Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2020 18:36 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Vísir/Lögreglan Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hún sagði þennan tíma hafa reynst mörgum erfiður. Þuríður sagði Öryrkjabandalagið hafa gert könnun meðal meðlima og 30 prósent svarenda hafi sagst eiga erfitt með að nálgast nauðsynjar eins og lyf og mat. Langflestir, eða um 70 prósent, hafi þó sagst vera einmana. „Vegna Covid-19, hefur fólk alls staðar í þjóðfélaginu þurft að vinna heima, vera í sóttkví eða í einangrun. Landsmenn hafa nú upplifað heim margra öryrkja og þá meina ég einangrunina. Ég á til dæmis sjálf tvö ömmubörn sem hafa nú verið í einangrun ásamt foreldrum sínum í þrjár vikur. Það hefur reynt á,“ sagði Þuríður. Hún sagði að nú gæti fólk mögulega almennt betur sett sig í spor þeirra sem séu að hluta til útilokaðir frá samfélaginu vegna fötlunar eða veikinda. Kvíði, hræðsla og óöryggi er eðlilegur fylgifiskur þessa tíma og sagði Þuríður mikilvægt að tala við vin, ættingja eða sérfræðinga þegar slíkar tilfinningar koma yfir fólk. Vísaði hún í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þuríður nefndi einnig Geðhjálp, þjónustumiðstöðvar sveitarfélaga og fleiri aðila eins og Öryrkjabandalagið sjálft. Hún sagði Íslendinga þurfa að hugsa út í hvernig samfélagið ætti að vera eftir að faraldrinum lýkur. Heilbrigðisþjónustan og gott aðgengi að henni væri öllum mikilvægt og sömu sögu væri að segja um félagsþjónustuna. Þuríður beindi orðum sínum einnig til stjórnvalda og bað þau um að skilja engan eftir og það þyrfti að sjást í aðgerðum þeirra að við værum öll á sama báti. Hlusta má á Þuríði á fundinum hér að neðan. Hún tók til máls eftir rétt rúmar þrettán mínútur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hún sagði þennan tíma hafa reynst mörgum erfiður. Þuríður sagði Öryrkjabandalagið hafa gert könnun meðal meðlima og 30 prósent svarenda hafi sagst eiga erfitt með að nálgast nauðsynjar eins og lyf og mat. Langflestir, eða um 70 prósent, hafi þó sagst vera einmana. „Vegna Covid-19, hefur fólk alls staðar í þjóðfélaginu þurft að vinna heima, vera í sóttkví eða í einangrun. Landsmenn hafa nú upplifað heim margra öryrkja og þá meina ég einangrunina. Ég á til dæmis sjálf tvö ömmubörn sem hafa nú verið í einangrun ásamt foreldrum sínum í þrjár vikur. Það hefur reynt á,“ sagði Þuríður. Hún sagði að nú gæti fólk mögulega almennt betur sett sig í spor þeirra sem séu að hluta til útilokaðir frá samfélaginu vegna fötlunar eða veikinda. Kvíði, hræðsla og óöryggi er eðlilegur fylgifiskur þessa tíma og sagði Þuríður mikilvægt að tala við vin, ættingja eða sérfræðinga þegar slíkar tilfinningar koma yfir fólk. Vísaði hún í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þuríður nefndi einnig Geðhjálp, þjónustumiðstöðvar sveitarfélaga og fleiri aðila eins og Öryrkjabandalagið sjálft. Hún sagði Íslendinga þurfa að hugsa út í hvernig samfélagið ætti að vera eftir að faraldrinum lýkur. Heilbrigðisþjónustan og gott aðgengi að henni væri öllum mikilvægt og sömu sögu væri að segja um félagsþjónustuna. Þuríður beindi orðum sínum einnig til stjórnvalda og bað þau um að skilja engan eftir og það þyrfti að sjást í aðgerðum þeirra að við værum öll á sama báti. Hlusta má á Þuríði á fundinum hér að neðan. Hún tók til máls eftir rétt rúmar þrettán mínútur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira