Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg og ríki samþykktir Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 15:04 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/vilhelm Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríki hafa greitt atkvæði um kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun mars. Báðir samningar voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Enn hefur ekki náðst samningur milli félagsmanna Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að af þeim 777 sem greiddu atkvæði um Reykjavíkurborgarsamninginn sögðu 92% já og 6% nei. 2% tóku ekki afstöðu. Alls voru 1858 á kjörskrá og kjörsókn því 42%. Af þeim 72 sem greiddu atkvæði um ríkissamninginn sögðu 96% já og 3% sögðu nei. 1% tók ekki afstöðu. Alls voru 545 á kjörskrá og kjörsókn því 13%. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi mánudaginn 23. mars til hádegis í dag föstudaginn 27. mars. Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun „Niðurstaðan felur í sér staðfestingu á því að mikilvægt skref hefur verið stigið í leiðréttingu lægstu launa. Stoltust er ég af að hafa tekið þátt í því að auka virðingu og kjör láglaunakvenna í sögulega vanmetnum störfum. Þessir samningar eru sannarlega eftirtektarvert innlegg í baráttu láglaunakvenna fyrir að vera metnar að verðleikum. Um leið vil ég taka fram að baráttan heldur áfram. Næsti slagur felst í því að ná samsvarandi samningum fyrir félaga okkar hjá hinum sveitarfélögunum. Svo höldum við áfram að ryðja brautina fyrir betra lífi fyrir okkar fólk,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu. Reykjavík Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríki hafa greitt atkvæði um kjarasamninga sem undirritaðir voru í byrjun mars. Báðir samningar voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Enn hefur ekki náðst samningur milli félagsmanna Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá einnig: Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að af þeim 777 sem greiddu atkvæði um Reykjavíkurborgarsamninginn sögðu 92% já og 6% nei. 2% tóku ekki afstöðu. Alls voru 1858 á kjörskrá og kjörsókn því 42%. Af þeim 72 sem greiddu atkvæði um ríkissamninginn sögðu 96% já og 3% sögðu nei. 1% tók ekki afstöðu. Alls voru 545 á kjörskrá og kjörsókn því 13%. Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi mánudaginn 23. mars til hádegis í dag föstudaginn 27. mars. Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun „Niðurstaðan felur í sér staðfestingu á því að mikilvægt skref hefur verið stigið í leiðréttingu lægstu launa. Stoltust er ég af að hafa tekið þátt í því að auka virðingu og kjör láglaunakvenna í sögulega vanmetnum störfum. Þessir samningar eru sannarlega eftirtektarvert innlegg í baráttu láglaunakvenna fyrir að vera metnar að verðleikum. Um leið vil ég taka fram að baráttan heldur áfram. Næsti slagur felst í því að ná samsvarandi samningum fyrir félaga okkar hjá hinum sveitarfélögunum. Svo höldum við áfram að ryðja brautina fyrir betra lífi fyrir okkar fólk,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu.
Reykjavík Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12 Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Efling frestar verkfalli vegna veirunnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur frestað verkfallsaðgerðum frá og með morgundeginum, 25. mars 2020. 24. mars 2020 09:17
Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12
Fundað í kjaradeilum Eflingar og hjúkrunarfræðinga á morgun Saminganefnd Eflingar mun leggja fram hugmyndir á fundi með samninganefnd sveitarfélaganna á morgun um hvernig megi útfæra samninga við Reykjavíkurborg og ríki yfir á sveitarfélögin. 23. mars 2020 14:12
Sveitarfélögin höfnuðu tilboði Eflingar Fundi í kjaradeilu Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga lauk í morgun, án niðurstöðu. 16. mars 2020 13:22