Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. mars 2020 07:00 Elín María Halldórsdóttir með börnunum sínum tveimur, 5 og 9 ára. Elín rekur fyrirtækið Komma Strik en vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana. Hún bjó til skemmtilega afþreyingu til að hafa ofan af fyrir börnunum, virkni-bingó sem hefur slegið í gegn. Vísir/Helga Guðrún Lárusdóttir Elín María Halldórsdóttir grafískur hönnuður dó ekki ráðalaus þegar hún stóð frammi fyrir því að reyna að vinna að heiman, með börnin og eiginmanninn heima líka og tilheyrandi truflunum. Því eins og margir hafa reynt á eigin skinni síðustu daga, getur slík fjarvinna verið þrautinni þyngri. Það sem Elín gerði var að búa til virkni-bingó. Í því þurfa þátttakendur meðal annars að semja sögur og teikna við hana mynd, hringja í vin eða fjölskyldumeðlim, hlaupa í 30 sekúndur, læra Daða-dansinn og margt fleira skemmtilegt. Elín María er búsett á Selfossi og rekur fyrirtækið sitt Komma Strik þar. Síðustu daga hefur hún unnið í fjarvinnu að heiman. Þar eru líka eiginmaðurinn sem er frá vinnu þessa dagana og börnin þeirra tvö, 5 og 9 ára. Skóladagskrá beggja barna hefur raskast og dagarnir þar verið styttri. „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín. Virknibingóið var strax að virka vel heima fyrir og ákvað Elín því að leyfa öðrum í sömu stöðu að njóta þess. Á vefsíðuna Kommastrik.is eru leiðbeiningar en bingóið má nálgast hér. Á spjöldunum eru verkefni sem flest börn ráða við eins og að gera 20 armbeygjur eða semja dans við skemmtilegt lag. Elín María fann að hún varð að gera eitthvað til að hjálpa börnunum með hugmyndir yfir daginn og bjó til virkni-bingó.Vísir/Aðsent Sænskir vinir höfðu samband Fjölskyldan bjó lengi í Svíþjóð og segir Elín stöðuna hjá vinum og fyrri nágrönnum þeirra þar vera þá sömu og hér. Fór svo að einn vinur hennar, sem hafði séð bingóið á Facebooksíðu Elínar, spurði hvort hún væri til í að útbúa bingóið á sænsku líka. Sem hún og gerði og því má segja að Elín María sé farin í útrás með virknibingóið. Önnur útgáfa á leiðinni Elín segir að fjölskyldan sé þegar byrjuð að vinna í næstu útgáfu „Því við erum nú þegar búin með öll verkefnin á fyrstu útgáfunni,“ segir Elín. Að sögn Elínar hafa viðtökurnar við bingóinu verið það góðar að augljóslega séu margir foreldrar að glíma við það sama og hún. Eftirspurnin sé því mikil fyrir einhverju sem er auðvelt fyrir krakka að læra og hafa gaman af á meðan allir eru bundnir meira heimavið. Elín bendir samt á að bingóið er alls ekki aðeins fyrir börn og hvetur foreldra til að taka þátt í því líka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Börn og uppeldi Fjarvinna Nýsköpun Tengdar fréttir Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26 Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Elín María Halldórsdóttir grafískur hönnuður dó ekki ráðalaus þegar hún stóð frammi fyrir því að reyna að vinna að heiman, með börnin og eiginmanninn heima líka og tilheyrandi truflunum. Því eins og margir hafa reynt á eigin skinni síðustu daga, getur slík fjarvinna verið þrautinni þyngri. Það sem Elín gerði var að búa til virkni-bingó. Í því þurfa þátttakendur meðal annars að semja sögur og teikna við hana mynd, hringja í vin eða fjölskyldumeðlim, hlaupa í 30 sekúndur, læra Daða-dansinn og margt fleira skemmtilegt. Elín María er búsett á Selfossi og rekur fyrirtækið sitt Komma Strik þar. Síðustu daga hefur hún unnið í fjarvinnu að heiman. Þar eru líka eiginmaðurinn sem er frá vinnu þessa dagana og börnin þeirra tvö, 5 og 9 ára. Skóladagskrá beggja barna hefur raskast og dagarnir þar verið styttri. „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín. Virknibingóið var strax að virka vel heima fyrir og ákvað Elín því að leyfa öðrum í sömu stöðu að njóta þess. Á vefsíðuna Kommastrik.is eru leiðbeiningar en bingóið má nálgast hér. Á spjöldunum eru verkefni sem flest börn ráða við eins og að gera 20 armbeygjur eða semja dans við skemmtilegt lag. Elín María fann að hún varð að gera eitthvað til að hjálpa börnunum með hugmyndir yfir daginn og bjó til virkni-bingó.Vísir/Aðsent Sænskir vinir höfðu samband Fjölskyldan bjó lengi í Svíþjóð og segir Elín stöðuna hjá vinum og fyrri nágrönnum þeirra þar vera þá sömu og hér. Fór svo að einn vinur hennar, sem hafði séð bingóið á Facebooksíðu Elínar, spurði hvort hún væri til í að útbúa bingóið á sænsku líka. Sem hún og gerði og því má segja að Elín María sé farin í útrás með virknibingóið. Önnur útgáfa á leiðinni Elín segir að fjölskyldan sé þegar byrjuð að vinna í næstu útgáfu „Því við erum nú þegar búin með öll verkefnin á fyrstu útgáfunni,“ segir Elín. Að sögn Elínar hafa viðtökurnar við bingóinu verið það góðar að augljóslega séu margir foreldrar að glíma við það sama og hún. Eftirspurnin sé því mikil fyrir einhverju sem er auðvelt fyrir krakka að læra og hafa gaman af á meðan allir eru bundnir meira heimavið. Elín bendir samt á að bingóið er alls ekki aðeins fyrir börn og hvetur foreldra til að taka þátt í því líka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Börn og uppeldi Fjarvinna Nýsköpun Tengdar fréttir Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26 Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26
Náðu tökum á fjarvinnu: Sex ráð frá reynslubolta m skiptir máli að setja sér leikreglur um fjarvinnu svo dagarnir endi ekki við eldhúsborðið á náttbuxunum. 17. mars 2020 09:00