Ekki lengur lítill fugl: Upphafið að gullöld Hauka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 10:00 Forsíða DV þriðjudaginn 25. apríl 2000. skjáskot af timarit.is Haukar eru stórveldi 21. aldarinnar í íslenskum karlahandbolta en frá aldamótum hafa þeir unnið hvorki fleiri né færri en 26 stóra titla. Íslandsmeistaratitlarnir eru tíu talsins, bikartitlarnir fimm og deildarmeistaratitlarnir ellefu. Segja má að gullöld Hauka hafi hafist fyrir alvöru á öðrum degi páska 2000, nánar tiltekið mánudagskvöldið 24. apríl. Þá varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Fram, 24-23, í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Hauka en þeir unnu þann fyrsta 1943. Haukar biðu því í 57 ár eftir titli númer tvö. Segja má að grunnurinn að Haukaveldinu hafi verið lagður í kringum 1990. Þá tók Þorgeir Haraldsson við formennsku í handknattleiksdeild Hauka og Tékkinn Petr Baumruk gekk í raðir liðsins. Stigu ekki stærsta skrefið Haukar voru með mjög svo frambærileg lið á 10. áratug síðustu aldar. Tímabilið 1993-94 urðu Haukar deildarmeistarar og komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir Val. Þremur árum síðar urðu Haukar bikarmeistarar. En alltaf vantaði að stíga stærsta skrefið. Það var ekki margt sem benti til þess að myndi gerast tímabilið 1999-2000. Haukar enduðu í 4. sæti Nissan-deildarinnar og voru sjö stigum á eftir deildarmeisturum Aftureldingar. Á miðju tímabili spurðist það út að Viggó Sigurðsson væri á leið aftur til Hauka og myndi taka við liðinu af Guðmundi Karlssyni eftir tímabilið. Það setti Hauka ekki út af laginu og eins svo mörg dæmi eru um íslenskum handbolta gerði þjálfari á útleið lið að Íslandsmeisturum. Í 8-liða úrslitunum slógu Haukar Eyjamenn úr leik. Í undanúrslitunum var Afturelding andstæðingurinn. Haukar unnu fyrsta leikinn, 25-31, en Afturelding tryggði sér oddaleik með eins marks sigri í leik tvö, 23-24. Oddaleikurinn var spennuþrunginn en Haukar unnu með minnsta mun, 25-26. Norðmaðurinn Kjetil Ellertsen skoraði sigurmarkið úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Haukar voru því komnir í úrslit í fyrsta sinn síðan 1994. Baumruk rifjaði upp gamla sóknartakta Fyrir úrslitarimmuna gegn Fram kom babb í bátinn hjá Haukum því Óskar Ármannsson meiddist. Guðmundur hafði hins vegar ás upp í erminni og lét Baumruk spila sókn sem hann hafði gert lítið af síðustu árin. Í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu gegn Fram steinlágu Haukar, 30-20. Það reyndist eina tap Hauka á útivelli í úrslitakeppninni 2000. Haukar voru bognir en ekki brotnir og unnu annan leikinn á heimavelli, 28-21, og eftir sigur í þriðja leiknum, 22-27, voru þeir komnir í lykilstöðu í einvíginu. Ísinn brotinn Íþróttahúsið í Strandgötu var orðið troðfullt löngu áður en leikur fjögur hófst. Haukar voru í miklum meirihluta í stúkunni og voru betri inni á vellinum. Þeir komust í 11-5 og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 13-10. Fram jafnaði í 15-15 en Haukar náðu aftur undirtökunum og unnu á endanum eins marks sigur, 24-23. Fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í 57 ár var því staðreynd. Haukar voru ekki lengur lítill fugl eins og segir í laginu. Íslandsmeistaralið Hauka 2000 Markverðir: Magnús Sigmundsson, Jónas Stefánsson Útileikmenn: Halldór Ingólfsson, Petr Baumruk, Aliaksandr Shamkuts, Gylfi Gylfason, Jón Karl Björnsson, Kjetil Ellertsen, Sigurður Þórðarson, Einar Jónsson, Óskar Ármannsson, Vignir Svavarsson, Sigurjón Sigurðsson, Einar Gunnarsson Þjálfari: Guðmundur Karlsson Haukar hömruðu járnið meðan það var heitt og gott lið varð enn betra tímabilið á eftir. Bjarni Frostason, Rúnar