Smit leikmanns í sumar setur 50-60 manns í sóttkví Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 15:00 Margir bíða þess óþreyjufullir að Íslandsmótið hefjist en nándin í fótboltaleikjum er mikil. VÍSIR/BÁRA Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði á upplýsingafundi í dag ljóst að setja þyrfti 50-60 manns í sóttkví ef upp kæmi smit hjá leikmanni sem spilað hefði leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í Pepsi Max-deildunum, og öðrum fótboltamótum hér landi, í júní en það veltur á því hvernig gengur að verjast kórónuveirufaraldrinum. Fyrstu skref við afléttingu samkomubanns verða tekin 4. maí en þá verða enn miklar takmarkanir á íþróttalífi í landinu. Næsta skref verður svo tekið um mánaðamótin maí-júní ef allt gengur að óskum og eftir það gætu æfingar í meistaraflokki mögulega farið fram án takmarkana, og mót hafist. Víðir var spurður út í hættuna af því að leyfa leiki í efstu deildum, og hvað það hefði í för með sér ef að leikmaður greindist svo með Covid-19 smit: „Það er alveg ljóst að ef að fram fer leikur þar sem að eru 11 leikmenn inn á í hvoru liði, 6-7 varamenn, starfsmenn liðanna og starfsmenn við framkvæmd leiksins… það eru mikil návígi, þegar það er búið að leyfa keppni, svo að eitt smit í svona hópi setur 50-60 manns í sóttkví í tvær vikur. Það er augljóst,“ sagði Víðir. Eitt eða fleiri smit myndu því gera það enn erfiðara en nú þegar er, að klára heilt Íslandsmót með 22 umferðum í efstu deildum karla á komandi leiktíð sem upphaflega átti að hefjast í lok þessa mánaðar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flestir smitaðir eru ungt fólk Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé rénun á Íslandi biðja sóttvarnaryfirvöld fólk um að halda út næstu vikur. 18. apríl 2020 18:52 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði á upplýsingafundi í dag ljóst að setja þyrfti 50-60 manns í sóttkví ef upp kæmi smit hjá leikmanni sem spilað hefði leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í Pepsi Max-deildunum, og öðrum fótboltamótum hér landi, í júní en það veltur á því hvernig gengur að verjast kórónuveirufaraldrinum. Fyrstu skref við afléttingu samkomubanns verða tekin 4. maí en þá verða enn miklar takmarkanir á íþróttalífi í landinu. Næsta skref verður svo tekið um mánaðamótin maí-júní ef allt gengur að óskum og eftir það gætu æfingar í meistaraflokki mögulega farið fram án takmarkana, og mót hafist. Víðir var spurður út í hættuna af því að leyfa leiki í efstu deildum, og hvað það hefði í för með sér ef að leikmaður greindist svo með Covid-19 smit: „Það er alveg ljóst að ef að fram fer leikur þar sem að eru 11 leikmenn inn á í hvoru liði, 6-7 varamenn, starfsmenn liðanna og starfsmenn við framkvæmd leiksins… það eru mikil návígi, þegar það er búið að leyfa keppni, svo að eitt smit í svona hópi setur 50-60 manns í sóttkví í tvær vikur. Það er augljóst,“ sagði Víðir. Eitt eða fleiri smit myndu því gera það enn erfiðara en nú þegar er, að klára heilt Íslandsmót með 22 umferðum í efstu deildum karla á komandi leiktíð sem upphaflega átti að hefjast í lok þessa mánaðar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flestir smitaðir eru ungt fólk Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé rénun á Íslandi biðja sóttvarnaryfirvöld fólk um að halda út næstu vikur. 18. apríl 2020 18:52 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Flestir smitaðir eru ungt fólk Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé rénun á Íslandi biðja sóttvarnaryfirvöld fólk um að halda út næstu vikur. 18. apríl 2020 18:52
Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46