Birkir um fangelsisdvölina: „Umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2020 14:12 Birkir lék 74 A-landsleiki, þann fyrsta 1988 og þann síðasta 2004. vísir/getty Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, var í viðtali við Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um fangelsisvist sína. Birkir var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir efnahagsbrot í desember 2015. Hann var viðskiptastjóri hjá einkabankaþjónustu Glitnis fyrir hrun. Birkir og þrír aðrir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Hann fékk upphaflega fimm ára dóm en Hæstiréttur mildaði hann í fjögur ár. „Ég fékk dóminn 3. desember 2015 og fór beint inn í Fangelsismálastofnun daginn eftir og bað um að fá hefja afplánun,“ sagði Birkir. „Ég held að allar tímasetningar séu ömurlegar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagnvart fjölskyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að ákveða að ef þetta færi á versta veg myndi ég hefja afplánun einn, tveir og þrír því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausamótunum á mér. Ég vildi klára þetta og ganga í verkið.“ Birkir hóf afplánun um viku eftir að dómurinn var kveðinn upp. Fyrstu dagana var hann í fangelsinu á Skólavörðustíg en var svo fluttur á Kvíabryggju skömmu fyrir jól. „Talandi um skrítna tíma þá voru þetta skrítnir tímar og ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Maður bað ekki um það og langaði ekki til þess. En þegar dómurinn var kominn var ekkert annað en að fylgja honum, bíta í það súra epli og takast á við það,“ sagði Birkir. Birkir og Nwanku Kanu fyrir leik Íslands og Nígeríu á HM 2018.vísir/vilhelm „Það er ýmislegt sem situr eftir varðandi það. Þarna kynntist maður ákveðnu lífi og fólki sem hefur lent utan vegar og var ekki með fjölskyldu og vini til að bakka sig upp. Þetta er umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið sem maður hefur. Maður á kannski bara að þakka fyrir það. En þessi tími leið fljótt og með hjálp vina og vandamanna gekk þetta vel.“ Birkir lauk endanlega við að afplána dóminn í byrjun desember á síðasta ári. „Þú afplánar dóminn á ýmsum stigum. Ég var hátt í eitt ár fyrir vestan [á Kvíabryggju], síðan ferðu á Vernd og svo færðu ökklaband. Þetta er ferli sem er hugsað til að menn byggi sig aftur upp, komi sér aftur á fætur og inn í þjóðfélagið,“ sagði Birkir. Hann segir að dvölin á Kvíabryggju hafi verið bærileg. Birkir í landsleik gegn Tékklandi í undankeppni HM 2002.vísir/getty „Mér leið alveg ágætlega. Þetta er skrítið og þú setur þig inn í þetta umhverfi. Þarna er gott fólk og þetta var miklu betra en ég átti von á. Auðvitað er þetta frelsissvipting og það er enginn sem óskar sér þess. Það var kannski það erfiðasta. Þú ert bara þarna og ferð ekkert. Þú færð að fara út á lóðina, getur unnið í búverkum og haldið þér við líkamlega. Þetta er umhverfi sem þú ferð inn í og sættir þig við.“ Birkir lék 74 landsleiki og er leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Hann lék með Einherja, KA, ÍA, Fram og ÍBV hér á landi, Brann í Noregi, Norrköping í Svíþjóð, Austria Lustenau í Austurríki og Stoke City í Englandi. Hann lék 321 leik í efstu deild og er leikjahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Hlusta má á viðtalið við Birki í heild sinni með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Hrunið Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, var í viðtali við Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um fangelsisvist sína. Birkir var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir efnahagsbrot í desember 2015. Hann var viðskiptastjóri hjá einkabankaþjónustu Glitnis fyrir hrun. Birkir og þrír aðrir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Hann fékk upphaflega fimm ára dóm en Hæstiréttur mildaði hann í fjögur ár. „Ég fékk dóminn 3. desember 2015 og fór beint inn í Fangelsismálastofnun daginn eftir og bað um að fá hefja afplánun,“ sagði Birkir. „Ég held að allar tímasetningar séu ömurlegar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagnvart fjölskyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að ákveða að ef þetta færi á versta veg myndi ég hefja afplánun einn, tveir og þrír því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausamótunum á mér. Ég vildi klára þetta og ganga í verkið.“ Birkir hóf afplánun um viku eftir að dómurinn var kveðinn upp. Fyrstu dagana var hann í fangelsinu á Skólavörðustíg en var svo fluttur á Kvíabryggju skömmu fyrir jól. „Talandi um skrítna tíma þá voru þetta skrítnir tímar og ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Maður bað ekki um það og langaði ekki til þess. En þegar dómurinn var kominn var ekkert annað en að fylgja honum, bíta í það súra epli og takast á við það,“ sagði Birkir. Birkir og Nwanku Kanu fyrir leik Íslands og Nígeríu á HM 2018.vísir/vilhelm „Það er ýmislegt sem situr eftir varðandi það. Þarna kynntist maður ákveðnu lífi og fólki sem hefur lent utan vegar og var ekki með fjölskyldu og vini til að bakka sig upp. Þetta er umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið sem maður hefur. Maður á kannski bara að þakka fyrir það. En þessi tími leið fljótt og með hjálp vina og vandamanna gekk þetta vel.“ Birkir lauk endanlega við að afplána dóminn í byrjun desember á síðasta ári. „Þú afplánar dóminn á ýmsum stigum. Ég var hátt í eitt ár fyrir vestan [á Kvíabryggju], síðan ferðu á Vernd og svo færðu ökklaband. Þetta er ferli sem er hugsað til að menn byggi sig aftur upp, komi sér aftur á fætur og inn í þjóðfélagið,“ sagði Birkir. Hann segir að dvölin á Kvíabryggju hafi verið bærileg. Birkir í landsleik gegn Tékklandi í undankeppni HM 2002.vísir/getty „Mér leið alveg ágætlega. Þetta er skrítið og þú setur þig inn í þetta umhverfi. Þarna er gott fólk og þetta var miklu betra en ég átti von á. Auðvitað er þetta frelsissvipting og það er enginn sem óskar sér þess. Það var kannski það erfiðasta. Þú ert bara þarna og ferð ekkert. Þú færð að fara út á lóðina, getur unnið í búverkum og haldið þér við líkamlega. Þetta er umhverfi sem þú ferð inn í og sættir þig við.“ Birkir lék 74 landsleiki og er leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Hann lék með Einherja, KA, ÍA, Fram og ÍBV hér á landi, Brann í Noregi, Norrköping í Svíþjóð, Austria Lustenau í Austurríki og Stoke City í Englandi. Hann lék 321 leik í efstu deild og er leikjahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Hlusta má á viðtalið við Birki í heild sinni með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Hrunið Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti