Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2020 10:00 Gamlir en góðir. Vísir fer yfir bestu gamlingjatímabilin í efstu deild karla í fótbolta í gegnum tíðina. Miðað er við leikmenn sem voru á 35. aldursári eða eldri þegar þeir voru á meðal bestu leikmanna efstu deildar. Hér fyrir neðan má lesa um tíu bestu gamlingjatímabilin í efstu deild. Gunnleifur lék sinn fyrsta deildarleik sumarið 1994 og er leikjahæstur í sögu deildakeppninnar á Íslandi.vísir/bára Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik), 2018 Gulli er einhyrningur í íslenskum fótbolta og átti sennilega sín bestu tímabil eftir að hann varð 35 ára. Tímabilin 2012 og 2015 komu sterklega til greina, sérstaklega það síðara, en 2018-tímabilið varð fyrir valinu. Eftir erfitt tímabil hjá Breiðabliki 2017 var tímabilið árið eftir stórgott og Blikar enduðu í 2. sæti í deild og bikar. Gulli, sem var þá 43 ára og langelsti leikmaður deildarinnar, fékk aðeins á sig 17 mörk, fæst allra í deildinni, og hélt níu sinnum hreinu í 21 leik. Gulli var svo stórkostlegur í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni þar sem Breiðablik tapaði í vítaspyrnukeppni. Heimir þurfti að bíða lengi eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Heimir Guðjónsson (FH), 2004 Hlutabréfin í Heimi voru ekki há þegar Logi Ólafsson fékk hann til FH um aldamótin. En Heimir var kletturinn sem FH byggði stórveldi sitt á. FH-ingar lentu í 2. sæti í deild og bikar 2003 og árið eftir stigu þeir stóra skrefið. FH tapaði aðeins einum leik í Landsbankadeildinni og tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn með sigri á KA á Akureyri, 1-2, í lokaumferðinni. Eftir leikinn lyfti Heimir Íslandsmeistarabikarnum. Langþráð stund hjá þessum 35 ára leikmanni sem spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki 1985. Heimir var svo valinn leikmaður ársins í lok tímabils. Hann varð aftur Íslandsmeistari með FH 2005 og lagði skóna á hilluna eftir það. Hann gerði FH svo fimm sinnum að Íslandsmeisturum sem þjálfari. Óskar Örn fagnar eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val, 0-1, á Hlíðarenda síðasta haust.vísir/bára Óskar Örn Hauksson (KR), 2019 Kannski voru bestu kaup í sögu KR þegar liðið fékk Óskar Örn frá Grindavík fyrir tímabilið 2007. Þrettán árum síðar er hann leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild, fyrirliði liðsins og hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með því. Á síðasta tímabili skoraði Óskar Örn, þá 35 ára, sjö mörk og gaf átta stoðsendingar þegar KR varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum. Njarðvíkingurinn var svo verðskuldað valinn besti leikmaður tímabilsins. Hefur skrifað nafn sitt með gylltu letri í sögu KR og um leið sögu efstu deildar. Hlynur átti hvað stærstan þátt í góðu gengi ÍBV í kringum aldamótin. Hlynur Stefánsson (ÍBV), 2000 Eyjamaðurinn er sá elsti sem hefur verið valinn leikmaður ársins. Eftir að hafa leikið framarlega á vellinum lengst af ferilsins var Hlynur færður í stöðu miðvarðar fyrir tímabilið 1997. Hófst þá einn besti kafli varnarmanns í sögu efstu deildar. Á árunum 1997-2001 varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari, lenti tvisvar sinnum í 2. sæti í deild og einu sinni í bikar. Eyjavörnin, með Hlyn sem besta mann, fékk aldrei á sig meira en 17 mörk í deild á þessum tíma. Tímabilið 2000, sem var kannski það sísta hjá ÍBV á þessum tíma, var Hlynur valinn leikmaður ársins, þá 36 ára. Viðurkenning sem hann hefði svo sannarlega getað fengið fyrr en var afar vel að kominn. Síðasta tímabil Bjarka var eitt hans besta á ferlinum. Bjarki Gunnlaugsson (FH), 2012 Að hætta með stæl, það gerði Bjarki svo sannarlega 2012. Aldrei þessu vant hélst hann heill og spilaði 20 af 22 deildarleikjum FH. Til samanburðar lék hann hann samtals 45 deildarleiki á árunum 2007-11. Hinn 39 ára Bjarki var frábær í nýju hlutverki aftarlega á miðjunni. Hann fékk boltann og skilaði honum á samherja, fékk boltann og skilaði honum á samherja, fékk boltann og skilaði honum á samherja. Þið náið hugmyndinni. Hann