Hefja formlegar viðræður við SA vegna alvarlegrar stöðu á vinnumarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 18:40 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að finna þurfi leiðir til þess að verja stöðu launafólks nú þegar ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi. Vísir/Vilhelm VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. Frá þessu greinir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar bendir hann á að ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi og líklegt sé að mánaðamótin sem nú fara í hönd verði þau svörtustu í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hafi félagið ákveðið að fara í formlegar viðræður við SA „um um leiðir til að verja kjarasamninginn okkar, kaupmáttinn og störfin. Markmiðið er að finna leiðir til að verja stöðu okkar fólks og fá stjórnvöld að borðinu líka. Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni. Athygli vekur að félögin þrjú gera þetta ekki í samfloti með Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), heildarsamtökum launafólks í landinu, en miðað við atburðarásina í byrjun mánaðarins þarf það ekki endilega að koma á óvart. Þá sögðu þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sig úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings um það hvernig bregðast ætti við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði en tugþúsundir hafa misst vinnuna, að öllu leyti eða að hluta, á undanförnum vikum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahagslífið. Ragnar Þór sagði þá að hann legðist alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum sem tóku gildi samkvæmt lífskjarasamningnum þann 1. apríl. Sú afstaða ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundnu skerðingu lífeyrisgreiðslna voru Ragnari vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í byrjun apríl. Í færslu sinni á Facebook í dag segir Ragnar Þór að það sé „dapurlegt að aðgerðapakkar ríkisins skuli ákveðnir af fámennum hópi í stað víðtækara samráðs aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg staðan er og þá staðreynd að allar ákvarðanir og skuldbindingar hafa mikil áhrif á lífskjör almennings og komandi kynslóðir. Með VR í þessari vegferð eru Framsýn stéttarfélag og Verkalýðsfélag Akranes en þessi félög ásamt Landssambandi verslunarmanna fara með umboð um 47 þúsund félagsmanna. Von er á því að fleiri félög bætist í hópinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
VR, ásamt Framsýn stéttarfélagi og Verkalýðsfélagi Akraness, hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á vinnumarkaði. Frá þessu greinir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á Facebook-síðu sinni í dag. Þar bendir hann á að ástandið á vinnumarkaði versni dag frá degi og líklegt sé að mánaðamótin sem nú fara í hönd verði þau svörtustu í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hafi félagið ákveðið að fara í formlegar viðræður við SA „um um leiðir til að verja kjarasamninginn okkar, kaupmáttinn og störfin. Markmiðið er að finna leiðir til að verja stöðu okkar fólks og fá stjórnvöld að borðinu líka. Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni. Athygli vekur að félögin þrjú gera þetta ekki í samfloti með Alþýðusambandi Íslands (ASÍ), heildarsamtökum launafólks í landinu, en miðað við atburðarásina í byrjun mánaðarins þarf það ekki endilega að koma á óvart. Þá sögðu þeir Ragnar Þór og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sig úr miðstjórn ASÍ vegna ágreinings um það hvernig bregðast ætti við alvarlegri stöðu á vinnumarkaði en tugþúsundir hafa misst vinnuna, að öllu leyti eða að hluta, á undanförnum vikum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahagslífið. Ragnar Þór sagði þá að hann legðist alfarið gegn hugmyndum um að fresta boðuðum launahækkunum sem tóku gildi samkvæmt lífskjarasamningnum þann 1. apríl. Sú afstaða ASÍ að vera ekki reiðubúið að skoða fleiri leiðir á borð við tímabundnu skerðingu lífeyrisgreiðslna voru Ragnari vonbrigði. „Niðurstaðan varð sú að gera ekki neitt sem að okkur þótti vera versti kosturinn að fara og þar af leiðandi sáum við ekki ástæðu til að halda áfram vinnu á þessum vettvangi,“ sagði Ragnar Þór í samtali við fréttastofu í byrjun apríl. Í færslu sinni á Facebook í dag segir Ragnar Þór að það sé „dapurlegt að aðgerðapakkar ríkisins skuli ákveðnir af fámennum hópi í stað víðtækara samráðs aðila vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðunnar. Sérstaklega í ljósi þess hversu alvarleg staðan er og þá staðreynd að allar ákvarðanir og skuldbindingar hafa mikil áhrif á lífskjör almennings og komandi kynslóðir. Með VR í þessari vegferð eru Framsýn stéttarfélag og Verkalýðsfélag Akranes en þessi félög ásamt Landssambandi verslunarmanna fara með umboð um 47 þúsund félagsmanna. Von er á því að fleiri félög bætist í hópinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira