Sérstakt að fara upp án fagnaðarláta Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 22:00 Viðar Örn Hafsteinsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. VÍSIR/GETTY Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í körfubolta, var í vinnunni sinni í Menntaskólanum á Egilsstöðum þegar hann frétti að liðið væri komið upp í Domino‘s-deildina. Stjórn KKÍ ákvað að flauta körfuboltatímabilið af vegna kórónuveirufaraldursins og óvissunnar sem af honum stafar. Um leið ákvað stjórnin að aðeins efsta lið 1. deildar á þeim tímapunkti, Höttur, færi upp í Domino‘s-deildina. „Ég var bara í vinnunni og fæ póst frá formanninum um að það væri komin niðurstaða í þetta, og að við myndum fara upp um deild. Það var mjög gott. Ég kláraði bara vinnudaginn, pakkaði í töskuna og fór heim og opnaði einn kaldan í sófanum,“ sagði Viðar léttur í bragði í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hamarsmenn voru tveimur stigum á eftir Hetti og áttu liðin eftir að mætast í óeiginlegum úrslitaleik um efsta sætið þegar tímabilið var flautað af. Þeir hafa harmað ákvörðun KKÍ og Viðar kveðst skilja afstöðu Hvergerðinga: „Já, já. Ég skil alveg að þeir séu fúlir með þetta. Það gerist bara þegar lið eru að leggja helling í þetta og ætla sér upp um deild. Auðvitað er þetta bara erfið staða og sérstök. Eins með það að komast upp um deild. Það voru engin fagnaðarlæti. Það vantar eitthvað í þetta. En það er ekkert við því að gera.“ Viðar segir að nú sé markmiðið að festa Hött í sessi í deild þeirra bestu: „Já, það er búin að vera stefnan í nokkur ár en gengið brösuglega. Við höfum farið tvisvar upp síðan ég byrjaði að þjálfa liðið og tvisvar alveg lóðbeint niður aftur. Það segir sig sjálft að í þessi tvö skipti vorum við bara ekki með nógu gott lið. Það er klárlega stefnan núna að stíga þannig á bensínið að við verðum með nógu gott lið og samkeppnishæft lið í Domino‘s-deildinni. Það er klárt mál.“ Klippa: Viðar Örn um Hött og Hamar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 „Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun?“ Formaður KKÍ er ósammála því að réttast hefði verið að bíða með að taka ákvörðun um það hvort og þá hvaða lið féllu úr Domino's-deildunum og hvaða lið færu upp úr 1. deild. 30. mars 2020 19:34 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í körfubolta, var í vinnunni sinni í Menntaskólanum á Egilsstöðum þegar hann frétti að liðið væri komið upp í Domino‘s-deildina. Stjórn KKÍ ákvað að flauta körfuboltatímabilið af vegna kórónuveirufaraldursins og óvissunnar sem af honum stafar. Um leið ákvað stjórnin að aðeins efsta lið 1. deildar á þeim tímapunkti, Höttur, færi upp í Domino‘s-deildina. „Ég var bara í vinnunni og fæ póst frá formanninum um að það væri komin niðurstaða í þetta, og að við myndum fara upp um deild. Það var mjög gott. Ég kláraði bara vinnudaginn, pakkaði í töskuna og fór heim og opnaði einn kaldan í sófanum,“ sagði Viðar léttur í bragði í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hamarsmenn voru tveimur stigum á eftir Hetti og áttu liðin eftir að mætast í óeiginlegum úrslitaleik um efsta sætið þegar tímabilið var flautað af. Þeir hafa harmað ákvörðun KKÍ og Viðar kveðst skilja afstöðu Hvergerðinga: „Já, já. Ég skil alveg að þeir séu fúlir með þetta. Það gerist bara þegar lið eru að leggja helling í þetta og ætla sér upp um deild. Auðvitað er þetta bara erfið staða og sérstök. Eins með það að komast upp um deild. Það voru engin fagnaðarlæti. Það vantar eitthvað í þetta. En það er ekkert við því að gera.“ Viðar segir að nú sé markmiðið að festa Hött í sessi í deild þeirra bestu: „Já, það er búin að vera stefnan í nokkur ár en gengið brösuglega. Við höfum farið tvisvar upp síðan ég byrjaði að þjálfa liðið og tvisvar alveg lóðbeint niður aftur. Það segir sig sjálft að í þessi tvö skipti vorum við bara ekki með nógu gott lið. Það er klárlega stefnan núna að stíga þannig á bensínið að við verðum með nógu gott lið og samkeppnishæft lið í Domino‘s-deildinni. Það er klárt mál.“ Klippa: Viðar Örn um Hött og Hamar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 „Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun?“ Formaður KKÍ er ósammála því að réttast hefði verið að bíða með að taka ákvörðun um það hvort og þá hvaða lið féllu úr Domino's-deildunum og hvaða lið færu upp úr 1. deild. 30. mars 2020 19:34 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30
„Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun?“ Formaður KKÍ er ósammála því að réttast hefði verið að bíða með að taka ákvörðun um það hvort og þá hvaða lið féllu úr Domino's-deildunum og hvaða lið færu upp úr 1. deild. 30. mars 2020 19:34
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40
Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum