Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 13:27 Myndin er tekin þegar ein af vélum Icelandair lenti á dögunum með lækningatæki frá Kína. vísir/jói k. Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. Fluttar verðar lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Auk þess hyggst Icelandair fljúga „nokkur flug“ frá Sjanghæ til Chicago í Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi. Í skeyti Icelandair vegna málsins segir að um sé að ræða dagleg flug til Kína en fyrsta flugið fer frá Íslandi á morgun, laugardaginn 25. apríl. Fyrrnefndar Boeingþotur eru taldar henta vel fyrir þetta verkefni, þær séu langdrægar og geti borið töluvert af frakt. Icelandair hefur þegar flogið þrisvar frá Kína með lækningavörur til Íslands. Icelandair Cargo og Loftleiðir Icelandic, dótturfélög Icelandair Group hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd verkefnisins en á annað hundrað starfsmanna Icelandair Group munu koma að verkefninu. Hver áhöfn telur 12 manns – flugmenn, flugvirkja og hlaðmenn – og þá koma tugir annarra starfsmanna að verkefninu við undirbúning og skipulagningu. Auk þess segir Icelandair að breyting á flugvélunum fari fram hér á landi. Um sé að ræða að lágmarki 45 ferðir en samkomulag er á milli Icelandair og flutningamiðlunarfyrirtækisins DB Schenker að halda uppi daglegu flugi til Kína og bæta við ferðum á meðan ástandið varir. „Til viðbótar er félagið að ganga frá samningi um leigu á fjórðu Boeing 767 vélinni til annara aðila sem áforma einnig fraktflug milli Kína og Evrópu með samskonar varning,“ segir í skeyti Icelandair. Kærkomið verkefni á kórónuveirutímum Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að tekjurnar af þessu verkefni séu kærkomnar á erfiðum tímum. Mikil alþjóðleg samkeppni sé um sambærileg verkefni og ánægjulegt að hafa náð þessum samningi. „Það sýnir þá víðtæku sérþekkingu sem félagið býr yfir og útsjónarsemi starfsfólks sem oft kemur fram við erfiðar aðstæður. Þá búum við einnig yfir þeim sveigjanleika að geta brugðist hratt við og tekist á við verkefni sem þetta, með stuttum fyrirvara. Þarna sameinast reynsla okkar og þekking á fraktflutningum og skipulagningu leiguflugs, ásamt tengslaneti víða um heim,“ segir Bogi og bætir við: „Einnig hafa sérfræðingar okkar í tæknideild Icelandair ráðist í það óvenjulega verkefni að endurhanna farþegarými vélanna til þess að hægt sé að flytja frakt í stað farþega. Þetta eru mikilvægar tekjur fyrir félagið af flugvélum sem annars hefðu setið á jörðinni án verkefna í ljósi þeirra aðstæðna sem ríkja í dag,“ segir Bogi. Þá skapi þetta jafnframt verkefni fyrir starfsfólk Icelandair, en undirbúningur, skipulag og framkvæmd fer öll fram hér á landi, ásamt fluginu sjálfu, sem verður í höndum starfsmanna fyrirtækisins. Icelandair Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðað til starfsmannafundar hjá Icelandair Að því er segir í tilkynningu til starfsmanna um fundinn mun Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, fara yfir stöðu mála og svara þeim spurningum sem starfsmenn kunna að hafa. 24. apríl 2020 13:06 Undirbjuggu hjartaflugið í flughermi í Hafnarfirði „Þetta kom nú þannig til að einn af flugstjórunum í þessu flugi kom með þessa hugmynd til okkar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þennan þakklætisvott.“ 21. apríl 2020 10:28 Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. 23. apríl 2020 18:25 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. Fluttar verðar lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Auk þess hyggst Icelandair fljúga „nokkur flug“ frá Sjanghæ til Chicago í Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi. Í skeyti Icelandair vegna málsins segir að um sé að ræða dagleg flug til Kína en fyrsta flugið fer frá Íslandi á morgun, laugardaginn 25. apríl. Fyrrnefndar Boeingþotur eru taldar henta vel fyrir þetta verkefni, þær séu langdrægar og geti borið töluvert af frakt. Icelandair hefur þegar flogið þrisvar frá Kína með lækningavörur til Íslands. Icelandair Cargo og Loftleiðir Icelandic, dótturfélög Icelandair Group hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd verkefnisins en á annað hundrað starfsmanna Icelandair Group munu koma að verkefninu. Hver áhöfn telur 12 manns – flugmenn, flugvirkja og hlaðmenn – og þá koma tugir annarra starfsmanna að verkefninu við undirbúning og skipulagningu. Auk þess segir Icelandair að breyting á flugvélunum fari fram hér á landi. Um sé að ræða að lágmarki 45 ferðir en samkomulag er á milli Icelandair og flutningamiðlunarfyrirtækisins DB Schenker að halda uppi daglegu flugi til Kína og bæta við ferðum á meðan ástandið varir. „Til viðbótar er félagið að ganga frá samningi um leigu á fjórðu Boeing 767 vélinni til annara aðila sem áforma einnig fraktflug milli Kína og Evrópu með samskonar varning,“ segir í skeyti Icelandair. Kærkomið verkefni á kórónuveirutímum Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að tekjurnar af þessu verkefni séu kærkomnar á erfiðum tímum. Mikil alþjóðleg samkeppni sé um sambærileg verkefni og ánægjulegt að hafa náð þessum samningi. „Það sýnir þá víðtæku sérþekkingu sem félagið býr yfir og útsjónarsemi starfsfólks sem oft kemur fram við erfiðar aðstæður. Þá búum við einnig yfir þeim sveigjanleika að geta brugðist hratt við og tekist á við verkefni sem þetta, með stuttum fyrirvara. Þarna sameinast reynsla okkar og þekking á fraktflutningum og skipulagningu leiguflugs, ásamt tengslaneti víða um heim,“ segir Bogi og bætir við: „Einnig hafa sérfræðingar okkar í tæknideild Icelandair ráðist í það óvenjulega verkefni að endurhanna farþegarými vélanna til þess að hægt sé að flytja frakt í stað farþega. Þetta eru mikilvægar tekjur fyrir félagið af flugvélum sem annars hefðu setið á jörðinni án verkefna í ljósi þeirra aðstæðna sem ríkja í dag,“ segir Bogi. Þá skapi þetta jafnframt verkefni fyrir starfsfólk Icelandair, en undirbúningur, skipulag og framkvæmd fer öll fram hér á landi, ásamt fluginu sjálfu, sem verður í höndum starfsmanna fyrirtækisins.
Icelandair Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðað til starfsmannafundar hjá Icelandair Að því er segir í tilkynningu til starfsmanna um fundinn mun Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, fara yfir stöðu mála og svara þeim spurningum sem starfsmenn kunna að hafa. 24. apríl 2020 13:06 Undirbjuggu hjartaflugið í flughermi í Hafnarfirði „Þetta kom nú þannig til að einn af flugstjórunum í þessu flugi kom með þessa hugmynd til okkar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þennan þakklætisvott.“ 21. apríl 2020 10:28 Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. 23. apríl 2020 18:25 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Boðað til starfsmannafundar hjá Icelandair Að því er segir í tilkynningu til starfsmanna um fundinn mun Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, fara yfir stöðu mála og svara þeim spurningum sem starfsmenn kunna að hafa. 24. apríl 2020 13:06
Undirbjuggu hjartaflugið í flughermi í Hafnarfirði „Þetta kom nú þannig til að einn af flugstjórunum í þessu flugi kom með þessa hugmynd til okkar að sýna heilbrigðisstarfsfólki þennan þakklætisvott.“ 21. apríl 2020 10:28
Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. 23. apríl 2020 18:25