Öryggisfjarlægð erfið í framkvæmd á snyrtistofum sem séu engir veislusalir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:02 Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga. Samtök iðnaðarins Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður félags íslenskra snyrtifræðinga, fagnar lokunarstyrkjum ríkisstjórnarinnar en bendir á að rekstur snyrtifræðinga verði ekki órofinn eftir 4. maí vegna tveggja metra reglunnar. Vinnuaðstöðu snyrtifræðinga sé ekki hægt að líkja við veislusali. Sérstakir lokunarstyrkir eru á meðal þess sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi sínum í gær til að bregðast við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins sem nú geisar. Styrkirnir standa þeim rekstraraðilum til boða sem var gert skylt að hætta starfsemi tímabundið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirtækjunum bjóðast styrkir upp á að allt að 2,5 milljónir króna auk þess sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Stétt snyrtifræðinga hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna veirunnar. „Við að sjálfsögðu fögnum þessum lokunarstyrkjum sem komu fram í gær til fyrirtækja sem þurftu að loka sökum sóttvarna. Það sem á eftir að koma í ljós er hvernig þessir styrkir nýtast miðað við þau skilyrði sem hafa verið sett.“ Megin skilyrðið er að umsóknaraðila hafi verið gert að hætta starfsemi vegna farsóttarinnar og að tekjur hans í apríl 2020 hafi verið að minnsta kosti 75% lægri en þær voru í sama mánuði fyrir ári. Umsóknaraðilinn má heldur ekki vera í vanskilum með opinbergjöld, skatta og með skattsektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Þá má bú hans ekki heldur hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Agnes segir gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir þeim efnahagslega skaða sem fyrirtækin hafa orðið fyrir. „En á móti kemur náttúrulega er að það er búið að vera að greiða laun á stofum. Þannig að það er töluvert mikill kostnaður sem situr eftir þar sem eru fleiri starfsmenn heldur en þar sem eru einyrkjar þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. Svo náttúrulega það sem ekki er búið að hugsa út í er það eftir að við megum opna á ný þá þurfum við að passa upp á þessa tveggja metra reglu á milli viðskiptavina.“ Eftir 4. maí sé ljóst að reksturinn verður ekki órofinn. „Plássið er bara misjafnlega mikið á þessum stofum. Við erum ekkert með ballsali. Þetta eru hlutir sem eiga bara eftir að koma í ljós,“ segir Agnes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður félags íslenskra snyrtifræðinga, fagnar lokunarstyrkjum ríkisstjórnarinnar en bendir á að rekstur snyrtifræðinga verði ekki órofinn eftir 4. maí vegna tveggja metra reglunnar. Vinnuaðstöðu snyrtifræðinga sé ekki hægt að líkja við veislusali. Sérstakir lokunarstyrkir eru á meðal þess sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi sínum í gær til að bregðast við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins sem nú geisar. Styrkirnir standa þeim rekstraraðilum til boða sem var gert skylt að hætta starfsemi tímabundið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirtækjunum bjóðast styrkir upp á að allt að 2,5 milljónir króna auk þess sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Stétt snyrtifræðinga hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna veirunnar. „Við að sjálfsögðu fögnum þessum lokunarstyrkjum sem komu fram í gær til fyrirtækja sem þurftu að loka sökum sóttvarna. Það sem á eftir að koma í ljós er hvernig þessir styrkir nýtast miðað við þau skilyrði sem hafa verið sett.“ Megin skilyrðið er að umsóknaraðila hafi verið gert að hætta starfsemi vegna farsóttarinnar og að tekjur hans í apríl 2020 hafi verið að minnsta kosti 75% lægri en þær voru í sama mánuði fyrir ári. Umsóknaraðilinn má heldur ekki vera í vanskilum með opinbergjöld, skatta og með skattsektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Þá má bú hans ekki heldur hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Agnes segir gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir þeim efnahagslega skaða sem fyrirtækin hafa orðið fyrir. „En á móti kemur náttúrulega er að það er búið að vera að greiða laun á stofum. Þannig að það er töluvert mikill kostnaður sem situr eftir þar sem eru fleiri starfsmenn heldur en þar sem eru einyrkjar þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. Svo náttúrulega það sem ekki er búið að hugsa út í er það eftir að við megum opna á ný þá þurfum við að passa upp á þessa tveggja metra reglu á milli viðskiptavina.“ Eftir 4. maí sé ljóst að reksturinn verður ekki órofinn. „Plássið er bara misjafnlega mikið á þessum stofum. Við erum ekkert með ballsali. Þetta eru hlutir sem eiga bara eftir að koma í ljós,“ segir Agnes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira