Óvissa með 65% af tekjum KA: Skilar sér í skerðingu á þjónustu eða uppsögnum Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 20:00 Handboltalið KA gæti þurft að skera niður kostnaðinn á næstu leiktíð eins og önnur lið innan félagsins og handboltans. vísir/bára Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar. Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum vegna veirunnar og mörg verða fyrir miklu tekjutapi. Sævar var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Það er mikil óvissa í gangi og menn eru að leita leiða til þess að láta reksturinn ganga upp. Það er mikið stress í mönnum,“ sagði Sævar sem talaði frá félagsheimili KA í dag þar sem fátt var um manninn enda húsið lokað fyrir iðkendur. „Knattspyrnudeildin er alltaf eitthvað sem við höfum mestar áhyggjur af. Þar er stærsta hlutfallið af veltunni en þetta er svosem að ná inn á allar íþróttir. Blakið er sú grein sem lifir á úrslitakeppninni og nú er hún í óvissu svo stór hluti af tekjunum þar er í óvissu.“ „Það voru framundan þrjú stór krakkamót í bæði handbolta og fótbolta og þetta virðist vera að detta út. Þetta hefur mikil áhrif á rekstur íþróttafélagsins.“ Sævar segir að þrátt fyrir að það verði enginn ferðakostnaður í mars og apríl sé reksturinn í mikilli hættu og gæti leitt til niðurskurðar. „Ég var að taka saman áætlaðar tekjur KA í heild sinni núna í mars og apríl. Þær eru áætlaðar um 75 milljónir og þar eru 47 milljónir í óvissu í dag. Þetta er hátt í 65% af tekjunum sem við vitum ekki hvort að munu skila sér eða ekki.“ „Þetta mun hafa gríðarlega afleiðingar um allan reksturinn hjá okkur sem skilar sér bara í skerðingu á einhverskonar þjónustu eða uppsögn á einhverjum starfsmönnum. Íþróttafélag hefur litlar aðra möguleika en að skera niður og lækka launakostnað.“ Innslagið í heild sinni við Sævar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sævar um stöðu KA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Blak Akureyri Sportið í dag Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar. Mörg íþróttafélög berjast nú í bökkum vegna veirunnar og mörg verða fyrir miklu tekjutapi. Sævar var til viðtals í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson. „Það er mikil óvissa í gangi og menn eru að leita leiða til þess að láta reksturinn ganga upp. Það er mikið stress í mönnum,“ sagði Sævar sem talaði frá félagsheimili KA í dag þar sem fátt var um manninn enda húsið lokað fyrir iðkendur. „Knattspyrnudeildin er alltaf eitthvað sem við höfum mestar áhyggjur af. Þar er stærsta hlutfallið af veltunni en þetta er svosem að ná inn á allar íþróttir. Blakið er sú grein sem lifir á úrslitakeppninni og nú er hún í óvissu svo stór hluti af tekjunum þar er í óvissu.“ „Það voru framundan þrjú stór krakkamót í bæði handbolta og fótbolta og þetta virðist vera að detta út. Þetta hefur mikil áhrif á rekstur íþróttafélagsins.“ Sævar segir að þrátt fyrir að það verði enginn ferðakostnaður í mars og apríl sé reksturinn í mikilli hættu og gæti leitt til niðurskurðar. „Ég var að taka saman áætlaðar tekjur KA í heild sinni núna í mars og apríl. Þær eru áætlaðar um 75 milljónir og þar eru 47 milljónir í óvissu í dag. Þetta er hátt í 65% af tekjunum sem við vitum ekki hvort að munu skila sér eða ekki.“ „Þetta mun hafa gríðarlega afleiðingar um allan reksturinn hjá okkur sem skilar sér bara í skerðingu á einhverskonar þjónustu eða uppsögn á einhverjum starfsmönnum. Íþróttafélag hefur litlar aðra möguleika en að skera niður og lækka launakostnað.“ Innslagið í heild sinni við Sævar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sævar um stöðu KA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Blak Akureyri Sportið í dag Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira