Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 07:44 Stór hluti fyrirtækjanna er í sjávarútvegi. Vísir/Jóhann Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. Undanþágurnar eru sagðar veittar í samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Alls starfa tuttugu fyrirtæki á grundvelli undanþágu að svo stöddu. Um er að ræða fyrirtæki í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi samkvæmt mati stjórnvalda. Sjá einnig: Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Í núgildandi samkomubanni, sem tók gildi þann 24. mars síðastliðinn, ber stjórnendum almennt að tryggja að fleiri en tuttugu séu ekki í sama rými á vinnustöðum eða í annarri starfsemi. Fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágu og flestum þeirra hafi verið hafnað. Lýsti furðu sinni yfir fjölda umsókna Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mikið af undanþágubeiðnum hafi komið inn á borð yfirvalda fram að þessu. „Ég vil aðeins lýsa fuðru minni á öllum þeim beiðnum um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni sem eru að berast. Það virðist vera mjög mikið um það að menn teji að þeir þurfi að fá sundanþágu frá sóttkví.“ Í ljósi þessa bað hann alla um að sýna aðstæðum skilning. „Það er náttúrulega mjög ólógískt að ætla að veita mjög mörgum undanþágu frá þessum aðgerðum því þá er hætta á því að við fáum bara aukningu í faraldurinn aftur.“ Horft til viðmiða sóttvarnalæknis Fram kemur í frétt heilbrigðisráðuneytisins að við mat á umsóknum um undanþágu frá samkomubanni hafi verið horft til viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða.“ Sjá einnig: Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu frá samkomubanninu er starfsemi fyrirtækja sem telst „kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, matvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.“ Þá er veiting undanþágu sögð þurfa að byggjast á því að nær ómögulegt sé að aðlaga starfsemina að reglunum. Eftirfarandi fyrirtæki starfa nú á grundvelli undanþágu samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu: Íslandspóstur Samtök iðnaðarins: Mjólkursamsalan. Austurvegur 65, 800 Selfoss Matfugl. Völuteigur 2, 270 Mosfellsbær Rio Tinto – Ísal í Straumsvík Alcoa á Reyðafirði Norðurál á Grundaratanga Terra í Hafnarfirði Elkem á Grundartanga Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum Nesfiskur ehf., Garði Oddi hf., Patreksfirði Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík Skinney-Þinganes hf., Hornafirði Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum Þorbjörn hf., Grindavík Brim hf., Reykjavík Fiskkaup hf., Reykjavík Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri Að sögn ráðuneytisins er listinn yfir sjávarútvegsfyrirtæki birtur „með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem aflaði upplýsinganna að ekki sé víst að listinn sé tæmandi“ Fréttin var uppfærð til að leiðrétta mistök í frétt heilbrigðisráðuneytisins. Þar vantaði upphaflega fjögur fyrirtæki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stóriðja Samkomubann á Íslandi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. Undanþágurnar eru sagðar veittar í samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Alls starfa tuttugu fyrirtæki á grundvelli undanþágu að svo stöddu. Um er að ræða fyrirtæki í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi samkvæmt mati stjórnvalda. Sjá einnig: Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Í núgildandi samkomubanni, sem tók gildi þann 24. mars síðastliðinn, ber stjórnendum almennt að tryggja að fleiri en tuttugu séu ekki í sama rými á vinnustöðum eða í annarri starfsemi. Fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágu og flestum þeirra hafi verið hafnað. Lýsti furðu sinni yfir fjölda umsókna Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mikið af undanþágubeiðnum hafi komið inn á borð yfirvalda fram að þessu. „Ég vil aðeins lýsa fuðru minni á öllum þeim beiðnum um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni sem eru að berast. Það virðist vera mjög mikið um það að menn teji að þeir þurfi að fá sundanþágu frá sóttkví.“ Í ljósi þessa bað hann alla um að sýna aðstæðum skilning. „Það er náttúrulega mjög ólógískt að ætla að veita mjög mörgum undanþágu frá þessum aðgerðum því þá er hætta á því að við fáum bara aukningu í faraldurinn aftur.“ Horft til viðmiða sóttvarnalæknis Fram kemur í frétt heilbrigðisráðuneytisins að við mat á umsóknum um undanþágu frá samkomubanni hafi verið horft til viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða.“ Sjá einnig: Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu frá samkomubanninu er starfsemi fyrirtækja sem telst „kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, matvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.“ Þá er veiting undanþágu sögð þurfa að byggjast á því að nær ómögulegt sé að aðlaga starfsemina að reglunum. Eftirfarandi fyrirtæki starfa nú á grundvelli undanþágu samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu: Íslandspóstur Samtök iðnaðarins: Mjólkursamsalan. Austurvegur 65, 800 Selfoss Matfugl. Völuteigur 2, 270 Mosfellsbær Rio Tinto – Ísal í Straumsvík Alcoa á Reyðafirði Norðurál á Grundaratanga Terra í Hafnarfirði Elkem á Grundartanga Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum Nesfiskur ehf., Garði Oddi hf., Patreksfirði Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík Skinney-Þinganes hf., Hornafirði Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum Þorbjörn hf., Grindavík Brim hf., Reykjavík Fiskkaup hf., Reykjavík Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri Að sögn ráðuneytisins er listinn yfir sjávarútvegsfyrirtæki birtur „með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem aflaði upplýsinganna að ekki sé víst að listinn sé tæmandi“ Fréttin var uppfærð til að leiðrétta mistök í frétt heilbrigðisráðuneytisins. Þar vantaði upphaflega fjögur fyrirtæki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stóriðja Samkomubann á Íslandi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira