Menning

Bein útsending: Mávurinn

Tinni Sveinsson skrifar
Úr sýningunni Mávurinn eftir Anton Tsjékov.
Úr sýningunni Mávurinn eftir Anton Tsjékov. Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu.

Í kvöld klukkan 20 er komið að upptöku af sýningu á Mávinum eftir Anton Tsjékhov, einu þekktasta leikverki sögunnar. Sýningin var frumsýnd árið 2015 í Borgarleikhúsinu. „Stórbrotin sýning. Ljómandi samleikur undir stjórn spennandi leikstjóra,“ sagði í gagnrýni um sýninguna hér á Vísi.

Hægt er að horfa hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, sem er á kerfum Vodafone og Símans og í Stöð 2 appinu.

Klippa: Mávurinn - Spjall um sýninguna

Leikstjóri sýningarinnar var Yana Ross. „Þetta er hér og nú uppfærsla. Tímaleysið býr í textanum og átök eins og þar er að finna hafa alltaf verið og verða alltaf til staðar í lífinu. Þar af leiðandi er þessi uppfærsla afskaplega lókal og við ákváðum að vinna með íslenskar aðstæður,“ sagði Ross í viðtali á Vísi á sínum tíma sem lesa má hér.

Klippa: Mávurinn

Leikarar eru Björn Stefánsson, Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Björn Thors, Halldóra Geirharðsdóttir, Waraporn Chanse og Guðrún Snæfríður Gísladóttir.

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum. Einnig er hægt að finna atburði leikhússins úr samkomubanninu á öllum helstu hlaðvarpsveitum.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Pétur Pan

Í dag klukkan tólf á hádegi les Sigurður Þór Óskarsson leikari ævintýrið um Pétur Pan.

Bubbi í beinni á Vísi í kvöld

Bubbi Morthens hefur staðið fyrir tónleikum í beinni á Vísi í hádeginu á föstudögum undanfarnar vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.