Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 22:35 Ferðaþjónstan hér á landi, og víðast hvar annarsstaðar í heiminum, liggur í dvala þessa dagana. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu meira og langvinnara tekjufalli en aðrir geirar. „Það er mjög mikilvægt að komið verði til móts við það, til þess að við verðum tilbúin að taka viðspyrnuna eins vel og við getum,“ sagði Jóhannes eftir kynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Hann sagði eiga von á því að forsvarsmenn margra fyrirtækja muni reyna að koma þeim í var og loka. Sérstakar aðgerðir yfirvalda þurfi til að gera það kleift. „Þessar aðgerðir munu aðstoða þau fyrirtæki sem falla innan girðingar, ef svo má segja, við að koma til móts við kostnað sem fellur til á þeim tíma. Við verðum svo að vinna áfram með stjórnvöldum í að skoða hvaða leiðir eru mögulegar til að gera þetta var eins gott og mögulega er hægt.“ Jóhannes Þór sagði að næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar þurfi að taka mið af ferðaþjónustunni í heild. Mismunandi aðgerðir gætu þurft til handa mis stórum fyrirtækjum. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Grey Line, skrifaði pistil á Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld þar sem hann sagði aðgerðapakkan valda sér vonbrigðum. Hann sagði báða aðgerðapakkana gagnast stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar lítið sem ekkert. „Mesta höggið vegna Covid-19 er á ferðaþjónustuna. Þar er algjört tekjuhrun. Ef ferðaþjónustan á að vera til staðar þegar ferðamenn koma loksins aftur, þá þarf að halda í henni lífi og frysta lánagreiðslur. Brúarlánin duga ekki, því að bankarnir vilja enga áhættu taka af því að lána tekjulausum fyrirtækjum,“ skrifaði Þórir. Hann sagði ekkert tekið á því stóra viðfangsefni að halda ferðaþjónustunni á lífi meðan faraldurinn gangi yfir. „Nýjasti pakkinn lítur meira út eins og nammibarinn í Hagkaup, sitt lítið af hverju sem ráðuneytin og ríkisstofnanirnar geta úthlutað.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ferðaþjónustan hafi orðið fyrir miklu meira og langvinnara tekjufalli en aðrir geirar. „Það er mjög mikilvægt að komið verði til móts við það, til þess að við verðum tilbúin að taka viðspyrnuna eins vel og við getum,“ sagði Jóhannes eftir kynningu ríkisstjórnarinnar í dag. Hann sagði eiga von á því að forsvarsmenn margra fyrirtækja muni reyna að koma þeim í var og loka. Sérstakar aðgerðir yfirvalda þurfi til að gera það kleift. „Þessar aðgerðir munu aðstoða þau fyrirtæki sem falla innan girðingar, ef svo má segja, við að koma til móts við kostnað sem fellur til á þeim tíma. Við verðum svo að vinna áfram með stjórnvöldum í að skoða hvaða leiðir eru mögulegar til að gera þetta var eins gott og mögulega er hægt.“ Jóhannes Þór sagði að næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar þurfi að taka mið af ferðaþjónustunni í heild. Mismunandi aðgerðir gætu þurft til handa mis stórum fyrirtækjum. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Grey Line, skrifaði pistil á Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld þar sem hann sagði aðgerðapakkan valda sér vonbrigðum. Hann sagði báða aðgerðapakkana gagnast stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar lítið sem ekkert. „Mesta höggið vegna Covid-19 er á ferðaþjónustuna. Þar er algjört tekjuhrun. Ef ferðaþjónustan á að vera til staðar þegar ferðamenn koma loksins aftur, þá þarf að halda í henni lífi og frysta lánagreiðslur. Brúarlánin duga ekki, því að bankarnir vilja enga áhættu taka af því að lána tekjulausum fyrirtækjum,“ skrifaði Þórir. Hann sagði ekkert tekið á því stóra viðfangsefni að halda ferðaþjónustunni á lífi meðan faraldurinn gangi yfir. „Nýjasti pakkinn lítur meira út eins og nammibarinn í Hagkaup, sitt lítið af hverju sem ráðuneytin og ríkisstofnanirnar geta úthlutað.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira