Virkum smitum fækkar á Ítalíu í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 23:47 Sýni rannsökuð á Ítalíu. EPA/Filippo Venezia Virkum smitum fækkaði á Ítalíu í dag og er það í fyrsta sinn frá því að faraldur nýju kórónuveirunnar náði þar fyrst fótfestu. Samkvæmt opinberum tölum dagsins eru 108.237 með Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, á Ítalíu og fækkaði þeim um tuttugu á milli daga. Í gær hafði virkum smitum fjölgað um 486 á milli daga, samkvæmt ítölsku fréttaveitunni ANSA. Virk smit ná ekki yfir þá sem hafa náð sér af sjúkdómnum eða dáið. Heilt yfir, fjölgaði smitum um 1,2 prósent. Sú tala hefur aldrei verið lægri. Sömuleiðis hefur fólki á gjörgæslu fækkað. Þar var fækkunin 62 á milli daga. Sú þróun er þó ekki ný. 24.114 manns hafa dáið vegna kórónuveirunnar á Ítalíu. Þeim fjölgaði um 454 á milli daga en degi áður voru þeir 433. Þær tölur ná þó eingöngu yfir þá sem hafa dáið á sjúkrahúsum. Ekki fólk sem dáið hefur á heimilum sínum eða dvalarheimilum. Þá náðu 1.822 sér af veirunni á milli daga og alls hafa 48.877 náð sér. í frétt BBC segir að yfirvöld Ítalíu hafi tekið þessum fregnum vel. Ljóst sé að landið sé á réttri stefnu en enn sé langt í land. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Conte myndi engu breyta og segir ESB þurfa að taka sig á Forsætisráðherra Ítalíu stendur við aðgerðir ítalskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. 9. apríl 2020 10:42 Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 8. apríl 2020 11:51 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Virkum smitum fækkaði á Ítalíu í dag og er það í fyrsta sinn frá því að faraldur nýju kórónuveirunnar náði þar fyrst fótfestu. Samkvæmt opinberum tölum dagsins eru 108.237 með Covid-19, sjúkdóminn sem veiran veldur, á Ítalíu og fækkaði þeim um tuttugu á milli daga. Í gær hafði virkum smitum fjölgað um 486 á milli daga, samkvæmt ítölsku fréttaveitunni ANSA. Virk smit ná ekki yfir þá sem hafa náð sér af sjúkdómnum eða dáið. Heilt yfir, fjölgaði smitum um 1,2 prósent. Sú tala hefur aldrei verið lægri. Sömuleiðis hefur fólki á gjörgæslu fækkað. Þar var fækkunin 62 á milli daga. Sú þróun er þó ekki ný. 24.114 manns hafa dáið vegna kórónuveirunnar á Ítalíu. Þeim fjölgaði um 454 á milli daga en degi áður voru þeir 433. Þær tölur ná þó eingöngu yfir þá sem hafa dáið á sjúkrahúsum. Ekki fólk sem dáið hefur á heimilum sínum eða dvalarheimilum. Þá náðu 1.822 sér af veirunni á milli daga og alls hafa 48.877 náð sér. í frétt BBC segir að yfirvöld Ítalíu hafi tekið þessum fregnum vel. Ljóst sé að landið sé á réttri stefnu en enn sé langt í land.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Conte myndi engu breyta og segir ESB þurfa að taka sig á Forsætisráðherra Ítalíu stendur við aðgerðir ítalskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. 9. apríl 2020 10:42 Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 8. apríl 2020 11:51 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Conte myndi engu breyta og segir ESB þurfa að taka sig á Forsætisráðherra Ítalíu stendur við aðgerðir ítalskra stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. 9. apríl 2020 10:42
Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Spænskir ráðamenn vara við því að framtíð Evrópusambandsins sjálfs sé að veði ef aðildarríki þess ná ekki samkomulagi um efnahagslegar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. 8. apríl 2020 11:51