Jónína nýr forstjóri Coripharma Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 12:46 Jónína Guðmundsdóttir, nýr forstjóri Coripharma. Aðsend Jónína Guðmundsdóttir hefur tekið við stöðu forstjóra íslenska lyfjafyrirtækisins Coripharma. Bjarni K. Þorvarðarson fráfarandi forstjóri tekur við stjórnarformennsku. Þá hefur Valur Ragnarsson tekið sæti í stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir jafnframt að Jónína hafi sinnt stjórnunarstöðum í lyfjageiranum um 20 ára skeið. Hún leiddi viðskiptaþróun Medis í 15 ár og var lengi staðgengill forstjóra. Hún var áður framkvæmdastjóri Medis á Íslandi. Jónína lauk meistaragráðu í lyfjafræði við Háskóla Íslands 1999. Bjarni K. Þorvarðarson sem hefur verið forstjóri félagsins frá stofnun þess árið 2018 verður áfram einn af stærstu hluthöfum Coripharma og tekur við stjórnarformennsku á stjórnarfundi í næstu viku. Valur Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri Medis, hefur tekið sæti í stjórn Coripharma. Valur hefur starfað hjá lyfjafyrirtækjum í þrjá áratugi og er menntaður lyfjafræðingur. Hann hefur jafnframt setið í stjórn nokkurra lyfjafyrirtækja. Aðrir í stjórn Coripharma eru Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður, Arnór Gunnarsson, Hrafn Árnason, Ólöf Þórhallsdóttir og Sigurgeir Guðlaugsson. „Ég hef fylgst með Coripharma frá upphafi og er full eftirvæntingar að fá að vinna með okkar frábæra starfsfólki. Þetta er teymi á heimsmælikvarða í þróun og framleiðslu samheitalyfja,“ er m.a. haft eftir Jónínu í tilkynningu. Coripharma er íslenskt lyfjafyrirtæki með 110 starfsmenn. Frá því að félagið hóf starfsemi sína árið 2018 hefur það keypt alla lyfjaframleiðslu og lyfjaþróun Actavis í Hafnarfirði. Coripharma sérhæfir sig í framleiðslu og þróun lyfja fyrir önnur lyfjafyrirtæki um heim allan, ásamt því að þróa sín eigin lyf. Áætlað er að fyrsta samheitalyfið undir merkjum Coripharma komi á markað um mitt næsta ár. Félagið gerði nýverið samninga við tvö erlend lyfjafyrirtæki: annarsvegar Midas Pharma um samvinnu við framleiðslu og markaðssetningu á lyfjum til þriðja aðila, og hinsvegar STADA, eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims, um pökkun á 700 milljónum taflna af lyfjum árlega í þrjú ár. Lyf Vistaskipti Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Jónína Guðmundsdóttir hefur tekið við stöðu forstjóra íslenska lyfjafyrirtækisins Coripharma. Bjarni K. Þorvarðarson fráfarandi forstjóri tekur við stjórnarformennsku. Þá hefur Valur Ragnarsson tekið sæti í stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir jafnframt að Jónína hafi sinnt stjórnunarstöðum í lyfjageiranum um 20 ára skeið. Hún leiddi viðskiptaþróun Medis í 15 ár og var lengi staðgengill forstjóra. Hún var áður framkvæmdastjóri Medis á Íslandi. Jónína lauk meistaragráðu í lyfjafræði við Háskóla Íslands 1999. Bjarni K. Þorvarðarson sem hefur verið forstjóri félagsins frá stofnun þess árið 2018 verður áfram einn af stærstu hluthöfum Coripharma og tekur við stjórnarformennsku á stjórnarfundi í næstu viku. Valur Ragnarsson, fyrrverandi forstjóri Medis, hefur tekið sæti í stjórn Coripharma. Valur hefur starfað hjá lyfjafyrirtækjum í þrjá áratugi og er menntaður lyfjafræðingur. Hann hefur jafnframt setið í stjórn nokkurra lyfjafyrirtækja. Aðrir í stjórn Coripharma eru Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður, Arnór Gunnarsson, Hrafn Árnason, Ólöf Þórhallsdóttir og Sigurgeir Guðlaugsson. „Ég hef fylgst með Coripharma frá upphafi og er full eftirvæntingar að fá að vinna með okkar frábæra starfsfólki. Þetta er teymi á heimsmælikvarða í þróun og framleiðslu samheitalyfja,“ er m.a. haft eftir Jónínu í tilkynningu. Coripharma er íslenskt lyfjafyrirtæki með 110 starfsmenn. Frá því að félagið hóf starfsemi sína árið 2018 hefur það keypt alla lyfjaframleiðslu og lyfjaþróun Actavis í Hafnarfirði. Coripharma sérhæfir sig í framleiðslu og þróun lyfja fyrir önnur lyfjafyrirtæki um heim allan, ásamt því að þróa sín eigin lyf. Áætlað er að fyrsta samheitalyfið undir merkjum Coripharma komi á markað um mitt næsta ár. Félagið gerði nýverið samninga við tvö erlend lyfjafyrirtæki: annarsvegar Midas Pharma um samvinnu við framleiðslu og markaðssetningu á lyfjum til þriðja aðila, og hinsvegar STADA, eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims, um pökkun á 700 milljónum taflna af lyfjum árlega í þrjú ár.
Lyf Vistaskipti Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf