Flugstöð og varaflugvellir Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 24. mars 2020 17:30 Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú á að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag. Mikilvægt er að bregðast hratt við en gera jafnframt langtímaáætlanir eins og kostur er í þessari erfiðu stöðu sem samfélagið glímir við. Halda áfram að byggja upp vegi, flugvelli og hafnir svo samfélagið verði í stakk búið þegar Covid-19 faraldurinn verður um garð genginn. Þrátt fyrir hrun í ferðaþjónustunni er brýn þörf fyrir uppbyggingu innviða og eru flugvellir einn af lykilþáttum fjárfestingarátaksins. Notum tímann vel og höldum áfram. Akureyri og Egilsstaðir Stækkun við flugstöð á Akureyri, flughlað á Akureyri og akbraut á Egilsstaðaflugvelli eru meðal fjölbreytta verkefna sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að verði hafist handa við strax. Áformað er að verja milli 500 til 600 milljónum í ár til undirbúnings. Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu. Á Egilsstöðum eykst rekstraröryggi Egilsstaðarflugvallar og flugöryggi á Íslandi almennt. Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu. Verkefnin eru arðbær. Þeim er hægt að flýta og þau skapa fjölbreytt störf með skömmum fyrirvara. Samgönguáætlun hefur gefið tóninn að þeim verkefnum sem munu líta dagsins ljós og munu auknir fjármunir verða settir í verkefni um allt land. Þegar fram í sækir mun samkeppnishæfni landsins eiga mikið undir góðum alþjóðlegum flugtengingum en fleiri hlið inn til landsins hafa verið á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Í nýrri flugstefnu sem ég mælti fyrir í samgönguáætlun er horft til lengri tíma og er rík áhersla lögð á að alþjóðaflugvellir landsins mæti sem best þörfum flugrekanda fyrir varaflugvelli og fleiri hliðum inn til landsins verði fjölgað sem geta notið góðs af ferðaþjónustu. Hjá ríkisstjórninni er síðan annað átak í undirbúningi sem tekur við á árunum 2021-2023 og mun flýting þessara framkvæmda sem og annarra samgönguframkvæmda birtast þar. Gerum það sem gera þarf og verum skynsöm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Fljótsdalshérað Sigurður Ingi Jóhannsson Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú á að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag. Mikilvægt er að bregðast hratt við en gera jafnframt langtímaáætlanir eins og kostur er í þessari erfiðu stöðu sem samfélagið glímir við. Halda áfram að byggja upp vegi, flugvelli og hafnir svo samfélagið verði í stakk búið þegar Covid-19 faraldurinn verður um garð genginn. Þrátt fyrir hrun í ferðaþjónustunni er brýn þörf fyrir uppbyggingu innviða og eru flugvellir einn af lykilþáttum fjárfestingarátaksins. Notum tímann vel og höldum áfram. Akureyri og Egilsstaðir Stækkun við flugstöð á Akureyri, flughlað á Akureyri og akbraut á Egilsstaðaflugvelli eru meðal fjölbreytta verkefna sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að verði hafist handa við strax. Áformað er að verja milli 500 til 600 milljónum í ár til undirbúnings. Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu. Á Egilsstöðum eykst rekstraröryggi Egilsstaðarflugvallar og flugöryggi á Íslandi almennt. Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu. Verkefnin eru arðbær. Þeim er hægt að flýta og þau skapa fjölbreytt störf með skömmum fyrirvara. Samgönguáætlun hefur gefið tóninn að þeim verkefnum sem munu líta dagsins ljós og munu auknir fjármunir verða settir í verkefni um allt land. Þegar fram í sækir mun samkeppnishæfni landsins eiga mikið undir góðum alþjóðlegum flugtengingum en fleiri hlið inn til landsins hafa verið á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Í nýrri flugstefnu sem ég mælti fyrir í samgönguáætlun er horft til lengri tíma og er rík áhersla lögð á að alþjóðaflugvellir landsins mæti sem best þörfum flugrekanda fyrir varaflugvelli og fleiri hliðum inn til landsins verði fjölgað sem geta notið góðs af ferðaþjónustu. Hjá ríkisstjórninni er síðan annað átak í undirbúningi sem tekur við á árunum 2021-2023 og mun flýting þessara framkvæmda sem og annarra samgönguframkvæmda birtast þar. Gerum það sem gera þarf og verum skynsöm.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar