Bleikt eða blátt? Ingveldur L. Gröndal skrifar 25. apríl 2020 21:51 Mikil þörf fyrir að leggja áherslu á að tengja tvo liti við tvö kyn virðist vera ríkjandi í samfélaginu í dag. Að halda svokallað „Babyshower“ fyrir barnshafandi fólk er orðin þónokkuð vinsæl hefð hér á landi og hið sama á við um „Gender reveal“ kynjaveislur, en þær halda foreldrar ófædda barnsins fyrir fjölskyldu og vini og oftar en ekki er litaþema í veislunni háð kyni barnsins. Bleikt ef barnið er stúlka og blátt ef barnið er drengur. Vert er að velta eftirfarandi fyrir sér: Hvers vegna þróuðust þessir tveir litir til þess að tengja við þessi tvö kyn? Hvað ef ófædda barnið upplifir sig síðar meir ekki sem dreng eða stúlku? Er strax verið að þvinga fóstur til þess að passa inn í eitthvað ómeðvitað bleikt eða blátt box með tilheyrandi kynjahlutverkum sem tengd eru við „stereótýpur“ með því að skreyta veisluna með lit sem á að segja til um hvaða kyn barnið er? Hvers vegna eru börn sett vísvitandi í föt í öðrum hvorum litnum og gert ráð fyrir einhverri ákveðinni hegðun og áhugamáli allt eftir því hvaða kynfæri barnið fæðist með? Eða segir orðið kyn okkur eitthvað meira en hvaða kynfæri viðkomandi er með? Hjallastefnan hefur svipaðar pælingar bak við eyrað með stefnu í leik- og grunnskólum sínum. Þar vinna þau markvisst gegn því að börnin séu ómeðvitað þvinguð í einhverja ákveðna átt eftir kyni sínu eða, líkt og áður kom fram, bleika og bláa boxið. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við Jensínu Eddu Hermannsdóttur, skólastjóra leikskólans Laufásborgar, og spurði hana um mikilvægi jafnréttishugsunar í leikskólastarfinu. „Hjallastefnan hefur sýnt það á undanförnum 30 árum að hún skiptir máli og hefur áhrif í jafnréttismálum,“ segir Jensína. Reynslan hefur kennt okkur að æfingin skapar meistarann. Það að gefa börnunum tækifæri til að æfa og iðka alla eiginleika óháð kyni styrkir sjálfsmynd barna. Líka þegar kynin eru saman í kennslustund með kennurum upplifa þau jákvætt viðhorf til gagnstæða kyn síns. Kynjaskiptingin er leið að því markmiði að kynin hafi jákvætt viðhorf til hvors annars og velji sér verkefni og leiðir í lífinu út frá áhuga en ekki kyni. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna og iðka jafnrétti þannig að börnin læra jafnréttishugsun.“ Þetta er góð hvatning fyrir okkur öll til að hugsa út í þessa hluti. Gerum við okkur grein fyrir þessu? Hvernig tölum við saman þegar kemur að kynjum, kynhlutverkum, kynhneigðum o.s.frv. Að sjálfsögðu er í lagi að klæðast öllum litum óháð því hver þú ert. Fullt af drengjum dýrka allt blátt og sömuleiðis er fullt af stúlkum sem dýrka allt bleikt, en er það í raun og veru þeirra val eða ólust þau upp við það að vera alltaf ómeðvitað beint í þá átt? Það er ef til vill mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir að gefa börnum strax frá upphafi fjölbreytta valkosti svo þau finni hver þau eru sem einstaklingar. Að þau hafi val um hverju þau klæðast, hvað þau gera og hafi möguleika á að rækta alla sína eiginleika óháð því af hvaða kyni þau eru og upplifa sig sem. Höfundur er háskólanemi í Tómstunda- og félagsmálafræði. Greinin birtist í Stúdentablaðinu nú í apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Mikil þörf fyrir að leggja áherslu á að tengja tvo liti við tvö kyn virðist vera ríkjandi í samfélaginu í dag. Að halda svokallað „Babyshower“ fyrir barnshafandi fólk er orðin þónokkuð vinsæl hefð hér á landi og hið sama á við um „Gender reveal“ kynjaveislur, en þær halda foreldrar ófædda barnsins fyrir fjölskyldu og vini og oftar en ekki er litaþema í veislunni háð kyni barnsins. Bleikt ef barnið er stúlka og blátt ef barnið er drengur. Vert er að velta eftirfarandi fyrir sér: Hvers vegna þróuðust þessir tveir litir til þess að tengja við þessi tvö kyn? Hvað ef ófædda barnið upplifir sig síðar meir ekki sem dreng eða stúlku? Er strax verið að þvinga fóstur til þess að passa inn í eitthvað ómeðvitað bleikt eða blátt box með tilheyrandi kynjahlutverkum sem tengd eru við „stereótýpur“ með því að skreyta veisluna með lit sem á að segja til um hvaða kyn barnið er? Hvers vegna eru börn sett vísvitandi í föt í öðrum hvorum litnum og gert ráð fyrir einhverri ákveðinni hegðun og áhugamáli allt eftir því hvaða kynfæri barnið fæðist með? Eða segir orðið kyn okkur eitthvað meira en hvaða kynfæri viðkomandi er með? Hjallastefnan hefur svipaðar pælingar bak við eyrað með stefnu í leik- og grunnskólum sínum. Þar vinna þau markvisst gegn því að börnin séu ómeðvitað þvinguð í einhverja ákveðna átt eftir kyni sínu eða, líkt og áður kom fram, bleika og bláa boxið. Blaðamaður Stúdentablaðsins hafði samband við Jensínu Eddu Hermannsdóttur, skólastjóra leikskólans Laufásborgar, og spurði hana um mikilvægi jafnréttishugsunar í leikskólastarfinu. „Hjallastefnan hefur sýnt það á undanförnum 30 árum að hún skiptir máli og hefur áhrif í jafnréttismálum,“ segir Jensína. Reynslan hefur kennt okkur að æfingin skapar meistarann. Það að gefa börnunum tækifæri til að æfa og iðka alla eiginleika óháð kyni styrkir sjálfsmynd barna. Líka þegar kynin eru saman í kennslustund með kennurum upplifa þau jákvætt viðhorf til gagnstæða kyn síns. Kynjaskiptingin er leið að því markmiði að kynin hafi jákvætt viðhorf til hvors annars og velji sér verkefni og leiðir í lífinu út frá áhuga en ekki kyni. Það er mikilvægt að byrja snemma að kenna og iðka jafnrétti þannig að börnin læra jafnréttishugsun.“ Þetta er góð hvatning fyrir okkur öll til að hugsa út í þessa hluti. Gerum við okkur grein fyrir þessu? Hvernig tölum við saman þegar kemur að kynjum, kynhlutverkum, kynhneigðum o.s.frv. Að sjálfsögðu er í lagi að klæðast öllum litum óháð því hver þú ert. Fullt af drengjum dýrka allt blátt og sömuleiðis er fullt af stúlkum sem dýrka allt bleikt, en er það í raun og veru þeirra val eða ólust þau upp við það að vera alltaf ómeðvitað beint í þá átt? Það er ef til vill mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir að gefa börnum strax frá upphafi fjölbreytta valkosti svo þau finni hver þau eru sem einstaklingar. Að þau hafi val um hverju þau klæðast, hvað þau gera og hafi möguleika á að rækta alla sína eiginleika óháð því af hvaða kyni þau eru og upplifa sig sem. Höfundur er háskólanemi í Tómstunda- og félagsmálafræði. Greinin birtist í Stúdentablaðinu nú í apríl.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun