Gerbreyttar aðstæður í framhaldsskólum Guðjón H. Hauksson skrifar 20. mars 2020 15:15 Alla þessa viku hafa kennarar lagt nótt við dag við að útfæra kennslu sína með það fyrir augum að nám nemenda raskist eins lítið og hægt er vegna þess viðbúnaðar sem COVID-19 kallar á. Ekkert okkar hefur upplifað svona ástand áður. Ég hef fylgst með stétt framhaldsskólakennara mæta þessum áskorunum af gríðarlegum dugnaði og sveigjanleika. Aðstæður þeirra eru afar ólíkar og margir hafa þurft að gerbreyta kennslu og fyrirkomulagi samskipta, endurgera námsefni og verkefni og taka upp nýjar aðferðir við námsmat. Vinnan hefur í mörgum tilfellum staðið langt fram á kvöld og hafist snemma að morgni. Það hefur verið mjög uppörvandi að fylgjast með kennurum á hinum ýmsu stöðum internetsins þar sem fagmennskan, vinnugleðin og atorkan hefur ríkt, allir eru að læra af öllum með það að markmiði að halda eins vel utan um nemendur og aðstæður leyfa. Fjölmargir foreldrar hafa séð ástæðu til að þakka kennurum sérstaklega fyrir að halda vel utan um nemendurna á þessum viðsjárverðu tímum. Það er ekki laust við að maður fyllist auðmýkt og stolti yfir því sem kennarar afreka þessa dagana. Eins og aðrir fylltist ég miklum vonbrigðum þegar ég horfði á Kastljósið í gær þar sem ítrekað var látið að því liggja af hálfu þáttarstjórnandans að engin kennsla færi fram í framhaldsskólum og jafnvel ýjað að því að ekki ætti að borga verklausu fólki laun. Að vísu skal það talið Ríkissjónvarpinu til tekna að hafa beðist afsökunar á þeim ummælum sem þar féllu. Þau bera vott um vanþekkingu á því mikla starfi sem kennarar, stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar vinna nú um stundir. Félag framhaldsskólakennara vill koma því skýrt á framfæri að allt starfsfólk í skólum landsins leggur nú ofurkapp á að halda uppi menntun í landinu eins og framast er unnt. Allt tal um að fólk sé verklaust og vinni ekki fyrir launum sínum er forkastanlegt hvernig sem á það er litið. Nú þarf samfélagið að passa upp sitt skólafólk, bæði það sem kennir og það sem lærir, því fram undan er áframhaldandi álag og þetta var aðeins fyrsta vikan af mörgum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Guðjón H. Hauksson Fjölmiðlar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Alla þessa viku hafa kennarar lagt nótt við dag við að útfæra kennslu sína með það fyrir augum að nám nemenda raskist eins lítið og hægt er vegna þess viðbúnaðar sem COVID-19 kallar á. Ekkert okkar hefur upplifað svona ástand áður. Ég hef fylgst með stétt framhaldsskólakennara mæta þessum áskorunum af gríðarlegum dugnaði og sveigjanleika. Aðstæður þeirra eru afar ólíkar og margir hafa þurft að gerbreyta kennslu og fyrirkomulagi samskipta, endurgera námsefni og verkefni og taka upp nýjar aðferðir við námsmat. Vinnan hefur í mörgum tilfellum staðið langt fram á kvöld og hafist snemma að morgni. Það hefur verið mjög uppörvandi að fylgjast með kennurum á hinum ýmsu stöðum internetsins þar sem fagmennskan, vinnugleðin og atorkan hefur ríkt, allir eru að læra af öllum með það að markmiði að halda eins vel utan um nemendur og aðstæður leyfa. Fjölmargir foreldrar hafa séð ástæðu til að þakka kennurum sérstaklega fyrir að halda vel utan um nemendurna á þessum viðsjárverðu tímum. Það er ekki laust við að maður fyllist auðmýkt og stolti yfir því sem kennarar afreka þessa dagana. Eins og aðrir fylltist ég miklum vonbrigðum þegar ég horfði á Kastljósið í gær þar sem ítrekað var látið að því liggja af hálfu þáttarstjórnandans að engin kennsla færi fram í framhaldsskólum og jafnvel ýjað að því að ekki ætti að borga verklausu fólki laun. Að vísu skal það talið Ríkissjónvarpinu til tekna að hafa beðist afsökunar á þeim ummælum sem þar féllu. Þau bera vott um vanþekkingu á því mikla starfi sem kennarar, stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar vinna nú um stundir. Félag framhaldsskólakennara vill koma því skýrt á framfæri að allt starfsfólk í skólum landsins leggur nú ofurkapp á að halda uppi menntun í landinu eins og framast er unnt. Allt tal um að fólk sé verklaust og vinni ekki fyrir launum sínum er forkastanlegt hvernig sem á það er litið. Nú þarf samfélagið að passa upp sitt skólafólk, bæði það sem kennir og það sem lærir, því fram undan er áframhaldandi álag og þetta var aðeins fyrsta vikan af mörgum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun