Fréttamaður Sky lýsir símtali frá smitrakningarteyminu fyrsta daginn á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 08:23 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi. Fréttamaður Sky ræddi við fólk sem beið þar eftir skimun í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. Þá lýsir höfundur greinarinnar því að Sky-teymið hafi fengið símtal frá smitrakningateyminu fyrsta dag Íslandsfararinnar. Áhugi erlendra fjölmiðla á viðbrögðum heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum hér á landi hefur verið talsverður. Nokkrar bandarískar fréttastofur hafa fjallað um skimun Íslenskrar erfðagreiningar og rætt við Kára Stefánsson forstjóra fyrirtækisins, auk þess sem smitrakningarteymi ríkislögreglustjóra og umfangsmiklar sýnatökur hafa vakið athygli. Sjá einnig: Ísland sagt fullkominn vettvangur til að rannsaka veiruna Íslendingum hætti til að rífast um allt Katrín segir í viðtalinu við Sky, sem tekið var hér á landi í síðustu viku, að meginstefna íslenskra stjórnvalda hafi verið að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. „Það þýðir að taka sýni úr mörgum, rekja [smit], setja fólkið í sóttkví og fá fólk í einangrun þar sem það er veikt. Þessar leiðbeiningar eru það sem við höfum verið að gera.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/vilhelm Katrín bendir jafnframt á að Íslendingar njóti góðs af því að vera fámenn þjóð. Auðveldara sé að afla upplýsinga um fólkið í landinu en ella og þá sé samheldnin mikilvæg. „Okkur hættir til að rífast um allt. En þegar við tökumst á við eitthvað stórt þá eigum við það til að sýna sterka samstöðu.“ Símtal frá smitrakningarteyminu Þá ræðir fréttamaður Sky við fólk sem mætt er í sýnatöku hjá fyrirtæki sem ekki er nafngreint í umfjölluninni en ætla má að þar sé um að ræða Íslenska erfðagreiningu. Sérstaklega er tekið fram að enginn sem beið eftir sýnatöku hafi sýnt einkenni. „Enginn þeirra finnur til veikinda. Enginn er með hósta eða hita. Enginn hefur sýnt einkenni Covid-19,“ segir í frétt Sky. Gestur Pálmason, starfsmaður smitrakningarteymis almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Þá beinir fréttamaður sjónum sínum að smitrakningarteyminu og ræðir við Gest Pálmason, starfsmann teymisins, sem lýsir ferlinu við smitrakninguna. Sérstaklega er bent á þá vinnu sem snýr að því að fylgjast með ferðum erlendra gesta hingað til lands. Sky-teymið, sem kom til landsins daginn áður en hertar reglur um sóttkví tóku gildi, fór ekki varhluta af því. „Fyrsta dag okkar á eyjunni var hringt í okkur er við vorum við vinnu. Það var lögreglumaður sem vildi vita hvar við værum stödd, hvert við myndum fara. Upplýsingum um flugið okkar, nöfnum og símanúmerum hafði verið komið áleiðis til teymisins. […] Þau telja að þau hafi náð stjórn á faraldrinum og vilja ekki eiga á hættu að ferðamenn breiði hann út á ný,“ segir í umfjöllun Sky News. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eldsneytissala dregst saman um 68% Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. 27. apríl 2020 07:00 Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37 Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. 26. apríl 2020 23:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ræðir aðgerðir Íslands, og árangur, í baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar í viðtali við hina bresku Sky-fréttastofu sem birtist í morgun. Þá lýsir höfundur greinarinnar því að Sky-teymið hafi fengið símtal frá smitrakningateyminu fyrsta dag Íslandsfararinnar. Áhugi erlendra fjölmiðla á viðbrögðum heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum hér á landi hefur verið talsverður. Nokkrar bandarískar fréttastofur hafa fjallað um skimun Íslenskrar erfðagreiningar og rætt við Kára Stefánsson forstjóra fyrirtækisins, auk þess sem smitrakningarteymi ríkislögreglustjóra og umfangsmiklar sýnatökur hafa vakið athygli. Sjá einnig: Ísland sagt fullkominn vettvangur til að rannsaka veiruna Íslendingum hætti til að rífast um allt Katrín segir í viðtalinu við Sky, sem tekið var hér á landi í síðustu viku, að meginstefna íslenskra stjórnvalda hafi verið að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. „Það þýðir að taka sýni úr mörgum, rekja [smit], setja fólkið í sóttkví og fá fólk í einangrun þar sem það er veikt. Þessar leiðbeiningar eru það sem við höfum verið að gera.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/vilhelm Katrín bendir jafnframt á að Íslendingar njóti góðs af því að vera fámenn þjóð. Auðveldara sé að afla upplýsinga um fólkið í landinu en ella og þá sé samheldnin mikilvæg. „Okkur hættir til að rífast um allt. En þegar við tökumst á við eitthvað stórt þá eigum við það til að sýna sterka samstöðu.“ Símtal frá smitrakningarteyminu Þá ræðir fréttamaður Sky við fólk sem mætt er í sýnatöku hjá fyrirtæki sem ekki er nafngreint í umfjölluninni en ætla má að þar sé um að ræða Íslenska erfðagreiningu. Sérstaklega er tekið fram að enginn sem beið eftir sýnatöku hafi sýnt einkenni. „Enginn þeirra finnur til veikinda. Enginn er með hósta eða hita. Enginn hefur sýnt einkenni Covid-19,“ segir í frétt Sky. Gestur Pálmason, starfsmaður smitrakningarteymis almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Þá beinir fréttamaður sjónum sínum að smitrakningarteyminu og ræðir við Gest Pálmason, starfsmann teymisins, sem lýsir ferlinu við smitrakninguna. Sérstaklega er bent á þá vinnu sem snýr að því að fylgjast með ferðum erlendra gesta hingað til lands. Sky-teymið, sem kom til landsins daginn áður en hertar reglur um sóttkví tóku gildi, fór ekki varhluta af því. „Fyrsta dag okkar á eyjunni var hringt í okkur er við vorum við vinnu. Það var lögreglumaður sem vildi vita hvar við værum stödd, hvert við myndum fara. Upplýsingum um flugið okkar, nöfnum og símanúmerum hafði verið komið áleiðis til teymisins. […] Þau telja að þau hafi náð stjórn á faraldrinum og vilja ekki eiga á hættu að ferðamenn breiði hann út á ný,“ segir í umfjöllun Sky News.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eldsneytissala dregst saman um 68% Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. 27. apríl 2020 07:00 Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37 Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. 26. apríl 2020 23:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Eldsneytissala dregst saman um 68% Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. 27. apríl 2020 07:00
Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. 27. apríl 2020 06:37
Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis. 26. apríl 2020 23:41