Netnotkun Íslendinga í samkomubanni jafnast á við jólin Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 20:48 Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Vísir/Getty Netnotkun Íslendinga hefur aukist nokkuð undanfarna daga og vikur með tilliti til samkomubanns og félagslegar einangrunar Íslendinga sem vinna nú margir hverjir heima hjá sér. Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Þó er traffíkin ennþá meiri á kvöldin en á daginn, eins og yfirleitt. Vísir leitaði svara um netnotkun Íslendinga á tímum faraldurs hjá Vodafone, Símanum og Nova. Í stuttu máli sagt, þá er notkunin meiri en venjulega og eins og áður segir á það við farsíma, heimanet og sjónvarpsáhorf. Hjá Vodafone var hækkunin til að mynda um 20 til 30 prósent á heimatengingum. Enn nær umferðin á daginn ekki í netnotkun á kvöldin, þó hún hafi aukist svo mikið. Samkvæmt svörum frá Símanum jafnast umferðin á við jól og páska en þá eru einmitt flestir Íslendingar heima og ekki í vinnu. Þar er hið sama á teningnum varðandi aukna netumferð á daginn og er hún mun meiri en hefðbundin notkun á virkum dögum. Þar að auki dreifist hún yfir allan daginn, í stað þess að toppa á ákveðnum tíma dags. Gagnanotkun hjá Nova hefur sömuleiðis aukist eftir að samkomubann var sett á og leggst hún einnig nokkuð jafnt yfir. Þar á bæ, eins og annarsstaðar, hefur hin aukna netnotkun ekki komið niður á svartíma fjarskiptakerfa. Netnotkun viðskiptavina NOVA í farsímum hefur aukist mikið á milli ára og er búist að sú þróun haldi áfram. Að mestu er það streymi afþreyingar og samskipta í háum gæðum sem kallar eftir aukinni afkastagetu. Þá virðast Íslendingar mun duglegri við að hringja í hvorn annan. Því símtölum í farsímakerfi Vodafone hefur fjölgað um helming. Það er, 50 prósent. Vísir er í eigu Sýnar, sem á einnig Vodane. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Netnotkun Íslendinga hefur aukist nokkuð undanfarna daga og vikur með tilliti til samkomubanns og félagslegar einangrunar Íslendinga sem vinna nú margir hverjir heima hjá sér. Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Þó er traffíkin ennþá meiri á kvöldin en á daginn, eins og yfirleitt. Vísir leitaði svara um netnotkun Íslendinga á tímum faraldurs hjá Vodafone, Símanum og Nova. Í stuttu máli sagt, þá er notkunin meiri en venjulega og eins og áður segir á það við farsíma, heimanet og sjónvarpsáhorf. Hjá Vodafone var hækkunin til að mynda um 20 til 30 prósent á heimatengingum. Enn nær umferðin á daginn ekki í netnotkun á kvöldin, þó hún hafi aukist svo mikið. Samkvæmt svörum frá Símanum jafnast umferðin á við jól og páska en þá eru einmitt flestir Íslendingar heima og ekki í vinnu. Þar er hið sama á teningnum varðandi aukna netumferð á daginn og er hún mun meiri en hefðbundin notkun á virkum dögum. Þar að auki dreifist hún yfir allan daginn, í stað þess að toppa á ákveðnum tíma dags. Gagnanotkun hjá Nova hefur sömuleiðis aukist eftir að samkomubann var sett á og leggst hún einnig nokkuð jafnt yfir. Þar á bæ, eins og annarsstaðar, hefur hin aukna netnotkun ekki komið niður á svartíma fjarskiptakerfa. Netnotkun viðskiptavina NOVA í farsímum hefur aukist mikið á milli ára og er búist að sú þróun haldi áfram. Að mestu er það streymi afþreyingar og samskipta í háum gæðum sem kallar eftir aukinni afkastagetu. Þá virðast Íslendingar mun duglegri við að hringja í hvorn annan. Því símtölum í farsímakerfi Vodafone hefur fjölgað um helming. Það er, 50 prósent. Vísir er í eigu Sýnar, sem á einnig Vodane.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira