Aðstandendur þurfa að velja hverjir fá að vera viðstaddir útför Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2020 19:19 Samkomubann þar sem að hámarki tuttugu manns mega koma saman gildir einnig um útfarir. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, segir að finna þurfi nýjar lausnir á þessum skrýtnu tímum. „Við reynum að hafa sem fæsta frá kirkjunni við útförina. Það þarf alla vega að vera presturinn og útfararstjórinn og þá getur fólk komið með átján af sínu fólki. Þannig að sumir sleppa því að hafa tónlistarmenn og organista, til að koma fleiri aðstandendum af,“ segir Þór. Átján er ekki há tala. Í mörgum fjölskyldum eru börn og barnabörn þeirra sem verið er að jarðsyngja mun fleiri en það. Þór Hauksson segir þetta ástand erfitt fyrir marga aðstandendur en að allir reyni að leita lausna.vísir/sigurjón „Þetta eru varla börn og barnabörn. Varla það. Maður finnur til með fólki sem er að kveðja, fólk er sett í þá stöðu hreinlega að þurfa að velja - þú mátt koma en ekki þú.“ Einhverjir kjósa að hafa sitthvorn hópinn í kistulagningu og útför og aðrir hafa beint streymi frá athöfninni á Facebook. En Þór bendir á að útfarir hafi mikið gildi í íslensku samfélagi og auðvitað sakni fólk þess að fá stuðning frá stórfjölskyldunni á erfiðum tímum. Einhverjir biðji um frestun en það sé erfitt þar sem takmarkað pláss sé í líkgeymslum. Aftur á móti sé hægt að koma saman að loknu samkomubanni. „Um daginn var ég með útför og erfidrykkjan verður í sumar. Þar sem fjölskyldan ætlar að fagna lífinu. Það er eitthvað sem við sannarlega getum gert - og munum gera, fagna lífinu,“ segir Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samkomubann þar sem að hámarki tuttugu manns mega koma saman gildir einnig um útfarir. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, segir að finna þurfi nýjar lausnir á þessum skrýtnu tímum. „Við reynum að hafa sem fæsta frá kirkjunni við útförina. Það þarf alla vega að vera presturinn og útfararstjórinn og þá getur fólk komið með átján af sínu fólki. Þannig að sumir sleppa því að hafa tónlistarmenn og organista, til að koma fleiri aðstandendum af,“ segir Þór. Átján er ekki há tala. Í mörgum fjölskyldum eru börn og barnabörn þeirra sem verið er að jarðsyngja mun fleiri en það. Þór Hauksson segir þetta ástand erfitt fyrir marga aðstandendur en að allir reyni að leita lausna.vísir/sigurjón „Þetta eru varla börn og barnabörn. Varla það. Maður finnur til með fólki sem er að kveðja, fólk er sett í þá stöðu hreinlega að þurfa að velja - þú mátt koma en ekki þú.“ Einhverjir kjósa að hafa sitthvorn hópinn í kistulagningu og útför og aðrir hafa beint streymi frá athöfninni á Facebook. En Þór bendir á að útfarir hafi mikið gildi í íslensku samfélagi og auðvitað sakni fólk þess að fá stuðning frá stórfjölskyldunni á erfiðum tímum. Einhverjir biðji um frestun en það sé erfitt þar sem takmarkað pláss sé í líkgeymslum. Aftur á móti sé hægt að koma saman að loknu samkomubanni. „Um daginn var ég með útför og erfidrykkjan verður í sumar. Þar sem fjölskyldan ætlar að fagna lífinu. Það er eitthvað sem við sannarlega getum gert - og munum gera, fagna lífinu,“ segir Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira