Sport

Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“

Sindri Sverrisson skrifar

Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona, er ein þeirra sem lagt hafa mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana en hún ætlaði sér að ná lágmarki í 50 metra skriðsundi á Evrópumótinu sem átti að fara fram í maí en hefur verið frestað fram yfir Ólympíuleikana vegna kórónuveirunnar.

„Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki hvort það verður neitt mót fyrir mig til að komast inn á Ólympíuleikana. Núna þurfum við bara að bíða og sjá. Það er búið að fresta Íslandsmótinu og við vitum ekki hvenær það verður eða hvort það verður. Ég vona að það verði í maí eða júní, og þá gæti ég reynt að ná inn á Ólympíuleikana þar,“ sagði Ingibjörg við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan.

„Ég reyni að vera jákvæð en það er rosalega erfitt eins og staðan er núna. Maður er bara að æfa einn, reynir að hlusta á allt og virða tveggja metra regluna. Ólympíuleikarnir eru ennþá settir á í júlí svo maður verður að halda áfram að æfa, og reyna að gera eins mikið og maður getur gert. Reyna að gera eitthvað hérna heima en ég þarf sundlaug. Ég á ekki 50 metra sundlaug hérna heima þannig að ég þarf að fara í sundlaugina að synda. Þetta er erfitt,“ sagði Ingibjörg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×