Sigtryggsson og Einar Örn Jónsson bættust í hópinn og Ásgeir Örn Hallgrímsson spratt fram á sjónarsviðið. Draumatímabil Haukar kvöddu líka íþróttahúsið við Strandgötu og fluttu í nýtt íþróttahús á Ásvöllum. Tímabilið 2000-01 urðu Haukar Íslands- og bikarmeistarar og komust í undanúrslit EHF-bikarsins þar sem þeir töpuðu fyrir Metkovic Jambo frá Króatíu. Í boði var úrslitarimma gegn Ólafi Stefánssyni, Alfreð Gíslasyni og félögum í Magdeburg. Af mörgum góðum Haukaliðum er liðið 2000-01 sennilega það besta. Haukar unnu fimm af sex Íslandsmeistaratitlum sem í boði voru á árunum 2000-05 og hafa alls unnið tíu slíka á þessari öld. Næstu lið (Fram, ÍBV og Valur) eru með tvo hver. Sex þjálfarar hafa gert Hauka að Íslandsmeisturum frá aldamótum; Guðmundur Karlsson, Viggó Sigurðsson, Páll Ólafsson, Aron Kristjánsson, Patrekur Jóhannesson og Gunnar Magnússon. Sá síðastnefndi er hættur hjá Haukum og við starfi hans tekur Aron. Þetta verður í þriðja sinn sem hann þjálfar Hauka. Hans verkefni verður að halda Haukum við toppinn og taka skref fram á við. Eins og áður sagði hafa Haukar unni 26 stóra titla á þessari öld en aðeins tveir hafa komið í hús síðustu fjögur tímabil. Því vilja metnaðarfullir Hafnfirðingar bæta úr. Stórir titlar Hauka á 21. öldinni Íslandsmeistarar (10)2000, 2001, 2003, 2004, 2005, 2008, 2009, 2010, 2015, 2016 Bikarmeistarar (5)2001, 2002, 2010, 2012, 2014 Deildarmeistarar (11)2002, 2003, 2004, 2005, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2016, 2019 Olís-deild karla Íslenski handboltinn Hafnarfjörður Einu sinni var... Haukar Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
Haukar eru stórveldi 21. aldarinnar í íslenskum karlahandbolta en frá aldamótum hafa þeir unnið hvorki fleiri né færri en 26 stóra titla. Íslandsmeistaratitlarnir eru tíu talsins, bikartitlarnir fimm og deildarmeistaratitlarnir ellefu. Segja má að gullöld Hauka hafi hafist fyrir alvöru á öðrum degi páska 2000, nánar tiltekið mánudagskvöldið 24. apríl. Þá varð liðið Íslandsmeistari eftir sigur á Fram, 24-23, í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Hauka en þeir unnu þann fyrsta 1943. Haukar biðu því í 57 ár eftir titli númer tvö. Segja má að grunnurinn að Haukaveldinu hafi verið lagður í kringum 1990. Þá tók Þorgeir Haraldsson við formennsku í handknattleiksdeild Hauka og Tékkinn Petr Baumruk gekk í raðir liðsins. Stigu ekki stærsta skrefið Haukar voru með mjög svo frambærileg lið á 10. áratug síðustu aldar. Tímabilið 1993-94 urðu Haukar deildarmeistarar og komust í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir Val. Þremur árum síðar urðu Haukar bikarmeistarar. En alltaf vantaði að stíga stærsta skrefið. Það var ekki margt sem benti til þess að myndi gerast tímabilið 1999-2000. Haukar enduðu í 4. sæti Nissan-deildarinnar og voru sjö stigum á eftir deildarmeisturum Aftureldingar. Á miðju tímabili spurðist það út að Viggó Sigurðsson væri á leið aftur til Hauka og myndi taka við liðinu af Guðmundi Karlssyni eftir tímabilið. Það setti Hauka ekki út af laginu og eins svo mörg dæmi eru um íslenskum handbolta gerði þjálfari á útleið lið að Íslandsmeisturum. Í 8-liða úrslitunum slógu Haukar Eyjamenn úr leik. Í undanúrslitunum var Afturelding andstæðingurinn. Haukar unnu fyrsta leikinn, 25-31, en Afturelding tryggði sér oddaleik með eins marks sigri í leik tvö, 23-24. Oddaleikurinn var spennuþrunginn en Haukar unnu með minnsta mun, 25-26. Norðmaðurinn Kjetil Ellertsen skoraði sigurmarkið úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Haukar voru því komnir í úrslit í fyrsta sinn síðan 1994. Baumruk rifjaði upp gamla sóknartakta Fyrir úrslitarimmuna