Tekst „nýja skólanum“ að skáka þeim gamla í sumar? | Síðari hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 18:00 KR eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Tekst þeim að verja titilinn í sumar? Vísir/Bára Eftirvæntingin fyrir Pepsi Max deildinni er mikil þó ekki sé ljóst hvenær leikar munu hefjast vegna þeirrar óvissu sem er í samfélaginu um þessar mundir. En við hverju má búast í sumar? Í gær var farið yfir hinn svokallaða „nýja skóla“ og hvað felst í því hugtaki. Þar voru Víkingur og Breiðablik nefnd til sögunnar en þeim er báðum spáð góðu gengi í sumar. Hér að neðan verður farið yfir lið sem flokka mætti þá undir „gamla skólann.“ Hugtakið er oft notað í niðrandi merkingu en hér er einfaldlega verið að reyna gera greinarmun á því sem Víkingur og Breiðablik virðast ætla að gera öðruvísi en önnur lið Pepsi Max deildarinnar. Að þessu sinni á „gamli skólinn“ frekar við um lið sem eru ekki hrædd við að verjast til að landa þremur stigum. Liðum sem eru vel skipulögð, beinskeytt, góð í að snúa vörn í sókn og öfugt. Þá eru þetta þau lið sem hafa unnið hvað flesta titla hér á landi undanfarin ár sem og þeir þjálfarar sem hafa náð hvað mestum árangri. „Gamli skólinn“ (KR, Valur, FH og Stjarnan) Ríkjandi Íslandsmeistarar KR stefna á að verja titil sinn en það er eitthvað sem Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, hefur ekki enn tekist. Rúnar Kristinsson hefur þrívegis stýrt KR til sigurs á Íslandsmótinu í knattspyrnu.Vísir/Ernir Lið Rúnars spila öllu jafnan 4-2-3-1 leikkerfi. Markverðirnir í liðum hans eru oftast góður í loftinu og skipuleggja varnarleikinn vel. Þeir eru ekki oft kenndir við að vera frábærir í fótunum ef Rúnar Alex Rúnarsson, sonur Rúnars, er frátalinn en hann lék nokkra leiki fyrir félagið áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Rúnar leggur samt sem áður mikið upp úr því að lið hans séu vel spilandi og geti leyst úr pressu. Bakverðir fá svo leyfi til að sækja á meðan liðið er oftast skipað tveimur djúpum miðjumönnum. Lið hans eru vel skipulögð, mjög góð í að breyta vörn í sókn og spila öllu jafnan mjög agaðan varnarleik sem og árangursríkan sóknarleik. Til að mynda skoraði aðeins Breiðablik fleiri mörk en KR í fyrra. Blikar skoruðu 45 en KR-ingar einu minna eða 44. Þá fengu Íslandsmeistararnir aðeins á sig 23 mörk eða minnst allra í deildinni. Rúnar hefur alla tíð verið duglegur að færa leikmenn til á vellinum. Þannig varð Skúli Jón Friðgeirsson að miðverði eftir að hafa verið sóknarsinnaður miðjumaður upp alla yngri flokka. Á síðustu leiktíð varð Kennie Chopart að öflugum sóknarbakverði eftir að hafa verið kant- og sóknarmaður allan sinn feril. KR liðið var hins vegar aldrei feimið við að sitja til baka og beita skyndisóknum ef þess þurfti. Til að mynda unnu þeir Víking 1-0 heima og að heiman þar sem Víkingar fengu varla færi. KR-ingar gerðu einfaldlega sitt þó svo að Rúnar hefði viljað sjá lið sitt spila boltanum betur sín á milli í fyrri leik liðanna. Heimir Guðjónsson er snúinn aftur í Pepsi Max deildina en hann tók við Val í haust. Heimir hefur verið undanfarin tvö ár í Færeyjum þar sem hann gerði HB frá Þórshöfn meðal annars að meisturum árið 2018. Þar áður hafði náð frábærum árangri með FH. Það er ekki alveg ljóst hvaða leikkerfi Valsmenn munu leika í sumar en Heimir spilaði nær eingöngu 4-2-3-1 á sínum tíma hjá FH. Eftir að hafa orðið meistarar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar tvö ár í röð þá var síðasta tímabil Valsmanna algjör skelfing. Liðið náði aldrei neinu flugi og endaði í 6.sæti, 23 stigum á eftir toppliði KR. Undir stjórn Ólafs var liðið á köflum einkar sóknarsinnað og í upphafi sumars 2018 var liðið að spila 3-3-4 leikkerfi með tvo bakverði sem hluta af þriggja manna varnarlínu. Byrjunarlið Vals á móti Stjörnunni #valurfotbolti #valur #pepsideildin #pepsimörkin #fotboltinetrt #fotboltinet #433_is pic.twitter.com/oOKBQPa9w5— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) May 18, 2018 Hvort Heimir muni prófa það á eftir að koma í ljós en það virðist sem hann mundi halda sig við sitt hefðbundna leikkerfi sem stendur. Hann telur Val vanta annan framherja til að minnka álagið á Patrick Pedersen, framherja liðsins. Sigurður Egill Lárusson hefur verið nýttur í fremstu víglínu á undirbúningstímabilinu þegar Pedersen spilar ekki. Aðstoðarþjálfari Heimis hjá Val er svo Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, en hann þjálfaði áður Grindavík og KA í Pepsi Max deildinni. Hann er mjög taktískur þjálfari og hafa lið hans spilaðan agaðan varnarleik. Það sást best á því að Grindavík fékk aðeins á sig 28 mörk á síðustu leiktíð. Varnarleikur Vals ætti því að vera í toppmálum en liðið er skipað nokkrum af bestu varnarmönnum landsins. Þar má nefna Birki Má Sævarsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, þá er landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson á milli stanganna. Á undirbúningstímabilinu stillti Valur upp í fast leikatriði eftir innkast í leik gegn Leikni Reykjavík. Innkastið var á miðjum vallarhelmingi mótherja. Pedersen fór alveg ofan í aftasta varnarmann og ýtti varnarlínu Leiknis aftur. Hann kom svo á ferðinni í átt að innkastinu, fékk knöttinn á bringuna og lagði hann þannig fyrir Hauk Pál sem hafði upphaflega boðið sig stutt. Haukur sendi svo knöttinn í fyrsta, nánast blinandi þvert yfir völlinn á Kaj Leó í Bartalsstovu sem var aleinn á hægri væng liðsins. Hann lék upp að vítateig og gaf fyrir. Ólafur Kristjánsson er á leið inn í sitt þriðja tímabil með FH-liðið. Eftir að hafa lent í 5. sæti sumarið 2018 þá náði liðið 3. sæti í fyrra og ætlar sér eflaust enn stærri hluti á komandi leiktíð. Ólafur kýs að spila 4-3-3 með tvo fljótandi miðjumenn fyrir framan einn djúpan. Reikna má með að Björn Daníel Sverrisson verði í lykilhlutverki á miðjunni en annars er erfitt að lesa í mögulegt byrjunarlið FH. Davíð Þór Viðarsson er hættur, Brandur Olsen er farinn til Svíþjóðar og Kristinn Steindórsson er genginn í raðir Breiðablisk en báðir léku þeir á miðju liðsins í fyrra. Þeir Daníel Hafsteinsson, á láni, og Baldur Sigurðsson eru komnir til félagsins og mögulega eiga þeir að fylla í skarðið á miðju liðsins. Baldur hefur þó alltaf spilað best í svæðinu á bakvið fremsta mann og þá eru orðrómar um að hann muni leysa miðvörð ef þess þarf. Ólafur vill að sín lið spili boltanum vel meðfram jörðinni og leggur hann áherslu á að sækja í það sem kallast á ensku „half space“ en það er svæðið utarlega á jaðri vítateigs sitt hvoru megin. Leikmannahópur FH hefur verið síbreytilegur síðan Ólafur tók við og því erfitt að setja fingurinn nákvæmlega á hvað uppleggið verður í sumar. Morten Beck mun þó eflaust spila stórt hlutverk en í honum hefur Ólafur framherja sem hann treystir fullkomlega. Hinn stóri og stæðilegi Dani gæti því nýst vel ef FH-ingar ákveða að lyfta boltanum frekar upp völlinn heldur að spila knettinum með jörðinni. Morten Beck (til vinstri) hefur átt góðu gengi að fagna síðan hann gekk í raðir FH.Bára/Vísir Að lokum er Stjarnan nefnd til sögunnar. Ólafur Jóhannesson, margfaldur Íslandsmeistari með Val og FH, er nú orðinn annar af aðalþjálfurum liðsins en fyrir er Rúnar Páll Sigmundsson sem gerði liðið að Íslandsmeisturum 2014. Liðið hefur undir stjórn Rúnars Páls spilað beinskeyttan og árangursríkan fótbolta. Það er þó alltaf pláss fyrir listamanninn Hilmar Árna Halldórsson en hann hefur verið einn af albestu leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Spyrnugeta hans nýtur sín þó til hins ítrasta hjá stóru og sterku liði Garðbæinga. Föst leikatriði eru hrein martröð fyrir andstæðingana Stjörnunnar. Hvort Ólafur reyni að sannfæra Rúnar um að spila 3-3-4 leikkerfið sem hann prófaði hjá Val verður að koma í ljós en áhugavert verður að fylgjast með samstarfi þeirra í sumar. Í greinunum tveimur eru alls nefnd sex lið eða helmingur allra liða sem tekur þátt í Pepsi Max deildinni í ár. Ef til vill verður ekkert þeirra meistari og mögulega verða allt önnur lið sem stela fyrirsögnunum í sumar. Það verður hins vegar að koma í ljós en þessari samantekt er slegið upp til gamans og er aðeins skoðun undirritaðs en ekki íþróttadeildar Vísis. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Eftirvæntingin fyrir Pepsi Max deildinni er mikil þó ekki sé ljóst hvenær leikar munu hefjast vegna þeirrar óvissu sem er í samfélaginu um þessar mundir. En við hverju má búast í sumar? Í gær var farið yfir hinn svokallaða „nýja skóla“ og hvað felst í því hugtaki. Þar voru Víkingur og Breiðablik nefnd til sögunnar en þeim er báðum spáð góðu gengi í sumar. Hér að neðan verður farið yfir lið sem flokka mætti þá undir „gamla skólann.“ Hugtakið er oft notað í niðrandi merkingu en hér er einfaldlega verið að reyna gera greinarmun á því sem Víkingur og Breiðablik virðast ætla að gera öðruvísi en önnur lið Pepsi Max deildarinnar. Að þessu sinni á „gamli skólinn“ frekar við um lið sem eru ekki hrædd við að verjast til að landa þremur stigum. Liðum sem eru vel skipulögð, beinskeytt, góð í að snúa vörn í sókn og öfugt. Þá eru þetta þau lið sem hafa unnið hvað flesta titla hér á landi undanfarin ár sem og þeir þjálfarar sem hafa náð hvað mestum árangri. „Gamli skólinn“ (KR, Valur, FH og Stjarnan) Ríkjandi Íslandsmeistarar KR stefna á að verja titil sinn en það er eitthvað sem Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, hefur ekki enn tekist. Rúnar Kristinsson hefur þrívegis stýrt KR til sigurs á Íslandsmótinu í knattspyrnu.Vísir/Ernir Lið Rúnars spila öllu jafnan 4-2-3-1 leikkerfi. Markverðirnir í liðum hans eru oftast góður í loftinu og skipuleggja varnarleikinn vel. Þeir eru ekki oft kenndir við að vera frábærir í fótunum ef Rúnar Alex Rúnarsson, sonur Rúnars, er frátalinn en hann lék nokkra leiki fyrir félagið áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Rúnar leggur samt sem áður mikið upp úr því að lið hans séu vel spilandi og geti leyst úr pressu. Bakverðir fá svo leyfi til að sækja á meðan liðið er oftast skipað tveimur djúpum miðjumönnum. Lið hans eru vel skipulögð, mjög góð í að breyta vörn í sókn og spila öllu jafnan mjög agaðan varnarleik sem og árangursríkan sóknarleik. Til að mynda skoraði aðeins Breiðablik fleiri mörk en KR í fyrra. Blikar skoruðu 45 en KR-ingar einu minna eða 44. Þá fengu Íslandsmeistararnir aðeins á sig 23 mörk eða minnst allra í deildinni. Rúnar hefur alla tíð verið duglegur að færa leikmenn til á vellinum. Þannig varð Skúli Jón Friðgeirsson að miðverði eftir að hafa verið sóknarsinnaður miðjumaður upp alla yngri flokka. Á síðustu leiktíð varð Kennie Chopart að öflugum sóknarbakverði eftir að hafa verið kant- og sóknarmaður allan sinn feril. KR liðið var hins vegar aldrei feimið við að sitja til baka og beita skyndisóknum ef þess þurfti. Til að mynda unnu þeir Víking 1-0 heima og að heiman þar sem Víkingar fengu varla færi. KR-ingar gerðu einfaldlega sitt þó svo að Rúnar hefði viljað sjá lið sitt spila boltanum betur sín á milli í fyrri leik liðanna. Heimir Guðjónsson er snúinn aftur í Pepsi Max deildina en hann tók við Val í haust. Heimir hefur verið undanfarin tvö ár í Færeyjum þar sem hann gerði HB frá Þórshöfn meðal annars að meisturum árið 2018. Þar áður hafði náð frábærum árangri með FH. Það er ekki alveg ljóst hvaða leikkerfi Valsmenn munu leika í sumar en Heimir spilaði nær eingöngu 4-2-3-1 á sínum tíma hjá FH. Eftir að hafa orðið meistarar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar tvö ár í röð þá var síðasta tímabil Valsmanna algjör skelfing. Liðið náði aldrei neinu flugi og endaði í 6.sæti, 23 stigum á eftir toppliði KR. Undir stjórn Ólafs var liðið á köflum einkar sóknarsinnað og í upphafi sumars 2018 var liðið að spila 3-3-4 leikkerfi með tvo bakverði sem hluta af þriggja manna varnarlínu. Byrjunarlið Vals á móti Stjörnunni #valurfotbolti #valur #pepsideildin #pepsimörkin #fotboltinetrt #fotboltinet #433_is pic.twitter.com/oOKBQPa9w5— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) May 18, 2018 Hvort Heimir muni prófa það á eftir að koma í ljós en það virðist sem hann mundi halda sig við sitt hefðbundna leikkerfi sem stendur. Hann telur Val vanta annan framherja til að minnka álagið á Patrick Pedersen, framherja liðsins. Sigurður Egill Lárusson hefur verið nýttur í fremstu víglínu á undirbúningstímabilinu þegar Pedersen spilar ekki. Aðstoðarþjálfari Heimis hjá Val er svo Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, en hann þjálfaði áður Grindavík og KA í Pepsi Max deildinni. Hann er mjög taktískur þjálfari og hafa lið hans spilaðan agaðan varnarleik. Það sást best á því að Grindavík fékk aðeins á sig 28 mörk á síðustu leiktíð. Varnarleikur Vals ætti því að vera í toppmálum en liðið er skipað nokkrum af bestu varnarmönnum landsins. Þar má nefna Birki Má Sævarsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, þá er landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson á milli stanganna. Á undirbúningstímabilinu stillti Valur upp í fast leikatriði eftir innkast í leik gegn Leikni Reykjavík. Innkastið var á miðjum vallarhelmingi mótherja. Pedersen fór alveg ofan í aftasta varnarmann og ýtti varnarlínu Leiknis aftur. Hann kom svo á ferðinni í átt að innkastinu, fékk knöttinn á bringuna og lagði hann þannig fyrir Hauk Pál sem hafði upphaflega boðið sig stutt. Haukur sendi svo knöttinn í fyrsta, nánast blinandi þvert yfir völlinn á Kaj Leó í Bartalsstovu sem var aleinn á hægri væng liðsins. Hann lék upp að vítateig og gaf fyrir. Ólafur Kristjánsson er á leið inn í sitt þriðja tímabil með FH-liðið. Eftir að hafa lent í 5. sæti sumarið 2018 þá náði liðið 3. sæti í fyrra og ætlar sér eflaust enn stærri hluti á komandi leiktíð. Ólafur kýs að spila 4-3-3 með tvo fljótandi miðjumenn fyrir framan einn djúpan. Reikna má með að Björn Daníel Sverrisson verði í lykilhlutverki á miðjunni en annars er erfitt að lesa í mögulegt byrjunarlið FH. Davíð Þór Viðarsson er hættur, Brandur Olsen er farinn til Svíþjóðar og Kristinn Steindórsson er genginn í raðir Breiðablisk en báðir léku þeir á miðju liðsins í fyrra. Þeir Daníel Hafsteinsson, á láni, og Baldur Sigurðsson eru komnir til félagsins og mögulega eiga þeir að fylla í skarðið á miðju liðsins. Baldur hefur þó alltaf spilað best í svæðinu á bakvið fremsta mann og þá eru orðrómar um að hann muni leysa miðvörð ef þess þarf. Ólafur vill að sín lið spili boltanum vel meðfram jörðinni og leggur hann áherslu á að sækja í það sem kallast á ensku „half space“ en það er svæðið utarlega á jaðri vítateigs sitt hvoru megin. Leikmannahópur FH hefur verið síbreytilegur síðan Ólafur tók við og því erfitt að setja fingurinn nákvæmlega á hvað uppleggið verður í sumar. Morten Beck mun þó eflaust spila stórt hlutverk en í honum hefur Ólafur framherja sem hann treystir fullkomlega. Hinn stóri og stæðilegi Dani gæti því nýst vel ef FH-ingar ákveða að lyfta boltanum frekar upp völlinn heldur að spila knettinum með jörðinni. Morten Beck (til vinstri) hefur átt góðu gengi að fagna síðan hann gekk í raðir FH.Bára/Vísir Að lokum er Stjarnan nefnd til sögunnar. Ólafur Jóhannesson, margfaldur Íslandsmeistari með Val og FH, er nú orðinn annar af aðalþjálfurum liðsins en fyrir er Rúnar Páll Sigmundsson sem gerði liðið að Íslandsmeisturum 2014. Liðið hefur undir stjórn Rúnars Páls spilað beinskeyttan og árangursríkan fótbolta. Það er þó alltaf pláss fyrir listamanninn Hilmar Árna Halldórsson en hann hefur verið einn af albestu leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Spyrnugeta hans nýtur sín þó til hins ítrasta hjá stóru og sterku liði Garðbæinga. Föst leikatriði eru hrein martröð fyrir andstæðingana Stjörnunnar. Hvort Ólafur reyni að sannfæra Rúnar um að spila 3-3-4 leikkerfið sem hann prófaði hjá Val verður að koma í ljós en áhugavert verður að fylgjast með samstarfi þeirra í sumar. Í greinunum tveimur eru alls nefnd sex lið eða helmingur allra liða sem tekur þátt í Pepsi Max deildinni í ár. Ef til vill verður ekkert þeirra meistari og mögulega verða allt önnur lið sem stela fyrirsögnunum í sumar. Það verður hins vegar að koma í ljós en þessari samantekt er slegið upp til gamans og er aðeins skoðun undirritaðs en ekki íþróttadeildar Vísis.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira