Viðskipti innlent

Íslendingar lenda í mestu veseni þegar þeir versla á netinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Netverslun virðist flækjast fyrir Íslendingum.
Netverslun virðist flækjast fyrir Íslendingum. nordicphotos/getty

Rúmlega þrír af hverjum fjórum Íslendingum lentu í vandræðum þegar þeir versluðu á netinu í fyrra. Engin þjóð í Evrópu virðist lenda í jafn miklu veseni við netkaup og Íslendingar ef marka má tölur frá hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat.

Það sem meira er; sífellt hærra hlutfall Íslendinga lendir í vandræðum við netverslun. Þannig var hlutfallið 66,7 prósent árið 2017 en var komið upp í 76,8 prósent í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn Hagstofu Íslands. Sé litið áratug aftur í tímann má sjá að rétt innan við 10 prósent íslenskra netverja greindu frá erfiðleikum í þessum efnum.

Meðal vandræða sem Hagstofan spurði um voru bilun í netkerfi vefverslunar, að varan berist kaupanda síðar en áætlað var, kostnaður sé hærri en áætlað var eða röng eða gölluð vara afhent.

Þrátt fyrir að netverslunarvesen sé að aukast virðist það ekki stöðva Íslendinga. Átta af hverjum tíu Íslendingum höfðu í byrjun árs 2019 verslað á netinu á síðastliðnu ári, samkvæmt fyrrnefndri rannsókn Hagstofunnar. Flestir keyptu tónlist eða kvikmyndir, aðgöngumiða á viðburði eða farmiða.

Nánari útlistun á rannsókn Hagstofunnar má sjá hér.

Hagstofa Íslands





Fleiri fréttir

Sjá meira


×