Innlent

Álftinni Fannari bjargað frá drukknun í Læknum í Hafnarfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Óttast var að Fannar myndi drukkna í læknum.
Óttast var að Fannar myndi drukkna í læknum.

Neyðarlínunni barst í gær símtal úr Hafnarfirði þar sem álftarungi hafði komist í hann krappan í Læknum. Óttast var að álftin myndi drukkna og þurfti að bregðast hratt við, samkvæmt Facebookfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Með aðstoð vegfarenda tókst Guðmundi Fylkissyni, aðalvarðstjóra, að bjarga álftinni.

Það mun þó hafa verið tvísýnt útlitið um tíma þar sem álftin flaut á hvolfi með haus og vængi á kafi.

Álftin hefur fengið nafið Fannar og er talinn um tveggja ára gamall. Hann var færður til aðhlynningar hjá dýravinum í Kjósinni.

Hér að neðan má sjá færslu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×