Innlent

Víðir fær frí eftir 54 upplýsingafundi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, mun ekki sitja upplýsingafund vegna kórónuveirunnar í dag klukkan 14 eins og hann hefur gert síðasta rúma mánuðinn. Víðir fær langþráð frí eftir að hafa stýrt 54 upplýsingafundum í röð. Þetta kemur fram á Facebooksíðu almannavarna.

Landsmenn skulu þó ekki örvænta en Víðir mun mæta galvaskur aftur á morgun og mun hann stýra 56. upplýsingafundinum. Í hans skarð kemur Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, í dag. Þá mun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fara yfir stöðu mála á fundinum og Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, verður gestur fundarins.

Fundurinn verður að vanda í beinni útsendingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga.

Víðir orðinn afi: „Lífið er yndislegt“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og eiginkona hans, Sigrún María Kristjánsdóttir, eignuðust barnabarn á mánudaginn. Frá þessu greindi Víðir á Facebook-síðu sinni.

Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×