var gangverkið í liði FH sem náði toppsætinu í 7. umferð og hélt því út tímabilið. Bjarki kvaddi því með sínum sjötta Íslandsmeistaratitli. Tryggvi var næstum því búinn að leiða ÍBV til meistaratitils 2010.vísir/vilhelm Tryggvi Guðmundsson (ÍBV), 2010 Eftir fimm ár og fimm stóra titla hjá FH gekk Tryggvi í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2010. Hann hafði þá ekki leikið með ÍBV síðan 1997 þegar liðið varð Íslandsmeistari og hann jafnaði markametið. Eftir tvö ár utan efstu deildar enduðu Eyjamenn í 10. sæti 2009. Árið eftir kom liðið mjög á óvart, var í toppbaráttu og átti möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn allt þar til í lokaumferðinni. Þar naut Tryggva ekki við og ÍBV tapaði 4-1 fyrir Keflavík. En það var ekki síst fyrir tilstuðlan hins 36 ára Tryggva að Eyjamenn voru í svona góðri stöðu og náðu sínum besta árangri síðan 2004. Tryggvi skoraði níu mörk, gaf sjö stoðsendingar og var allt í öllu í sóknarleik ÍBV. Í tíu deildarleikjum 1998 skoraði Arnór sjö mörk, gaf þrjár stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Arnór Guðjohnsen (Valur), 1998 Eftir 20 ár í atvinnumennsku kom Arnór, þá 37 ára, heim sumarið 1998 og byrjaði að leika með Val í júlí. Hann kom eins og stormsveipur inn í íslenska boltann og virtist í keppni við sjálfan sig um að skora flottasta mark tímabilsins. Hann skoraði m.a. fjögur mörk beint úr aukaspyrnum og fimm mörk fyrir utan teig. Hvort tveggja er met á einu tímabili í efstu deild. Arnór skoraði alls sjö mörk í aðeins tíu deildarleikjum. Þau reyndust munurinn milli feigs og ófeigs og komu í veg fyrir að Valur félli í fyrsta sinn úr efstu deild. Í þeim fimm leikjum sem Arnór skoraði í fengu Valsmenn 13 stig. Í hinum 13 leikjunum fengu þeir samtals fimm stig. Þeir héldu sér á endanum uppi á markatölu. Birkir lék með ÍBV á árunum 1999-2006. Birkir Kristinsson (ÍBV), 2001 Birkir átti fjölmörg góð tímabil á ferlinum og mörg þeirra komu eftir að hann varð 35 ára. Tímabilið 2001 stendur þó líklega upp úr. ÍBV var spáð 4. sæti Landssímadeildarinnar en kom mjög á óvart og var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari. Eyjamenn byggðu á sterkri vörn og hinn 37 ára Birkir frábær fyrir aftan hana. Hann hélt ellefu sinnum hreinu í fyrstu 15 umferðunum og ÍBV fékk aðeins á sig 15 mörk, fæst allra í deildinni. Ef ÍBV hefði haldið einu sinni hreinu í viðbót hefði Birkir jafnað met sitt frá 1988 þegar hann hélt tólf sinnum hreinu í 18 leikjum er Fram varð Íslandsmeistari. Birkir og félagar í ÍBV mættu ÍA í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni 2001 en urðu að gera sér silfrið að góðu eftir 2-2 jafntefli. Sveinbjörn vann sér aftur sæti í íslenska landsliðinu 1992 eftir góða frammistöðu með Þór. Sveinbjörn Hákonarson (Þór), 1992 ÍA komst upp í efstu deild 1991 og varð Íslandsmeistari ári seinna. Helstu keppinautar ÍA um Íslandsmeistaratitilinn voru hinir nýliðarnir, Þór. Einn af prímusmótorum þeirra var Skagamaðurinn Sveinbjörn Hákonarson. Hann lék alla 18 deildarleiki Þórs 1992, skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar. Sveinbjörn var valinn í úrvalslið tímabilsins og það sem meira er var hann valinn aftur í íslenska landsliðið, 35 ára. Hann lék tvo landsleiki í október 1992 en það voru fyrstu landsleikir hans í fimm ár. Bjarni varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Val.vísir/bára Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur), 2017 Tímabilið 2017 hjá Bjarna er eitt besta tímabil hjá bakverði á seinni árum, ásamt tímabilunum hjá Kristni Jónssyni 2012 og 2019 og Guðmundi Reyni Gunnarssyni 2011. Bjarni lék afar vel fyrstu fjögur árin sem Ólafur Jóhannesson stýrði Val en 2017 toppaði hann. Valsmenn urðu þá Íslandsmeistarar í fyrsta sinn síðan 2007 og það með yfirburðum. Valur fékk tólf fleiri stig en Stjarnan sem var í 2. sæti. Bjarni skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í deildinni þetta tímabil. Samvinna þeirra Sigurðar Egil Lárussonar var frábær og þeir mynduðu eitt besta, ef ekki besta, tvíeyki deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Vísir fer yfir bestu gamlingjatímabilin í efstu deild karla í fótbolta í gegnum tíðina. Miðað er við leikmenn sem voru á 35. aldursári eða eldri þegar þeir voru á meðal bestu leikmanna efstu deildar. Hér fyrir neðan má lesa um tíu bestu gamlingjatímabilin í efstu deild. Gunnleifur lék sinn fyrsta deildarleik sumarið 1994 og er leikjahæstur í sögu deildakeppninnar á Íslandi.vísir/bára Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik), 2018 Gulli er einhyrningur í íslenskum fótbolta og átti sennilega sín bestu tímabil eftir að hann varð 35 ára. Tímabilin 2012 og 2015 komu sterklega til greina, sérstaklega það síðara, en 2018-tímabilið varð fyrir valinu. Eftir erfitt tímabil hjá Breiðabliki 2017 var tímabilið árið eftir stórgott og Blikar enduðu í 2. sæti í deild og bikar. Gulli, sem var þá 43 ára og langelsti leikmaður deildarinnar, fékk aðeins á sig 17 mörk, fæst allra í deildinni, og hélt níu sinnum hreinu í 21 leik. Gulli var svo stórkostlegur í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni þar sem Breiðablik tapaði í vítaspyrnukeppni. Heimir þurfti að bíða lengi eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Heimir Guðjónsson (FH), 2004 Hlutabréfin í Heimi voru ekki há þegar Logi Ólafsson fékk hann til FH um aldamótin. En Heimir var kletturinn sem FH byggði stórveldi sitt á. FH-ingar lentu í 2. sæti í deild og bikar 2003 og árið eftir stigu þeir stóra skrefið. FH tapaði aðeins einum leik í Landsbankadeildinni og tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn með sigri á KA á Akureyri, 1-2, í lokaumferðinni. Eftir leikinn lyfti Heimir Íslandsmeistarabikarnum. Langþráð stund hjá þessum 35 ára leikmanni sem spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki 1985. Heimir var svo valinn leikmaður ársins í lok tímabils. Hann varð aftur Íslandsmeistari með FH 2005 og lagði skóna á hilluna eftir það. Hann gerði FH svo fimm sinnum að Íslandsmeisturum sem þjálfari. Óskar Örn fagnar eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val, 0-1, á Hlíðarenda síðasta haust.vísir/bára Óskar Örn Hauksson (KR), 2019 Kannski voru bestu kaup í sögu KR þegar liðið fékk Óskar Örn frá Grindavík fyrir tímabilið 2007. Þrettán árum síðar er hann leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild, fyrirliði liðsins og hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með því. Á síðasta tímabili skoraði Óskar Örn, þá 35 ára, sjö mörk og gaf átta stoðsendingar þegar KR varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum. Njarðvíkingurinn var svo verðskuldað valinn besti leikmaður tímabilsins. Hefur skrifað nafn sitt með gylltu letri í sögu KR og um leið sögu efstu deildar. Hlynur átti hvað stærstan þátt í góðu gengi ÍBV í kringum aldamótin. Hlynur Stefánsson (ÍBV), 2000 Eyjamaðurinn er sá elsti sem hefur verið valinn leikmaður ársins. Eftir að hafa leikið framarlega á vellinum lengst af ferilsins var Hlynur færður í stöðu miðvarðar fyrir tímabilið 1997. Hófst þá einn besti kafli varnarmanns í sögu efstu deildar. Á árunum 1997-2001 varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari, lenti tvisvar sinnum í 2. sæti í deild og einu sinni í bikar. Eyjavörnin, með Hlyn sem besta mann, fékk aldrei á sig meira en 17 mörk í deild á þessum tíma. Tímabilið 2000, sem var kannski það sísta hjá ÍBV á þessum tíma, var Hlynur valinn leikmaður ársins, þá 36 ára. Viðurkenning sem hann hefði svo sannarlega getað fengið fyrr en var afar vel að kominn. Síðasta tímabil Bjarka var eitt hans besta á ferlinum. Bjarki Gunnlaugsson (FH), 2012 Að hætta með stæl, það gerði Bjarki svo sannarlega 2012. Aldrei þessu vant hélst hann heill og spilaði 20 af 22 deildarleikjum FH. Til samanburðar lék hann hann samtals 45 deildarleiki á árunum 2007-11. Hinn 39 ára Bjarki var frábær í nýju hlutverki aftarlega á miðjunni. Hann fékk boltann og skilaði honum á samherja, fékk boltann og skilaði honum á samherja, fékk boltann og skilaði honum á samherja. Þið náið hugmyndinni. Hann var gangverkið í liði FH sem