Feðgar fluttu stuðningsmannasöng til Víðis, Þórólfs og Ölmu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2020 11:30 Fallegur flutning hjá þessum feðgum. Feðgarnir Leifur Geir Hafsteinsson og Kristján Steinn Leifsson sendu frá sér myndband á Facebook í gær þar sem þeir fluttu stuðningsmannasöng til Víðis Reynissonar, Þórólf Guðnason og Ölmu Möller. Lagið heitir Ferðumst innanhúss og leikur Leifur á gítar og Kristján á trompet. Myndbandið hefur vakið töluverða athygli á miðlinum en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á það 1500 sinnum. Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Hér fyrir neðan er textinn við lagið. FERÐUMST INNANHÚSS 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar, Með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og ferðumst innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæra vina, Og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins, þá líst mér best á það, Að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, Að dúllast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Í leit að góðu matarævintýri, Er um að gera‘að reyna lítinn klæk, Í eldhúsinu tökum við höndum saman spræk Nei, við sækjum ekki vatnið yfir læk Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Garanterað að við fáum hagstætt verð Förum í fínasta púss, Og eldum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Ef langar þig að hjóla út í buskann, En veðrið tekur úr þér alla drift Þá skelltu vatni‘í brúsann, og stingd‘í samband vift- -unni og taktu trainertúr á Zwift Góða ferð, góða ferð, hjólaferð, Þú átt Carbonhjóls af allra bestu gerð Já, ekki þetta fúss, Við hjólum innanhúss, Góða ferð, hjólaferð já góða ferð 5. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan, Og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt, Góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er útilega‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og kúrum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 6. Nú þurfa allir þétt að standa saman Og koma COVID-stríðinu á skrið, Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði‘og ferðumst heima við Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, Að ferðast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Sjá meira
Feðgarnir Leifur Geir Hafsteinsson og Kristján Steinn Leifsson sendu frá sér myndband á Facebook í gær þar sem þeir fluttu stuðningsmannasöng til Víðis Reynissonar, Þórólf Guðnason og Ölmu Möller. Lagið heitir Ferðumst innanhúss og leikur Leifur á gítar og Kristján á trompet. Myndbandið hefur vakið töluverða athygli á miðlinum en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á það 1500 sinnum. Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Hér fyrir neðan er textinn við lagið. FERÐUMST INNANHÚSS 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar, Með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og ferðumst innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæra vina, Og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins, þá líst mér best á það, Að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, Að dúllast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Í leit að góðu matarævintýri, Er um að gera‘að reyna lítinn klæk, Í eldhúsinu tökum við höndum saman spræk Nei, við sækjum ekki vatnið yfir læk Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Garanterað að við fáum hagstætt verð Förum í fínasta púss, Og eldum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Ef langar þig að hjóla út í buskann, En veðrið tekur úr þér alla drift Þá skelltu vatni‘í brúsann, og stingd‘í samband vift- -unni og taktu trainertúr á Zwift Góða ferð, góða ferð, hjólaferð, Þú átt Carbonhjóls af allra bestu gerð Já, ekki þetta fúss, Við hjólum innanhúss, Góða ferð, hjólaferð já góða ferð 5. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan, Og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt, Góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er útilega‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og kúrum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 6. Nú þurfa allir þétt að standa saman Og koma COVID-stríðinu á skrið, Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði‘og ferðumst heima við Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, Að ferðast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Sjá meira