Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2020 21:00 Verkið tekur ekki marga daga og á að vera lokið 25. apríl. Vísir/Jóhann K. Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. Verkefni Votlendissjóðs í Borgarfirði er á jörðinni Grafarkoti, nærri Norðurá, skammt frá Munaðarnesi og liggur meðfram þjóðvegi eitt. Á þeim fimmtíu hekturum sem jörðin nær yfir er hægt að endurheimta votlendi á um það bil 37 hekturum að mati Landgræðslunnar. Votlendissjóður vinnur nú að því að endurheimar votlendi á jörðinni Grafarkoti í Borgarfirði. Verki er unnið að frumkvæði eigenda jarðarinnar.Vísir/Jóhann K. „Þetta svæði kemur inn til okkar að frumkvæði landeigenda, þetta er náttúruverndarfólk og hefur verið í skógrækt hér á jörðinni, og vill núna endurheimta votlendið til þess að berjast með okkur í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Samkvæmt Loftslagsráði sameinuðuþjóðanna (IPCC) blæs einn hektari af fram ræstu landi 19,5 tonnum af gróðurhúsaloftegundum út á ári. Mælingar Landgræðslunnar síðustu þrjú ár staðfesta það og meira til. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.Vísir/Jóhann K. Eina verkefni Votlendissjóðs á þessu vori Framkvæmdirnar í Borgarfirði taka einungis nokkra daga og á að vera lokið fyrir tuttugasta og fimmta þessa mánaðar. Verkefnið nú verður hins vegar eina votlendisframkvæmdin á þessu vori „Það hefur verið ansi erfið tíð fyrir marga, þar af leiðandi líka fyrir þá sem eru að vinna í endurheimt. Það fór bara að sjást í skurði, fyrir snjó, fyrir tveimur vikum,“ segir Einar. Þá er liðið það nærri varptíma og ekki þykir ráðlegt að raska ró fugla á þeim tíma. „Svo erum við komin inn í varptíma þannig að við verðum að sitja á okkur aðgerðir þangað til í júlí lok eða byrjun ágúst,“ segir Einar. Fjögur verkefni á síðasta ári Votlendissjóður endurheimti votlendi á fjórum jörðum á síðasta ári. Samanlagt tókst að stöðva útblástur á sjötíu og tveimur hekturum eða um fjórtán hundruð tonn. Sé það margfaldað í átta ár eru það rúm ellefu þúsund og fimmhundruð tonn (11.520) af koltvísýringi. Samkvæmt útreikningi Votlendissjóðs er að sambærilegt og ef sjöhundruð og tuttugu bílar yrðu teknir úr umferð í ár. „Það eru gríðarlegt gæði sem að koma til baka fyrir bæði náttúruna og svo landeigendur sem hafa gaman af náttúru. Þetta margfaldar líffræðilegan fjölbreytileika. Hér margfaldast fuglalíf og svo bætist vatnbúskapur áa og vatna í kringum endurheimt votlendi. Það margfaldast gæði fyrir hvers kyns laxveiði og silungsveiði og svo framvegis,“ segir Einar. Umhverfismál Borgarbyggð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. Verkefni Votlendissjóðs í Borgarfirði er á jörðinni Grafarkoti, nærri Norðurá, skammt frá Munaðarnesi og liggur meðfram þjóðvegi eitt. Á þeim fimmtíu hekturum sem jörðin nær yfir er hægt að endurheimta votlendi á um það bil 37 hekturum að mati Landgræðslunnar. Votlendissjóður vinnur nú að því að endurheimar votlendi á jörðinni Grafarkoti í Borgarfirði. Verki er unnið að frumkvæði eigenda jarðarinnar.Vísir/Jóhann K. „Þetta svæði kemur inn til okkar að frumkvæði landeigenda, þetta er náttúruverndarfólk og hefur verið í skógrækt hér á jörðinni, og vill núna endurheimta votlendið til þess að berjast með okkur í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Samkvæmt Loftslagsráði sameinuðuþjóðanna (IPCC) blæs einn hektari af fram ræstu landi 19,5 tonnum af gróðurhúsaloftegundum út á ári. Mælingar Landgræðslunnar síðustu þrjú ár staðfesta það og meira til. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.Vísir/Jóhann K. Eina verkefni Votlendissjóðs á þessu vori Framkvæmdirnar í Borgarfirði taka einungis nokkra daga og á að vera lokið fyrir tuttugasta og fimmta þessa mánaðar. Verkefnið nú verður hins vegar eina votlendisframkvæmdin á þessu vori „Það hefur verið ansi erfið tíð fyrir marga, þar af leiðandi líka fyrir þá sem eru að vinna í endurheimt. Það fór bara að sjást í skurði, fyrir snjó, fyrir tveimur vikum,“ segir Einar. Þá er liðið það nærri varptíma og ekki þykir ráðlegt að raska ró fugla á þeim tíma. „Svo erum við komin inn í varptíma þannig að við verðum að sitja á okkur aðgerðir þangað til í júlí lok eða byrjun ágúst,“ segir Einar. Fjögur verkefni á síðasta ári Votlendissjóður endurheimti votlendi á fjórum jörðum á síðasta ári. Samanlagt tókst að stöðva útblástur á sjötíu og tveimur hekturum eða um fjórtán hundruð tonn. Sé það margfaldað í átta ár eru það rúm ellefu þúsund og fimmhundruð tonn (11.520) af koltvísýringi. Samkvæmt útreikningi Votlendissjóðs er að sambærilegt og ef sjöhundruð og tuttugu bílar yrðu teknir úr umferð í ár. „Það eru gríðarlegt gæði sem að koma til baka fyrir bæði náttúruna og svo landeigendur sem hafa gaman af náttúru. Þetta margfaldar líffræðilegan fjölbreytileika. Hér margfaldast fuglalíf og svo bætist vatnbúskapur áa og vatna í kringum endurheimt votlendi. Það margfaldast gæði fyrir hvers kyns laxveiði og silungsveiði og svo framvegis,“ segir Einar.
Umhverfismál Borgarbyggð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira