Fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um að leyfa Pútín að sitja áfram Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 14:37 Pútín tilkynnti um ákvörðunina um að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í dag. AP/Alexei Druzhinin/Spútník Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur frestað þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti að halda um stjórnarskrárbreytingum sem leyfðu honum að sitja áfram sem forseti í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti hann einnig um að landsmönnum yrði haldið heima í næstu viku til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti að fara fram 22. apríl en rússneska þingið og stjórnlagadómstóllinn hefur þegar lagt blessun sína yfir stjórnarskrárbreytingarnar. Sú veigamesta er að Pútín gæti boðið sig fram til forseta í tvö kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Núverandi stjórnarskrá bannar honum að bjóða sig fram aftur. „Við sjáum hversu alvarleg þróun kórónuveirufaraldursins í heiminum er, í mörgum löndum fjölgar smitum áfram, hagkerfi alls heimsins er í hættu,“ sagði Pútín í sjónvarpsávarpi í dag. Forsetinn sagði ekki hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, aðeins að hann og ríkisstjórnin myndi hlusta á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga og meta stöðuna síðar. Í ávarpinu sagði Pútín einnig að landsmenn myndu ekki vinna í næstu viku til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Fólk fengi greitt og lykilþjónusta yrði enn starfandi. Alls hafa 658 tilfelli COVID-19 verið staðfest í Rússland en yfirvöld segja að enginn hafi enn látist, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Í dag voru 163 ný tilfelli staðfest. Pútín sagði í ávarpinu að nær ómögulegt væri að koma algerlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar í Rússlandi vegna þess hversu stórt landið er. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30 Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur frestað þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti að halda um stjórnarskrárbreytingum sem leyfðu honum að sitja áfram sem forseti í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti hann einnig um að landsmönnum yrði haldið heima í næstu viku til að hægja á útbreiðslu faraldursins. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti að fara fram 22. apríl en rússneska þingið og stjórnlagadómstóllinn hefur þegar lagt blessun sína yfir stjórnarskrárbreytingarnar. Sú veigamesta er að Pútín gæti boðið sig fram til forseta í tvö kjörtímabil til viðbótar eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Núverandi stjórnarskrá bannar honum að bjóða sig fram aftur. „Við sjáum hversu alvarleg þróun kórónuveirufaraldursins í heiminum er, í mörgum löndum fjölgar smitum áfram, hagkerfi alls heimsins er í hættu,“ sagði Pútín í sjónvarpsávarpi í dag. Forsetinn sagði ekki hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, aðeins að hann og ríkisstjórnin myndi hlusta á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga og meta stöðuna síðar. Í ávarpinu sagði Pútín einnig að landsmenn myndu ekki vinna í næstu viku til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Fólk fengi greitt og lykilþjónusta yrði enn starfandi. Alls hafa 658 tilfelli COVID-19 verið staðfest í Rússland en yfirvöld segja að enginn hafi enn látist, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Í dag voru 163 ný tilfelli staðfest. Pútín sagði í ávarpinu að nær ómögulegt væri að koma algerlega í veg fyrir útbreiðslu veirunnar í Rússlandi vegna þess hversu stórt landið er.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30 Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði. 13. mars 2020 09:30
Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036 Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi. 11. mars 2020 09:11