Leikmenn voru hitamældir inn á æfingar hjá Degi: „Ég vildi slútta þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 20:00 Dagur Sigurðsson er með samning um að stýra Japan til ársins 2024. VÍSIR/GETTY Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handbolta karla, var með liðið í æfingabúðum og undirbúningi fyrir Ólympíuleika þegar kórónuveirufaraldurinn hóf að setja allt íþróttalíf úr skorðum. „Ég fer þá af stað og byrja að hitamæla mína leikmenn, þannig að þeir skila inn hitatölum í tvær vikur áður en að við byrjum að æfa. Þar sem við erum svo á æfingasvæðinu erum við allir með grímur, það er hitamælt inn á æfingarnar og við reynum að gera þetta eins öruggt og hægt er, og höldum strákunum mjög út af fyrir okkur. En í rauninni vildi ég slútta þessu,“ sagði Dagur í Sportinu í dag, en keppni í japönsku deildinni hafði verið hætt í febrúar vegna faraldursins. „Ég hafði það á tilfinningunni að það væru æðri menn sem vildu að japanskir íþróttamenn myndu æfa, þangað til að Ólympíuleikunum var frestað. Um leið og það var gert, einhverjum tveimur vikum seinna, þá slaufuðum við okkar æfingatörn. Svo veit ég ekkert hvenær við byrjum aftur. Ég er með planaðar æfingabúðir í júní, sem ég geri ráð fyrir að við hættum við. Svo á ég tíma með þeim í júlí og svo sjáum við til eftir það. Ég er eins og allir aðrir í óvissu með þetta. Eina sem að auðveldar mína stöðu er að samningurinn minn er ekki að renna út í kringum Ólympíuleikana,“ segir Dagur. Gott að fá aukaár og vonandi HM fyrir Ólympíuleikana Nú stendur til að Ólympíuleikarnir í Tókýó fari fram sumarið 2021 og það gagnast Degi ágætlega í vinnu sinni við að gera lið Japans samkeppnishæft á handboltasviðinu: „Ég er ágætlega sáttur við það. Ég er sérstaklega ánægður með Asíuleikana núna í janúar, þar sem við urðum í 3. sæti. Það var framför í því og við fengum smá viðurkenningu á því sem við höfum verið að gera. En við erum enn langt frá bestu Evrópuliðunum. Við hefðum vonandi gert okkar bestu hluti á Ólympíuleikunum en nú fæ ég vonandi eitt ár í viðbót og það getur verið mjög jákvætt, sérstaklega af því að við komumst inn á HM í janúar. Ég fæ því eitt stórmót með liðinu ef að allt gengur eðlilega, og það setur vel inn á reynslubankann. En hvort að það sé nóg til að við komumst nær 12 bestu þjóðum heims er önnur Ella. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Dagur. Klippa: Sportið í dag - Dagur um undirbúninginn fyrir ÓL Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handbolta karla, var með liðið í æfingabúðum og undirbúningi fyrir Ólympíuleika þegar kórónuveirufaraldurinn hóf að setja allt íþróttalíf úr skorðum. „Ég fer þá af stað og byrja að hitamæla mína leikmenn, þannig að þeir skila inn hitatölum í tvær vikur áður en að við byrjum að æfa. Þar sem við erum svo á æfingasvæðinu erum við allir með grímur, það er hitamælt inn á æfingarnar og við reynum að gera þetta eins öruggt og hægt er, og höldum strákunum mjög út af fyrir okkur. En í rauninni vildi ég slútta þessu,“ sagði Dagur í Sportinu í dag, en keppni í japönsku deildinni hafði verið hætt í febrúar vegna faraldursins. „Ég hafði það á tilfinningunni að það væru æðri menn sem vildu að japanskir íþróttamenn myndu æfa, þangað til að Ólympíuleikunum var frestað. Um leið og það var gert, einhverjum tveimur vikum seinna, þá slaufuðum við okkar æfingatörn. Svo veit ég ekkert hvenær við byrjum aftur. Ég er með planaðar æfingabúðir í júní, sem ég geri ráð fyrir að við hættum við. Svo á ég tíma með þeim í júlí og svo sjáum við til eftir það. Ég er eins og allir aðrir í óvissu með þetta. Eina sem að auðveldar mína stöðu er að samningurinn minn er ekki að renna út í kringum Ólympíuleikana,“ segir Dagur. Gott að fá aukaár og vonandi HM fyrir Ólympíuleikana Nú stendur til að Ólympíuleikarnir í Tókýó fari fram sumarið 2021 og það gagnast Degi ágætlega í vinnu sinni við að gera lið Japans samkeppnishæft á handboltasviðinu: „Ég er ágætlega sáttur við það. Ég er sérstaklega ánægður með Asíuleikana núna í janúar, þar sem við urðum í 3. sæti. Það var framför í því og við fengum smá viðurkenningu á því sem við höfum verið að gera. En við erum enn langt frá bestu Evrópuliðunum. Við hefðum vonandi gert okkar bestu hluti á Ólympíuleikunum en nú fæ ég vonandi eitt ár í viðbót og það getur verið mjög jákvætt, sérstaklega af því að við komumst inn á HM í janúar. Ég fæ því eitt stórmót með liðinu ef að allt gengur eðlilega, og það setur vel inn á reynslubankann. En hvort að það sé nóg til að við komumst nær 12 bestu þjóðum heims er önnur Ella. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Dagur. Klippa: Sportið í dag - Dagur um undirbúninginn fyrir ÓL Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51