Fá margar kvartanir vegna dónalegra viðskiptavina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 12:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR minnir almenning á að vanda sig í samskiptum. Það kemur honum á óvart hversu margar kvartanir hafa borist félaginu vegna þess að viðskiptavinir sýna verslunarfólki dónaskap. Vísir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að félaginu hafi borist töluvert af kvörtunum frá verslunum vegna þess dónaskapar sem viðskiptavinir sýna starfsfólki búðanna. Hann segir mun meira hafa borist af kvörtunum vegna þessa en reiknað var með í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þannig að þetta hefur komið mér svolítið á óvart. En aftur á móti hefur maður skilning á því að fólk sé hrætt. Það er náttúrulega mikil óvissa sem er í samfélaginu, við vitum í sjálfu sér ekkert hvar þetta endar allt saman, varðandi dreifingu vírussins og fleira,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en hann vakti fyrst athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að nú sé mikið álag á mörgum og mikil óvissa, til dæmis vegna mögulegs atvinnumissis og óvissu um framfærslu vegna þess. „Því fylgir streita og þreyta og það styttist þráðurinn eitthvað við það. Það sem við erum að gera er að vekja athygli á þessu þannig að við gleymum ekki að það eru allir að leggja sig 100 prósent fram við að halda öllu gangandi sem hægt er að halda gangandi, sérstaklega verslun og þjónustu sem við teljum að sé sjálfsögð að sé til staðar fyrir okkur þótt tímarnir séu erfiðir. Við þurfum bara að standa okkur í samskiptum og passa vel upp á þetta,“ segir Ragnar. Allir hafa áhyggjur, líka manneskjan sem vinnur á kassanum Hann tekur þó fram að það sé mikill minnihluti fólks sem sýni starfsfólki verslana dónaskap. „Það eru þessir fáu sem setja svartan blett á heildina, það er það sem við erum að vekja athygli á. Að við verðum allavega að reyna okkar besta í að sýna bæði tillitssemi og vera dugleg að hrósa,“ segir Ragnar. Nóg hefur verið að gera í verslunum undanfarna daga. Ítrekað er þó bent á að nóg sé til af mat í landinu og mikilvægt að fólk hamstri ekki svo ekki komi upp nein vandamál.Vísir Hann bendir á að allir hafi áhyggjur, líka fólkið sem er að afgreiða á kössunum í búðinni. Það fólk sé að setja sig í mjög mikla hættu, eðli málsins samkvæmt, þar sem kórónuveiran sé bráðsmitandi. „Þá sérstaklega er þetta ekki á bætandi. Það er svo sárt að vera að leggja sig 100 prósent fram og jafnvel heilsu sína að veði að fá síðan í sig einhvern hreyting yfir einhverju sem þú getur voðalega lítið gert í.“ VR vilji því benda á þetta og hvetja almenning til þess að vanda sig í samskiptum og koma vel fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að félaginu hafi borist töluvert af kvörtunum frá verslunum vegna þess dónaskapar sem viðskiptavinir sýna starfsfólki búðanna. Hann segir mun meira hafa borist af kvörtunum vegna þessa en reiknað var með í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þannig að þetta hefur komið mér svolítið á óvart. En aftur á móti hefur maður skilning á því að fólk sé hrætt. Það er náttúrulega mikil óvissa sem er í samfélaginu, við vitum í sjálfu sér ekkert hvar þetta endar allt saman, varðandi dreifingu vírussins og fleira,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en hann vakti fyrst athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann segir að nú sé mikið álag á mörgum og mikil óvissa, til dæmis vegna mögulegs atvinnumissis og óvissu um framfærslu vegna þess. „Því fylgir streita og þreyta og það styttist þráðurinn eitthvað við það. Það sem við erum að gera er að vekja athygli á þessu þannig að við gleymum ekki að það eru allir að leggja sig 100 prósent fram við að halda öllu gangandi sem hægt er að halda gangandi, sérstaklega verslun og þjónustu sem við teljum að sé sjálfsögð að sé til staðar fyrir okkur þótt tímarnir séu erfiðir. Við þurfum bara að standa okkur í samskiptum og passa vel upp á þetta,“ segir Ragnar. Allir hafa áhyggjur, líka manneskjan sem vinnur á kassanum Hann tekur þó fram að það sé mikill minnihluti fólks sem sýni starfsfólki verslana dónaskap. „Það eru þessir fáu sem setja svartan blett á heildina, það er það sem við erum að vekja athygli á. Að við verðum allavega að reyna okkar besta í að sýna bæði tillitssemi og vera dugleg að hrósa,“ segir Ragnar. Nóg hefur verið að gera í verslunum undanfarna daga. Ítrekað er þó bent á að nóg sé til af mat í landinu og mikilvægt að fólk hamstri ekki svo ekki komi upp nein vandamál.Vísir Hann bendir á að allir hafi áhyggjur, líka fólkið sem er að afgreiða á kössunum í búðinni. Það fólk sé að setja sig í mjög mikla hættu, eðli málsins samkvæmt, þar sem kórónuveiran sé bráðsmitandi. „Þá sérstaklega er þetta ekki á bætandi. Það er svo sárt að vera að leggja sig 100 prósent fram og jafnvel heilsu sína að veði að fá síðan í sig einhvern hreyting yfir einhverju sem þú getur voðalega lítið gert í.“ VR vilji því benda á þetta og hvetja almenning til þess að vanda sig í samskiptum og koma vel fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira