Rússar vakna við vondan draum Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2020 11:18 Frá borginni Grozny í Rússlandi. AP/Musa Sadulayev Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. Í raun hefur hún hækkað sjö daga í röð. Þrátt fyrir að yfirvöld Rússlands hafi skipað fólki að halda sig heima þessa vikuna og gefið í skyn að þau tilmæli verði framlengd, hefur ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, haldið því fram að hægt væri að sigrast á veirunni án inngrips í rússneskt samfélag. Ríkismiðlar Rússlands hafa gagnrýnt önnur Evrópuríki og Bandaríkin harðlega fyrir viðbrögð þeirra vegna faraldursins og baðað Rússland dýrðarljóma fyrir viðbrögð ríkisstjórnar Pútín. Meðal annars hafa miðlarnir haldið því fram að Rússar hafi uppgötvað lækningu við veirunni, sem var þó bara malaríulyf sem þróað var í Bandaríkjunum. Engin lækning eða bóluefni við Covid-19 er til. Því hefur einnig verið haldið fram í rússneskum miðlum að veiran hafi verið búin til í Bandaríkjunum og Úkraínu. Vilja losna við þvinganir vegna faraldursins Á sama tíma hafa yfirvöld Rússlands kallað eftir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu, og önnur ríki eins og Norður-Kórea hafa verið beitt, verði felldar niður vegna faraldursins, sem á þó ekki að hafa náð fótfestu í Rússlandi og einræðisstjórn Norður-Kóreu heldur því fram að enginn hafi smitast þar í landi. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands, Kúbu, Níkaragva, Norður-Kóreu og Venesúela sendu bréf til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í síðustu viku þar sem þessi afstaða var ítrekuð. Sergei Sobyanin. borgarstjóri Moskvu, sat ríkisstjórnarfund í gær. Þar sagði hann útlit fyrir að mun fleiri væru smitaðir í Rússlandi en staðfest hefur verið.AP/Alexander Astafyev Umfangið líklega meira en viðurkennt er Útlit er þó fyrir að faraldurinn hafi náð til Rússlands og umfang hans þar sé mun meira en yfirvöld landsins vilja viðurkenna. Skimun fyrir kórónuveirunni er umdeild í Rússlandi og þrátt fyrir að minnst sautján hafi látið lífið telja sérfræðingar að raunverulega talan sé mun hærri. Þó ríkisstjórnin segi faraldurinn ekki hafa náð til Rússlands, hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða, auk þess að skipa fólki að halda sig heima þessa vikuna. Dúman, neðri deild þings Rússlands, samþykkti í gær ný lög sem fela í sér að það að dreifa upplýsingum sem sagðar eru rangar um faraldurinn gæti falið í sér fimm ára fangelsisdóm. Þá samþykkti þingið í dag að hægt væri að dæma fólk til sjö ára fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn sóttkví. Einnig samþykkti Dúman að veita ríkisstjórn Pútín heimild til að lýsa yfir neyðarástandi, verði talið tilefni til þess. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri. Í raun hefur hún hækkað sjö daga í röð. Þrátt fyrir að yfirvöld Rússlands hafi skipað fólki að halda sig heima þessa vikuna og gefið í skyn að þau tilmæli verði framlengd, hefur ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, haldið því fram að hægt væri að sigrast á veirunni án inngrips í rússneskt samfélag. Ríkismiðlar Rússlands hafa gagnrýnt önnur Evrópuríki og Bandaríkin harðlega fyrir viðbrögð þeirra vegna faraldursins og baðað Rússland dýrðarljóma fyrir viðbrögð ríkisstjórnar Pútín. Meðal annars hafa miðlarnir haldið því fram að Rússar hafi uppgötvað lækningu við veirunni, sem var þó bara malaríulyf sem þróað var í Bandaríkjunum. Engin lækning eða bóluefni við Covid-19 er til. Því hefur einnig verið haldið fram í rússneskum miðlum að veiran hafi verið búin til í Bandaríkjunum og Úkraínu. Vilja losna við þvinganir vegna faraldursins Á sama tíma hafa yfirvöld Rússlands kallað eftir því að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir sem ríkið hefur verið beitt vegna innrásarinnar í Úkraínu, og önnur ríki eins og Norður-Kórea hafa verið beitt, verði felldar niður vegna faraldursins, sem á þó ekki að hafa náð fótfestu í Rússlandi og einræðisstjórn Norður-Kóreu heldur því fram að enginn hafi smitast þar í landi. Ríkisstjórnir Rússlands, Kína, Íran, Sýrlands, Kúbu, Níkaragva, Norður-Kóreu og Venesúela sendu bréf til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í síðustu viku þar sem þessi afstaða var ítrekuð. Sergei Sobyanin. borgarstjóri Moskvu, sat ríkisstjórnarfund í gær. Þar sagði hann útlit fyrir að mun fleiri væru smitaðir í Rússlandi en staðfest hefur verið.AP/Alexander Astafyev Umfangið líklega meira en viðurkennt er Útlit er þó fyrir að faraldurinn hafi náð til Rússlands og umfang hans þar sé mun meira en yfirvöld landsins vilja viðurkenna. Skimun fyrir kórónuveirunni er umdeild í Rússlandi og þrátt fyrir að minnst sautján hafi látið lífið telja sérfræðingar að raunverulega talan sé mun hærri. Þó ríkisstjórnin segi faraldurinn ekki hafa náð til Rússlands, hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða, auk þess að skipa fólki að halda sig heima þessa vikuna. Dúman, neðri deild þings Rússlands, samþykkti í gær ný lög sem fela í sér að það að dreifa upplýsingum sem sagðar eru rangar um faraldurinn gæti falið í sér fimm ára fangelsisdóm. Þá samþykkti þingið í dag að hægt væri að dæma fólk til sjö ára fangelsisvistar fyrir að brjóta gegn sóttkví. Einnig samþykkti Dúman að veita ríkisstjórn Pútín heimild til að lýsa yfir neyðarástandi, verði talið tilefni til þess.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira