240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Atli Ísleifsson skrifar 23. mars 2020 09:36 Icelandair hefur brugðist við útbreiðslu kórónuveirunnar Vísir/vilhelm Icelandair hefur tilkynnt að 240 manns verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. Þá verða laun allra sem áfram verða í fullu starfi lækkuð um 20 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem tilkynnt er um aðgerðir sem flugfélagið hefur ákveðið að grípa til vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og áhrifa hennar á starfsemina. Forstjóri Icelandair segir aðgerðirnar sársaukafullar, en nauðsynlegar. Allir lækka í launum Í tilkynningunni segir að 92 prósent starfsmanna muni fara í skert starfshlutfall tímabundið. „Þessi hópur fellur undir úrræði ríkisstjórnarinnar um mótframlag eftir því sem við á. Þessi leið hefur betri áhrif á sjóðstreymi félagsins en uppsagnir þar sem uppsagnarfrestur er greiddur,“ segir í tilkynningunni. Um 240 starfsmönnum verður sagt upp störfum og ná þær uppsagnir til flestra hópa innan félagsins. Heildarfjöldi stöðugilda hjá Icelandair Group var að meðaltali 4.715 á árinu 2019. Einnig segir að þeir starfsmenn sem verði áfram í fullu starfi lækki um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun forstjóra og stjórnar lækka um 30 prósent. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelm Forsendur hafa breyst Í tilkynningunni frá félaginu segir að forsendur fyrir millilandaflugi og ferðalögum hafi breyst verulega á skömmum tíma vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Icelandair Group hefur á undanförnum vikum gripið til víðtækra ráðstafana til þess að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar. Á sama tíma er það markmið félagsins að verja störf eins og mögulegt er og þjóna viðskiptavinum eftir bestu getu. Icelandair hefur á liðnum vikum nýtt sér þann sveigjanleika sem felst í leiðakerfi félagsins og aðlagað þannig framboð að eftirspurn sem jafnt og þétt hefur farið minnkandi í kjölfar ferðatakmarkana víðs vegar um heim. Félagið hefur jafnframt breytt áætlun til að koma viðskiptavinum til síns heima innan þess ramma sem ferðatakmarkanir hafa leyft. Í dag flýgur félagið um 14% af upphaflegri flugáætlun og gert er ráð fyrir enn meiri samdrætti á komandi vikum,“ segir í tilkynningunni. Fækkun í innanlandsflugi Ennfremur segir að eins og gefi að skilja hafi útbreiðsla veirunnar einnig haft töluverð áhrif á starfsemi annarra félaga innan samstæðu Icelandair Group. „Má þar helst nefna fækkun farþega í innanlandsflugi og stöðvun flugs til Grænlands hjá Air Iceland Connect sem og fækkun gesta hjá Icelandair Hotels. Stærsti kostnaðarliður félagsins er launakostnaður og er því nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að draga úr þeim kostnaði. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar og samstarf við Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Flugfreyjufélag Íslands, Flugvirkjafélag Íslands og önnur stéttafélög gera félaginu kleift að draga úr uppsögnum sem nauðsynlegt hefði verið að ráðast í vegna þeirrar stöðu sem nú ríkir.“ Þeir starfsmenn Icelandair sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20% í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25% og laun forstjóra og stjórnar lækka um 30%.vísir/vilhelm Reynt að draga út útstreymi Í tilkynningunni frá Icelandair segir að félagið að undanförnu leitað allra leiða til að draga úr útstreymi fjármagns, svo sem með því að endursemja við birgja og fjármögnunaraðila. „Öllum þessum aðgerðum er ætlað að auka sveigjanleika félagsins til að takast á við núverandi aðstæður, lækka rekstrarkostnað og bæta sjóðsstreymi. Fjárhagsleg áhrif útbreiðslu COVID-19 veirunnar eru enn óljós.“ Sársaukafullar en nauðsynlegar aðgerðir Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að þetta séu sögulegir tímar þar sem heimsfaraldur geisi sem hafi haft gríðarleg áhrif á flug og ferðalög. „Mikilvægasta verkefnið núna er að tryggja rekstrargrundvöll Icelandair Group til framtíðar. Þær aðgerðir sem við kynntum fyrir starfsfólki okkar í dag eru sársaukafullar en nauðsynlegar til að takmarka áhrif þeirra aðstæðna sem uppi eru á rekstur og sjóðstreymi félagins. Félagið hefur staðist ýmis áföll í gegnum tíðina, hvort sem það hefur verið barátta við náttúruöflin, efnahagslægðir eða aðra utanaðkomandi þætti. Við höfum komist í gegnum þau öll með samstöðu og útsjónarsemi, en fyrst og fremst með þeim einstaka baráttuanda og krafti sem ávallt hefur einkennt starfsfólk félagsins. Það hefur svo sannarlega sýnt sig undanfarna daga og vikur. Ég er stoltur og þakklátur að tilheyra þeirri öflugu liðsheild sem starfsfólk Icelandair Group myndar og er sannfærður um að við komumst í gegnum þessar krefjandi aðstæður,“ er haft eftir Boga Nils. Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50 Viðspyrna Icelandair heldur áfram Úrvalsvísitalan hefur styrkst lítillega í dag 19. mars 2020 11:39 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Icelandair hefur tilkynnt að 240 manns verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. Þá verða laun allra sem áfram verða í fullu starfi lækkuð um 20 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair þar sem tilkynnt er um aðgerðir sem flugfélagið hefur ákveðið að grípa til vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og áhrifa hennar á starfsemina. Forstjóri Icelandair segir aðgerðirnar sársaukafullar, en nauðsynlegar. Allir lækka í launum Í tilkynningunni segir að 92 prósent starfsmanna muni fara í skert starfshlutfall tímabundið. „Þessi hópur fellur undir úrræði ríkisstjórnarinnar um mótframlag eftir því sem við á. Þessi leið hefur betri áhrif á sjóðstreymi félagsins en uppsagnir þar sem uppsagnarfrestur er greiddur,“ segir í tilkynningunni. Um 240 starfsmönnum verður sagt upp störfum og ná þær uppsagnir til flestra hópa innan félagsins. Heildarfjöldi stöðugilda hjá Icelandair Group var að meðaltali 4.715 á árinu 2019. Einnig segir að þeir starfsmenn sem verði áfram í fullu starfi lækki um 20 prósent í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25 prósent og laun forstjóra og stjórnar lækka um 30 prósent. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelm Forsendur hafa breyst Í tilkynningunni frá félaginu segir að forsendur fyrir millilandaflugi og ferðalögum hafi breyst verulega á skömmum tíma vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Icelandair Group hefur á undanförnum vikum gripið til víðtækra ráðstafana til þess að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar. Á sama tíma er það markmið félagsins að verja störf eins og mögulegt er og þjóna viðskiptavinum eftir bestu getu. Icelandair hefur á liðnum vikum nýtt sér þann sveigjanleika sem felst í leiðakerfi félagsins og aðlagað þannig framboð að eftirspurn sem jafnt og þétt hefur farið minnkandi í kjölfar ferðatakmarkana víðs vegar um heim. Félagið hefur jafnframt breytt áætlun til að koma viðskiptavinum til síns heima innan þess ramma sem ferðatakmarkanir hafa leyft. Í dag flýgur félagið um 14% af upphaflegri flugáætlun og gert er ráð fyrir enn meiri samdrætti á komandi vikum,“ segir í tilkynningunni. Fækkun í innanlandsflugi Ennfremur segir að eins og gefi að skilja hafi útbreiðsla veirunnar einnig haft töluverð áhrif á starfsemi annarra félaga innan samstæðu Icelandair Group. „Má þar helst nefna fækkun farþega í innanlandsflugi og stöðvun flugs til Grænlands hjá Air Iceland Connect sem og fækkun gesta hjá Icelandair Hotels. Stærsti kostnaðarliður félagsins er launakostnaður og er því nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að draga úr þeim kostnaði. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar og samstarf við Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Flugfreyjufélag Íslands, Flugvirkjafélag Íslands og önnur stéttafélög gera félaginu kleift að draga úr uppsögnum sem nauðsynlegt hefði verið að ráðast í vegna þeirrar stöðu sem nú ríkir.“ Þeir starfsmenn Icelandair sem verða áfram í fullu starfi lækka um 20% í launum. Framkvæmdastjórar lækka um 25% og laun forstjóra og stjórnar lækka um 30%.vísir/vilhelm Reynt að draga út útstreymi Í tilkynningunni frá Icelandair segir að félagið að undanförnu leitað allra leiða til að draga úr útstreymi fjármagns, svo sem með því að endursemja við birgja og fjármögnunaraðila. „Öllum þessum aðgerðum er ætlað að auka sveigjanleika félagsins til að takast á við núverandi aðstæður, lækka rekstrarkostnað og bæta sjóðsstreymi. Fjárhagsleg áhrif útbreiðslu COVID-19 veirunnar eru enn óljós.“ Sársaukafullar en nauðsynlegar aðgerðir Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að þetta séu sögulegir tímar þar sem heimsfaraldur geisi sem hafi haft gríðarleg áhrif á flug og ferðalög. „Mikilvægasta verkefnið núna er að tryggja rekstrargrundvöll Icelandair Group til framtíðar. Þær aðgerðir sem við kynntum fyrir starfsfólki okkar í dag eru sársaukafullar en nauðsynlegar til að takmarka áhrif þeirra aðstæðna sem uppi eru á rekstur og sjóðstreymi félagins. Félagið hefur staðist ýmis áföll í gegnum tíðina, hvort sem það hefur verið barátta við náttúruöflin, efnahagslægðir eða aðra utanaðkomandi þætti. Við höfum komist í gegnum þau öll með samstöðu og útsjónarsemi, en fyrst og fremst með þeim einstaka baráttuanda og krafti sem ávallt hefur einkennt starfsfólk félagsins. Það hefur svo sannarlega sýnt sig undanfarna daga og vikur. Ég er stoltur og þakklátur að tilheyra þeirri öflugu liðsheild sem starfsfólk Icelandair Group myndar og er sannfærður um að við komumst í gegnum þessar krefjandi aðstæður,“ er haft eftir Boga Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50 Viðspyrna Icelandair heldur áfram Úrvalsvísitalan hefur styrkst lítillega í dag 19. mars 2020 11:39 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50