Körfubolti

KR-ingar verða af 15-20 milljónum: „Þetta er rosalegt högg“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fullt var út úr dyrum þegar KR mætti ÍR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor.
Fullt var út úr dyrum þegar KR mætti ÍR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. vísir/daníel

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að félagið verði af miklum tekjum vegna þess að Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins.

Úrslitakeppnin fer ekki fram en hún er helsta tekjulind félaganna. Tapið er því mikið.

„Við reiknum með 15-20 milljónum sem við verðum af í ár. Þetta er rosalegt högg,“ sagði Böðvar í Sportinu í dag.

KR mætti ÍR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Félagið fékk ekki bara tekjur af miðasölu heldur einnig af sölu veiga í föstu og fljótandi formi. 

„Leikurinn byrjaði klukkan átta og við byrjuðum að grilla klukkan fjögur. Axel Ó grillaði 1200 hamborgara. Svo vorum við með 3000 bjóra sem voru búnir í hálfleik,“ sagði Böðvar.

Hann segir að óvissan sé enn mikil og erfitt að gera áætlanir fram í tímann.

„Við erum mjög spenntir að sjá hvað kemur út úr þessum aðgerðapakka frá ríkisstjórninni. Við vonumst til að fjármagnið skili sér niður í grasrótina en það er ekkert fast í hendi. Þetta verður vonandi kynnt í næstu viku,“ sagði Böðvar en KR hefur einnig biðlað til stuðningsmanna sinna að leggja félaginu lið á þessum erfiðu tímum.

Klippa: Sportið í kvöld - Böðvar um tap KR

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×