Framtakssemi lifir ekki á fornri frægð Arnór Bragi Elvarsson skrifar 22. apríl 2020 08:00 Hvað varst þú að gera átta ára, lesandi góður? En tólf ára? Höfundur vill meina að þessi ár hafi verið gullaldarárin sín í að gera lítið sem ekkert af viti. Það sama á ekki við um alla. Ungir frumkvöðlar Fyrir 112 árum síðan leiddi tólf ára gamall Axel Andrésson, hóp drengja á aldrinum 8-12 ára til fundar. Árið var 1908 og strákarnir vildu stofna félag til að fjármagna boltakaup. Úr varð Knattspyrnufélagið Víkingur í Reykjavík sem stofnað var 21. apríl það ár. Ungu drengirnir höfðu örugglega ekki getað hugsað sér að félagið myndi lifa lengur en öld, hvað þá að félagið væri fimmta sigursælasta karlaliðið í sögu úrvalsdeildarinnar á 100 ára afmælisári sínu. Félagið var reyndar í miðjum öldudal á aldarafmælinu árið 2008. Árið áður hafði liðið fallið úr úrvalsdeildinni og mikil vonbrigði voru að ekki væri hægt að fagna 100 ára afmælinu með titli. Stefnan fundin í sögu félagsins Þegar höfundur var tólf ára spiluðu Víkingar fótbolta sem einkenndist af því að nýta sér líkamlegan styrkleika sinn og meina andstæðingum að nýta eigin hæfileika. Boltanum var því gjarnan sparkað í burtu, sendingar einkenndust af háum svæðisbundnum sendingum og það mátti finna fyrir stefnuleysi á vellinum. Eftir frækinn sigur gegn FH, sem hafa síðan árið 2008 tekið framúr Víkingum sem fimmta sigursælasta lið frá upphafi, eru Víkingar bikarmeistarar. Undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar virðist stefna félagsins þó hafa fundist. Eitt veðursælasta vallarstæði landsins hefur verið búið gervigrasi, fullkomið til að spila beinar sendingar og hraðan leik, áhorfendum og leikmönnum til yndisauka. Viðurnefnið nýja „Heimavöllur hamingjunnar“ hefur staðist allar væntingar Bikarmeistaratitillinn er fyrsti titill Víkinga í knattspyrnu síðan árið 1991 eftir dramatískan leik í Garði suður með sjó. Þó uppeldi höfundar spannaði helst tíma þar sem Víkingur var í besta falli miðlungsfélag, býr félagið að mikilli sögu sem einkennist af framtakssemi eins og sjá má ef maður eyðir meira en fimm mínútum í félagsheimilinu Víkinni. Starfsfólk og velunnarar eru með hjartað á réttum stað og vilja koma félaginu sem lengst. Það hefur alltaf átt við. Eftir seinni heimstyrjöld var Víkingum lofað landskika í Vatnsmýri en þeir sáu fljótt að ekki var pláss fyrir öll félagslið í miðbænum. Víkingar fluttu sig um set í Hæðargarð, í Smáíbúðarhverfið, árið 1953 sem þá var í skipulagi. Þeir íbúar sem fengu þar lóð úthlutað sáu sjálfir um byggingu húsanna, svokallaðra smáíbúða. Lísa Pálsdóttir fór yfir skipulag hverfisins á skemmtilegan máta í tveimur þáttum Flakksins árið 2017 og fyrrum þingkonan Eygló Harðardóttir tekur saman nokkur atriði úr skipulagssögu hverfisins hér. Eftir einhverja ringulreið frá stofnun, gat félagið loks skotið niður rótum. Evrópuævintýri Við lok áttunda áratugar hefjast gullaldarár Víkinga. Víkingar urðu Íslandsmeistarar 1981 og 1982 og kepptu í Evrópukeppni við lið eins og Bordeaux, Real Sociedad og ungverska liðið Rába Györ. Margir þeirra leikmanna sem spiluðu á þessum tíma voru kosnir í Hetjulið félagsins í netkosningu á dögunum. Eftir íslandsmeistaratitilinn 1991 féllu Víkingar úr Evrópukeppni eftir tap gegn feikna sterku liði Sovétríkja-meistara CSKA Moskvu 5-2 sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Barcelona 4-3 í næstu umferð keppninnar. Þetta mætti eflaust bera saman við Evrópuævintýri Stjörnunnar 2014 þegar þeir töpuðu fyrir Internazionale frá Mílanó í undankeppni. Trú á verkefni er bráðsmitandi Bikarmeistararnir stefna á leik í Evrópukeppni í haust og vita að það er ekki endalaust hægt að lifa á fornri frægð. Klúbburinn er með efnivið í eitt besta lið sem stuðningsmenn muna eftir og verður spennandi að fylgjast með félaginu í sumar. Það gildir jafnt um líðandi stundir líkt og liðna tíma að margt smátt gerir eitt stórt. Axel Andrésson bjóst ekki við að boltarnir sem þeir keyptu myndu ala meistara - en þær leystu úr læðingi það félag sem hefur safnað sögum í yfir hundrað ár. Í ár eru 102 ár síðan Víkingur keppti fyrst á Íslandsmóti og 100 ár síðan Víkingar voru fyrst Íslandsmeistarar. Kannski er þetta aldarafmælið sem beðið var eftir. Höfundur er verkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Reykjavík Einu sinni var... Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Hvað varst þú að gera átta ára, lesandi góður? En tólf ára? Höfundur vill meina að þessi ár hafi verið gullaldarárin sín í að gera lítið sem ekkert af viti. Það sama á ekki við um alla. Ungir frumkvöðlar Fyrir 112 árum síðan leiddi tólf ára gamall Axel Andrésson, hóp drengja á aldrinum 8-12 ára til fundar. Árið var 1908 og strákarnir vildu stofna félag til að fjármagna boltakaup. Úr varð Knattspyrnufélagið Víkingur í Reykjavík sem stofnað var 21. apríl það ár. Ungu drengirnir höfðu örugglega ekki getað hugsað sér að félagið myndi lifa lengur en öld, hvað þá að félagið væri fimmta sigursælasta karlaliðið í sögu úrvalsdeildarinnar á 100 ára afmælisári sínu. Félagið var reyndar í miðjum öldudal á aldarafmælinu árið 2008. Árið áður hafði liðið fallið úr úrvalsdeildinni og mikil vonbrigði voru að ekki væri hægt að fagna 100 ára afmælinu með titli. Stefnan fundin í sögu félagsins Þegar höfundur var tólf ára spiluðu Víkingar fótbolta sem einkenndist af því að nýta sér líkamlegan styrkleika sinn og meina andstæðingum að nýta eigin hæfileika. Boltanum var því gjarnan sparkað í burtu, sendingar einkenndust af háum svæðisbundnum sendingum og það mátti finna fyrir stefnuleysi á vellinum. Eftir frækinn sigur gegn FH, sem hafa síðan árið 2008 tekið framúr Víkingum sem fimmta sigursælasta lið frá upphafi, eru Víkingar bikarmeistarar. Undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar virðist stefna félagsins þó hafa fundist. Eitt veðursælasta vallarstæði landsins hefur verið búið gervigrasi, fullkomið til að spila beinar sendingar og hraðan leik, áhorfendum og leikmönnum til yndisauka. Viðurnefnið nýja „Heimavöllur hamingjunnar“ hefur staðist allar væntingar Bikarmeistaratitillinn er fyrsti titill Víkinga í knattspyrnu síðan árið 1991 eftir dramatískan leik í Garði suður með sjó. Þó uppeldi höfundar spannaði helst tíma þar sem Víkingur var í besta falli miðlungsfélag, býr félagið að mikilli sögu sem einkennist af framtakssemi eins og sjá má ef maður eyðir meira en fimm mínútum í félagsheimilinu Víkinni. Starfsfólk og velunnarar eru með hjartað á réttum stað og vilja koma félaginu sem lengst. Það hefur alltaf átt við. Eftir seinni heimstyrjöld var Víkingum lofað landskika í Vatnsmýri en þeir sáu fljótt að ekki var pláss fyrir öll félagslið í miðbænum. Víkingar fluttu sig um set í Hæðargarð, í Smáíbúðarhverfið, árið 1953 sem þá var í skipulagi. Þeir íbúar sem fengu þar lóð úthlutað sáu sjálfir um byggingu húsanna, svokallaðra smáíbúða. Lísa Pálsdóttir fór yfir skipulag hverfisins á skemmtilegan máta í tveimur þáttum Flakksins árið 2017 og fyrrum þingkonan Eygló Harðardóttir tekur saman nokkur atriði úr skipulagssögu hverfisins hér. Eftir einhverja ringulreið frá stofnun, gat félagið loks skotið niður rótum. Evrópuævintýri Við lok áttunda áratugar hefjast gullaldarár Víkinga. Víkingar urðu Íslandsmeistarar 1981 og 1982 og kepptu í Evrópukeppni við lið eins og Bordeaux, Real Sociedad og ungverska liðið Rába Györ. Margir þeirra leikmanna sem spiluðu á þessum tíma voru kosnir í Hetjulið félagsins í netkosningu á dögunum. Eftir íslandsmeistaratitilinn 1991 féllu Víkingar úr Evrópukeppni eftir tap gegn feikna sterku liði Sovétríkja-meistara CSKA Moskvu 5-2 sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Barcelona 4-3 í næstu umferð keppninnar. Þetta mætti eflaust bera saman við Evrópuævintýri Stjörnunnar 2014 þegar þeir töpuðu fyrir Internazionale frá Mílanó í undankeppni. Trú á verkefni er bráðsmitandi Bikarmeistararnir stefna á leik í Evrópukeppni í haust og vita að það er ekki endalaust hægt að lifa á fornri frægð. Klúbburinn er með efnivið í eitt besta lið sem stuðningsmenn muna eftir og verður spennandi að fylgjast með félaginu í sumar. Það gildir jafnt um líðandi stundir líkt og liðna tíma að margt smátt gerir eitt stórt. Axel Andrésson bjóst ekki við að boltarnir sem þeir keyptu myndu ala meistara - en þær leystu úr læðingi það félag sem hefur safnað sögum í yfir hundrað ár. Í ár eru 102 ár síðan Víkingur keppti fyrst á Íslandsmóti og 100 ár síðan Víkingar voru fyrst Íslandsmeistarar. Kannski er þetta aldarafmælið sem beðið var eftir. Höfundur er verkfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar