég er með samning fram í júní. Nýjasta tillagan var að við áttum að fá 80% borgað ef að ekki yrði meira spilað, en 85% ef að það yrði spilað. Þetta skiptir því ekki miklu máli fyrir mig,“ segir Martin og bætir við að lausn verði fundin á því ef hann þurfi að spila fram yfir samningstíma sinn: „Þetta yrðu einhverjar samningaviðræður sem að umboðsmaðurinn minn færi í en ég er alveg til í að fara út og spila körfubolta. Það væri gaman að láta reyna á þetta og mig langar til að verða þýskur meistari. Ef að það gengur upp þá væri þetta fullkomið tímabil, þannig séð,“ segir Martin sem auk þess að verða þýskur bikarmeistari hefur látið mikið til sín taka í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu, í vetur. Klippa: Sportið í dag - Martin um framhaldið í þýska körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Körfubolti Tengdar fréttir Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00 Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00 Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson segist gjarnan vilja byrja að spila körfubolta aftur og líst ágætlega á þær hugmyndir sem uppi eru um að klára tímabilið í Þýskalandi fyrir lok júní. Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands hafa ákveðið að blása af deildarkeppnina og freista þess að halda tíu liða úrslitakeppni á þremur vikum, á einum og sama leikstað sem tilkynna á um næsta mánudag. Það er því útlit fyrir að Martin og félagar í Alba Berlín, sem urðu bikarmeistarar í vetur, fái tækifæri til að berjast um þýska meistaratitilinn þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Hins vegar hefur þýska deildin tekið skýrt fram að heilsa leikmanna og þjálfara verði sett í forgang. Í Sportinu í dag sagðist Martin varla hafa vitað við hverju hann ætti að búast síðustu vikur, og um tíma reiknað með að tímabilinu væri lokið, en hann hefur dvalið hér á landi. „Mann langar mikið að fara í körfubolta aftur en ég veit ekki alveg hvernig hugarfarið er hjá mér. Ég var bjartsýnn þegar ég kom fyrst hingað heim á að ég væri að fara aftur út [að spila]. Svo var handboltanum slúttað í Þýskalandi þannig að þá fór maður að kúpla sig út, en svo núna allt í einu er aftur kominn einhver fílingur fyrir því að þetta sé að fara að gerast. Ég er bara í einhverju móki, reyni að halda mér við og sjá hvað verða vill,“ segir Martin. Samningur hans við Alba Berlín er að renna út. „Ég er með samning fram í júní. Nýjasta tillagan var að við áttum að fá 80% borgað ef að ekki yrði meira spilað, en 85% ef að það yrði spilað. Þetta skiptir því ekki miklu máli fyrir mig,“ segir Martin og bætir við að lausn verði fundin á því ef hann þurfi að spila fram yfir samningstíma sinn: „Þetta yrðu einhverjar samningaviðræður sem að umboðsmaðurinn minn færi í en ég er alveg til í að fara út og spila körfubolta. Það væri gaman að láta reyna á þetta og mig langar til að verða þýskur meistari. Ef að það gengur upp þá væri þetta fullkomið tímabil, þannig séð,“ segir Martin sem auk þess að verða þýskur bikarmeistari hefur látið mikið til sín taka í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu, í vetur. Klippa: Sportið í dag - Martin um framhaldið í þýska körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Körfubolti Tengdar fréttir Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00 Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00 Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00
Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00
Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00
Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05
„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00