gegn Fram kom babb í bátinn hjá Haukum því Óskar Ármannsson meiddist. Guðmundur hafði hins vegar ás upp í erminni og lét Baumruk spila sókn sem hann hafði gert lítið af síðustu árin. Í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu gegn Fram steinlágu Haukar, 30-20. Það reyndist eina tap Hauka á útivelli í úrslitakeppninni 2000. Haukar voru bognir en ekki brotnir og unnu annan leikinn á heimavelli, 28-21, og eftir sigur í þriðja leiknum, 22-27, voru þeir komnir í lykilstöðu í einvíginu. Ísinn brotinn Íþróttahúsið í Strandgötu var orðið troðfullt löngu áður en leikur fjögur hófst. Haukar voru í miklum meirihluta í stúkunni og voru betri inni á vellinum. Þeir komust í 11-5 og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 13-10. Fram jafnaði í 15-15 en Haukar náðu aftur undirtökunum og unnu á endanum eins marks sigur, 24-23. Fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í 57 ár var því staðreynd. Haukar voru ekki lengur lítill fugl eins og segir í laginu. Íslandsmeistaralið Hauka 2000 Markverðir: Magnús Sigmundsson, Jónas Stefánsson Útileikmenn: Halldór Ingólfsson, Petr Baumruk, Aliaksandr Shamkuts, Gylfi Gylfason, Jón Karl Björnsson, Kjetil Ellertsen, Sigurður Þórðarson, Einar Jónsson, Óskar Ármannsson, Vignir Svavarsson, Sigurjón Sigurðsson, Einar Gunnarsson Þjálfari: Guðmundur Karlsson Haukar hömruðu járnið meðan það var heitt og gott lið varð enn betra tímabilið á eftir. Bjarni Frostason, Rúnar Sigtryggsson og Einar Örn Jónsson bættust í hópinn og Ásgeir Örn Hallgrímsson spratt fram á sjónarsviðið. Draumatímabil Haukar kvöddu líka íþróttahúsið við Strandgötu og fluttu í nýtt íþróttahús á Ásvöllum. Tímabilið 2000-01 urðu Haukar Íslands- og bikarmeistarar og komust í undanúrslit EHF-bikarsins þar sem þeir töpuðu fyrir Metkovic Jambo frá Króatíu. Í boði var úrslitarimma gegn Ólafi Stefánssyni, Alfreð Gíslasyni og félögum í Magdeburg. Af mörgum góðum Haukaliðum er liðið 2000-01 sennilega það besta. Haukar unnu fimm af sex Íslandsmeistaratitlum sem í boði voru á árunum 2000-05 og hafa alls unnið tíu slíka á þessari öld. Næstu lið (Fram, ÍBV og Valur) eru með tvo hver. Sex þjálfarar hafa gert Hauka að Íslandsmeisturum frá aldamótum; Guðmundur Karlsson, Viggó Sigurðsson, Páll Ólafsson, Aron Kristjánsson, Patrekur Jóhannesson og Gunnar Magnússon. Sá síðastnefndi er hættur hjá Haukum og við starfi hans tekur Aron. Þetta verður í þriðja sinn sem hann þjálfar Hauka. Hans verkefni verður að halda Haukum við toppinn og taka skref fram á við. Eins og áður sagði hafa Haukar unni 26 stóra titla á þessari öld en aðeins tveir hafa komið í hús síðustu fjögur tímabil. Því vilja metnaðarfullir Hafnfirðingar bæta úr. Stórir titlar Hauka á 21. öldinni Íslandsmeistarar (10)2000, 2001, 2003, 2004, 2005, 2008, 2009, 2010, 2015, 2016 Bikarmeistarar (5)2001, 2002, 2010, 2012, 2014 Deildarmeistarar (11)2002, 2003, 2004, 2005, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2016, 2019
Markverðir: Magnús Sigmundsson, Jónas Stefánsson Útileikmenn: Halldór Ingólfsson, Petr Baumruk, Aliaksandr Shamkuts, Gylfi Gylfason, Jón Karl Björnsson, Kjetil Ellertsen, Sigurður Þórðarson, Einar Jónsson, Óskar Ármannsson, Vignir Svavarsson, Sigurjón Sigurðsson, Einar Gunnarsson Þjálfari: Guðmundur Karlsson
Íslandsmeistarar (10)2000, 2001, 2003, 2004, 2005, 2008, 2009, 2010, 2015, 2016 Bikarmeistarar (5)2001, 2002, 2010, 2012, 2014 Deildarmeistarar (11)2002, 2003, 2004, 2005, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2016, 2019
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Hafnarfjörður Einu sinni var... Haukar Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira