Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg og ríki samþykktir Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 15:04 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/vilhelm Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríki hafa greitt atkvæði um kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun mars. Báðir samningar voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Enn hefur ekki náðst samningur milli félagsmanna Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að af þeim 777 sem greiddu atkvæði um Reykjavíkurborgarsamninginn sögðu 92% já og 6% nei. 2% tóku ekki afstöðu. Alls voru 1858 á kjörskrá og kjörsókn því 42%. Af þeim 72 sem greiddu atkvæði um ríkissamninginn sögðu 96% já og 3% sögðu nei. 1% tók ekki afstöðu. Alls voru 545 á kjörskrá og kjörsókn því 13%. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi mánudaginn 23. mars til hádegis í dag föstudaginn 27. mars. Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun „Niðurstaðan felur í sér staðfestingu á því að mikilvægt skref hefur verið stigið í leiðréttingu lægstu launa. Stoltust er ég af að hafa tekið þátt í því að auka virðingu og kjör láglaunakvenna í sögulega vanmetnum störfum. Þessir samningar eru sannarlega eftirtektarvert innlegg í baráttu láglaunakvenna fyrir að vera metnar að verðleikum. Um leið vil ég taka fram að baráttan heldur áfram. Næsti slagur felst í því að ná samsvarandi samningum fyrir félaga okkar hjá hinum sveitarfélögunum. Svo höldum við áfram að ryðja brautina fyrir betra lífi fyrir okkar fólk,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu. Reykjavík Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríki hafa greitt atkvæði um kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun mars. Báðir samningar voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Enn hefur ekki náðst samningur milli félagsmanna Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að af þeim 777 sem greiddu atkvæði um Reykjavíkurborgarsamninginn sögðu 92% já og 6% nei. 2% tóku ekki afstöðu. Alls voru 1858 á kjörskrá og kjörsókn því 42%. Af þeim 72 sem greiddu atkvæði um ríkissamninginn sögðu 96% já og 3% sögðu nei. 1% tók ekki afstöðu. Alls voru 545 á kjörskrá og kjörsókn því 13%. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi mánudaginn 23. mars til hádegis í dag föstudaginn 27. mars. Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun „Niðurstaðan felur í sér staðfestingu á því að mikilvægt skref hefur verið stigið í leiðréttingu lægstu launa. Stoltust er ég af að hafa tekið þátt í því að auka virðingu og kjör láglaunakvenna í sögulega vanmetnum störfum. Þessir samningar eru sannarlega eftirtektarvert innlegg í baráttu láglaunakvenna fyrir að vera metnar að verðleikum. Um leið vil ég taka fram að baráttan heldur áfram. Næsti slagur felst í því að ná samsvarandi samningum fyrir félaga okkar hjá hinum sveitarfélögunum. Svo höldum við áfram að ryðja brautina fyrir betra lífi fyrir okkar fólk,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu.
Reykjavík Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17
Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12
Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12
Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22