Smit í Firði en opna aftur í Mosfellsbæ Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. mars 2020 14:31 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á fundinum í dag. júlíus sigurjónsson Stefnt er að því að opna aftur heilsugæsluna í Mosfellsbæ á föstudag. Hún hefur verið lokuð frá 16. mars eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónuveiruna. Þetta kom fram í máli Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þá sagði hann að heilsugæslan hafi líka skipulagt vinnu sína þannig að sumir eru á starfstöðvum og aðrir heima. Til dæmis hafi komið upp smit í heilsugæslunni Firði þannig að hópurinn sem var í Firði vinnur nú að heiman en hinir í húsi. Óskar hvatti landsmenn að sama skapi til að takmarka skriffinnsku eftir fremsta megni. Þannig hafi margir beðið um vottorð af ýmsum toga og það hafi aukið álagið á heilsugæsluna mikið. „Við biðlum til atvinnurekenda að biðja síður um veikindavottorð þótt einhver sé fjarri vinnu einn til tvo daga. Það munar um að fækka beiðnunum á meðan verið er að sinna veiku fólki,“ sagði Óskar. Að auki vildi Óskar ítreka að ástandið á heilsugæslunni, sem og annars staðar í heilbrigðiskerfinu og íslensku þjóðlífi, er tímabundið. Það muni taka tíma að vinda ofan af biðlistum en að það muni takast að lokum. „Engar áhyggjur, við verðum áfram til staðar,“ sagði Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mosfellsbær Heilbrigðismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Stefnt er að því að opna aftur heilsugæsluna í Mosfellsbæ á föstudag. Hún hefur verið lokuð frá 16. mars eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónuveiruna. Þetta kom fram í máli Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þá sagði hann að heilsugæslan hafi líka skipulagt vinnu sína þannig að sumir eru á starfstöðvum og aðrir heima. Til dæmis hafi komið upp smit í heilsugæslunni Firði þannig að hópurinn sem var í Firði vinnur nú að heiman en hinir í húsi. Óskar hvatti landsmenn að sama skapi til að takmarka skriffinnsku eftir fremsta megni. Þannig hafi margir beðið um vottorð af ýmsum toga og það hafi aukið álagið á heilsugæsluna mikið. „Við biðlum til atvinnurekenda að biðja síður um veikindavottorð þótt einhver sé fjarri vinnu einn til tvo daga. Það munar um að fækka beiðnunum á meðan verið er að sinna veiku fólki,“ sagði Óskar. Að auki vildi Óskar ítreka að ástandið á heilsugæslunni, sem og annars staðar í heilbrigðiskerfinu og íslensku þjóðlífi, er tímabundið. Það muni taka tíma að vinda ofan af biðlistum en að það muni takast að lokum. „Engar áhyggjur, við verðum áfram til staðar,“ sagði Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mosfellsbær Heilbrigðismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05