Innlent

Fötin reyndust hafa verið skilin eftir af sjósullandi drengjum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þorlákshöfn
Þorlákshöfn Vísir / Ölfus

Engin ástæða er til að hafa áhyggjur vegna sjóblauts fatnaðar sem fannst við höfnina í Þorlákshöfn í dag. Drengir sem voru að sulla í fjörunni höfðu skilið þau eftir í gærkvöldi.

Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir því fyrr í dag að björgunarsveitir hefðu leit í og við Skötubót í Þorlákshöfn eftir að sjóblautur fatnaður, stuttbuxur, skór og sokkar, fannst í fjörunni við svokallað áburðarplan við varnargarðinn við Skötubót. Ekki var vitað til þess að neins væri saknað en rétt þótti að kanna málið vel.

Nú hefur komið í ljós fatnaðurinn sem um ræðir var skilinn eftir af drengjum sem voru að sulla í sjónum við Þorlákshöfn í gærkvöldi. Þeir skiluðu sér allir heim í gær og allar áhyggjur því ástæðulausar, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.


Tengdar fréttir

Hefja leit við Þorlákshöfn vegna sjóblauts fatnaðar

Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir því við svæðisstjórn börgunarsveita á kallaður verði bátaflokkur til öryggisleitar í og við Skötubót í Þorlákshöfn. Sjóblautur fatnaður fannst í fjörunni við svokallað áburðarplan við varnargarðinn við Skötubót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×