Stormur í vatnsglasi en lækka um sjö prósent í launum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 22:00 Mágarnir töluðu frá suður Svíþjóð í dag þar sem fer vel um þá á þessum erfiðu tímum en unnusta Ólafs er systir Bjarna. vísir/skjáskot Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður, leikur með liðinu en hann segir að fréttin hafi verið stormur í vatnsglasi en Ólafur var í viðtali í Sportið í dag. „Það kom grein í blaðinu hér í Svíþjóð sem var stormur í vatnsglasi. Þetta var ekki alveg jafn hræðilegt og það leit út fyrir að vera. Formaðurinn fór í viðtal og sagði að búið væri að setja starfsmenn á þessi neyðarúrlög,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Hann var að meina að hann væri búinn að setja fólkið á skrifstofunni og alla þá sem vinna í kringum félagið á þessi laun. Þau minnkuðu vinnuna niður í 40% og þá var ekki búið að ganga frá samningum við leikmannasamtökin að leikmenn færu á þessa samninga.“ „Þeir létu það líta fyrir það að við værum komnir á þessa samninga sem var ekki raunin. Allt saman einn misskilningur og það er búið að ná þessum samningi núna. Hann hefur tekið gildi bæði í handbolta og fótbolta þar sem launin eru aðeins dregin niður.“ „Leikmennirnir lækka í launum um sjö prósent en klúbbarnir eru að spara sér næstum því meira en helming. Það er góð lausn fyrir báða aðila.“ Hann segir að lausnin hafi verið afar góð að endingu, því mörg félög eiga í miklum erfiðleikum. „Við eigum þannig séð að vinna 40% vinnu og ríkið tekur þá þessi 60% á móti. Leikmenn enduðu í mesta lagi með sjö prósent launalækkun. Í þessari stöðu er þetta bara frábær lausn því það eru klúbbar hérna sem eru að ströggla gríðarlega og myndu ekki lifa af ef það væri ekki fyrir þessa hjálp.“ Bjarni Mark Duffield, sem leikur með Brage í sænsku B-deildinni, tekur undir orð mág síns og segir að það sama gildi um fótboltann. Hann fái útborgað það sem hann eigi að fá útborgað um mánaðarmótin. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá hér neðar í fréttinni. Klippa: Óli Guðmundss og Bjarni Mark um launamálin hjá sér Sænski boltinn Sænski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Sænska handboltaliðið Kristianstad komst í fréttirnar á dögunum er liðið virtist ætla að lækka alla leikmenn liðsins verulega í launum vegna kórónuveirunnar enda er ekkert spilað í sænska handboltanum um þessar mundir. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður, leikur með liðinu en hann segir að fréttin hafi verið stormur í vatnsglasi en Ólafur var í viðtali í Sportið í dag. „Það kom grein í blaðinu hér í Svíþjóð sem var stormur í vatnsglasi. Þetta var ekki alveg jafn hræðilegt og það leit út fyrir að vera. Formaðurinn fór í viðtal og sagði að búið væri að setja starfsmenn á þessi neyðarúrlög,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Hann var að meina að hann væri búinn að setja fólkið á skrifstofunni og alla þá sem vinna í kringum félagið á þessi laun. Þau minnkuðu vinnuna niður í 40% og þá var ekki búið að ganga frá samningum við leikmannasamtökin að leikmenn færu á þessa samninga.“ „Þeir létu það líta fyrir það að við værum komnir á þessa samninga sem var ekki raunin. Allt saman einn misskilningur og það er búið að ná þessum samningi núna. Hann hefur tekið gildi bæði í handbolta og fótbolta þar sem launin eru aðeins dregin niður.“ „Leikmennirnir lækka í launum um sjö prósent en klúbbarnir eru að spara sér næstum því meira en helming. Það er góð lausn fyrir báða aðila.“ Hann segir að lausnin hafi verið afar góð að endingu, því mörg félög eiga í miklum erfiðleikum. „Við eigum þannig séð að vinna 40% vinnu og ríkið tekur þá þessi 60% á móti. Leikmenn enduðu í mesta lagi með sjö prósent launalækkun. Í þessari stöðu er þetta bara frábær lausn því það eru klúbbar hérna sem eru að ströggla gríðarlega og myndu ekki lifa af ef það væri ekki fyrir þessa hjálp.“ Bjarni Mark Duffield, sem leikur með Brage í sænsku B-deildinni, tekur undir orð mág síns og segir að það sama gildi um fótboltann. Hann fái útborgað það sem hann eigi að fá útborgað um mánaðarmótin. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá hér neðar í fréttinni. Klippa: Óli Guðmundss og Bjarni Mark um launamálin hjá sér
Sænski boltinn Sænski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira