ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 18:10 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Egill Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. Sömuleiðis kallar ASÍ eftir ítarlegri útfærslu á aðgerðunum. Í tilkynningu frá ASÍ segir Drífa Snædal, forseti sambandsins, að forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar hafi kosið að þróa tillögur til aðgerða við þessum fordæmalausu aðstæðum, í samtali við sjálft sig. „Reyndin er hins vegar sú að þekkingin og reynslan liggur hjá verkalýðshreyfingunni og aðeins með samtali og samvinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærðargráðu sem við nú stöndum frammi fyrir. Krafa okkar um samráð snýr að þessu,“ segir Drífa. Í tilkynningunni segir einnig að enn á ný beini stjórnvöld stuðningi sínum ekki að fólki heldur að fyrirtækjum. Þau geti sótt sér fjármuni í vasa almennings eftir óljósum reglum og óháð því hvort þau viðhaldi störfum, fari eftir kjarasamningum eða standi skil á framlagi sínu til samfélagsins. ASÍ styður tillögur um stuðning við einyrkja og um atvinnuuppbyggingu í gegnum innlenda matvælaframleiðslu, nýsköpun, rannsóknir og listir og menningu en segir þær fjarri því að mæta þeim mikla vanda sem blasi við vinnumarkaði. „Tillögur sem lúta sérstaklega að námsmönnum, bæði um sumarstörf og sumarnám, eru mikilvægar til að tryggja afkomuöryggi námsmanna sem þeirra njóta. Álagsgreiðslur til framlínustarfsfólks innan heilbrigðiskerfisins koma að einhverju leyti til móts við þann hóp fólks sem hefur lagt líf sitt í hættu í baráttunni við Covid-19. Verkalýðshreyfingin á þó að koma að útfærslu slíkra aðgerða og hún á ekki að vera eingöngu á hendi stjórnenda einstaka heilbrigðisstofnana,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Þar segir einnig að félagslegar aðgerðir sem lúta að fötluðu fólki og fjölskyldum fatlaðra barna, börnum af erlendum uppruna og öldruðum séu jákvæðar. Þær geti orðið til þess að milda langtímaáhrif kreppunnar. Þá segir í tilkynningu ASÍ að með aðgerðunum sé ekki leitast við að tryggja afkomuöryggi þeirra hópa sem hafi fallið á milli skips og bryggju í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þar eigi við einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma, óléttar konur og foreldra sem hafi misst úr vinnu vegna takmarkaðs leikskóla- og skólastarfs. „Þótt komið sé til móts við lítil fyrirtæki, sem er vel, er sá stuðningur ekki skilyrtur við að störfum sé viðhaldið. Ekki liggur fyrir útfærsla á tillögum um skattaafslætti í formi frestunar á skattgreiðslum til fyrirtækja en miðað við þær upplýsingar sem fram eru komnar eru engar kvaðir settar á fyrirtæki sem njóta slíkrar fyrirgreiðslu. ASÍ áréttar fyrri áherslur sínar um að stuðningur við fyrirtæki skuli skilyrtur því að störfum sé viðhaldið og grundvallarréttindi launafólks séu virt. Fyrirtæki eiga að sýna fram á að þau hafi nýtt eigin bjargir áður en þau sækja í sameiginlega sjóði og fyrirtæki sem svindla á úrræðum stjórnvalda eiga að sæta viðurlögum.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. Sömuleiðis kallar ASÍ eftir ítarlegri útfærslu á aðgerðunum. Í tilkynningu frá ASÍ segir Drífa Snædal, forseti sambandsins, að forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar hafi kosið að þróa tillögur til aðgerða við þessum fordæmalausu aðstæðum, í samtali við sjálft sig. „Reyndin er hins vegar sú að þekkingin og reynslan liggur hjá verkalýðshreyfingunni og aðeins með samtali og samvinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærðargráðu sem við nú stöndum frammi fyrir. Krafa okkar um samráð snýr að þessu,“ segir Drífa. Í tilkynningunni segir einnig að enn á ný beini stjórnvöld stuðningi sínum ekki að fólki heldur að fyrirtækjum. Þau geti sótt sér fjármuni í vasa almennings eftir óljósum reglum og óháð því hvort þau viðhaldi störfum, fari eftir kjarasamningum eða standi skil á framlagi sínu til samfélagsins. ASÍ styður tillögur um stuðning við einyrkja og um atvinnuuppbyggingu í gegnum innlenda matvælaframleiðslu, nýsköpun, rannsóknir og listir og menningu en segir þær fjarri því að mæta þeim mikla vanda sem blasi við vinnumarkaði. „Tillögur sem lúta sérstaklega að námsmönnum, bæði um sumarstörf og sumarnám, eru mikilvægar til að tryggja afkomuöryggi námsmanna sem þeirra njóta. Álagsgreiðslur til framlínustarfsfólks innan heilbrigðiskerfisins koma að einhverju leyti til móts við þann hóp fólks sem hefur lagt líf sitt í hættu í baráttunni við Covid-19. Verkalýðshreyfingin á þó að koma að útfærslu slíkra aðgerða og hún á ekki að vera eingöngu á hendi stjórnenda einstaka heilbrigðisstofnana,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Þar segir einnig að félagslegar aðgerðir sem lúta að fötluðu fólki og fjölskyldum fatlaðra barna, börnum af erlendum uppruna og öldruðum séu jákvæðar. Þær geti orðið til þess að milda langtímaáhrif kreppunnar. Þá segir í tilkynningu ASÍ að með aðgerðunum sé ekki leitast við að tryggja afkomuöryggi þeirra hópa sem hafi fallið á milli skips og bryggju í fyrri aðgerðum stjórnvalda. Þar eigi við einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma, óléttar konur og foreldra sem hafi misst úr vinnu vegna takmarkaðs leikskóla- og skólastarfs. „Þótt komið sé til móts við lítil fyrirtæki, sem er vel, er sá stuðningur ekki skilyrtur við að störfum sé viðhaldið. Ekki liggur fyrir útfærsla á tillögum um skattaafslætti í formi frestunar á skattgreiðslum til fyrirtækja en miðað við þær upplýsingar sem fram eru komnar eru engar kvaðir settar á fyrirtæki sem njóta slíkrar fyrirgreiðslu. ASÍ áréttar fyrri áherslur sínar um að stuðningur við fyrirtæki skuli skilyrtur því að störfum sé viðhaldið og grundvallarréttindi launafólks séu virt. Fyrirtæki eiga að sýna fram á að þau hafi nýtt eigin bjargir áður en þau sækja í sameiginlega sjóði og fyrirtæki sem svindla á úrræðum stjórnvalda eiga að sæta viðurlögum.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28 Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Heilbrigðisstarfsmenn fá milljarð í bónus Rúmlega 2000 þúsund heilbrigðisstarfsmenn eiga von á eingreiðslu vegna álagsins sem hefur fylgt kórónuveirufaraldrinum 21. apríl 2020 16:28
Bein útsending: Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12