náði toppsætinu í 7. umferð og hélt því út tímabilið. Bjarki kvaddi því með sínum sjötta Íslandsmeistaratitli. Tryggvi var næstum því búinn að leiða ÍBV til meistaratitils 2010.vísir/vilhelm Tryggvi Guðmundsson (ÍBV), 2010 Eftir fimm ár og fimm stóra titla hjá FH gekk Tryggvi í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2010. Hann hafði þá ekki leikið með ÍBV síðan 1997 þegar liðið varð Íslandsmeistari og hann jafnaði markametið. Eftir tvö ár utan efstu deildar enduðu Eyjamenn í 10. sæti 2009. Árið eftir kom liðið mjög á óvart, var í toppbaráttu og átti möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn allt þar til í lokaumferðinni. Þar naut Tryggva ekki við og ÍBV tapaði 4-1 fyrir Keflavík. En það var ekki síst fyrir tilstuðlan hins 36 ára Tryggva að Eyjamenn voru í svona góðri stöðu og náðu sínum besta árangri síðan 2004. Tryggvi skoraði níu mörk, gaf sjö stoðsendingar og var allt í öllu í sóknarleik ÍBV. Í tíu deildarleikjum 1998 skoraði Arnór sjö mörk, gaf þrjár stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Arnór Guðjohnsen (Valur), 1998 Eftir 20 ár í atvinnumennsku kom Arnór, þá 37 ára, heim sumarið 1998 og byrjaði að leika með Val í júlí. Hann kom eins og stormsveipur inn í íslenska boltann og virtist í keppni við sjálfan sig um að skora flottasta mark tímabilsins. Hann skoraði m.a. fjögur mörk beint úr aukaspyrnum og fimm mörk fyrir utan teig. Hvort tveggja er met á einu tímabili í efstu deild. Arnór skoraði alls sjö mörk í aðeins tíu deildarleikjum. Þau reyndust munurinn milli feigs og ófeigs og komu í veg fyrir að Valur félli í fyrsta sinn úr efstu deild. Í þeim fimm leikjum sem Arnór skoraði í fengu Valsmenn 13 stig. Í hinum 13 leikjunum fengu þeir samtals fimm stig. Þeir héldu sér á endanum uppi á markatölu. Birkir lék með ÍBV á árunum 1999-2006. Birkir Kristinsson (ÍBV), 2001 Birkir átti fjölmörg góð tímabil á ferlinum og mörg þeirra komu eftir að hann varð 35 ára. Tímabilið 2001 stendur þó líklega upp úr. ÍBV var spáð 4. sæti Landssímadeildarinnar en kom mjög á óvart og var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari. Eyjamenn byggðu á sterkri vörn og hinn 37 ára Birkir frábær fyrir aftan hana. Hann hélt ellefu sinnum hreinu í fyrstu 15 umferðunum og ÍBV fékk aðeins á sig 15 mörk, fæst allra í deildinni. Ef ÍBV hefði haldið einu sinni hreinu í viðbót hefði Birkir jafnað met sitt frá 1988 þegar hann hélt tólf sinnum hreinu í 18 leikjum er Fram varð Íslandsmeistari. Birkir og félagar í ÍBV mættu ÍA í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni 2001 en urðu að gera sér silfrið að góðu eftir 2-2 jafntefli. Sveinbjörn vann sér aftur sæti í íslenska landsliðinu 1992 eftir góða frammistöðu með Þór. Sveinbjörn Hákonarson (Þór), 1992 ÍA komst upp í efstu deild 1991 og varð Íslandsmeistari ári seinna. Helstu keppinautar ÍA um Íslandsmeistaratitilinn voru hinir nýliðarnir, Þór. Einn af prímusmótorum þeirra var Skagamaðurinn Sveinbjörn Hákonarson. Hann lék alla 18 deildarleiki Þórs 1992, skoraði sex mörk og gaf sex stoðsendingar. Sveinbjörn var valinn í úrvalslið tímabilsins og það sem meira er var hann valinn aftur í íslenska landsliðið, 35 ára. Hann lék tvo landsleiki í október 1992 en það voru fyrstu landsleikir hans í fimm ár. Bjarni varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Val.vísir/bára Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur), 2017 Tímabilið 2017 hjá Bjarna er eitt besta tímabil hjá bakverði á seinni árum, ásamt tímabilunum hjá Kristni Jónssyni 2012 og 2019 og Guðmundi Reyni Gunnarssyni 2011. Bjarni lék afar vel fyrstu fjögur árin sem Ólafur Jóhannesson stýrði Val en 2017 toppaði hann. Valsmenn urðu þá Íslandsmeistarar í fyrsta sinn síðan 2007 og það með yfirburðum. Valur fékk tólf fleiri stig en Stjarnan sem var í 2. sæti. Bjarni skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í deildinni þetta tímabil. Samvinna þeirra Sigurðar Egil Lárussonar var frábær og þeir mynduðu eitt besta, ef ekki besta, tvíeyki deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira