Upplýsingar á tímum kórónaveirunnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. mars 2020 06:00 Á tímum heimsfaraldurs, samkomubanns og efnahagsniðursveiflu mætti færa fyrir því rök að tregða hins opinbera til að afhenda afrit af upplýsingum og svara fyrirspurnum væri frekar óspennandi umfjöllunarefni. Raunar myndu flestir sennilega telja það frekar óspennandi flesta daga ársins. Þrátt fyrir það er það kúrs þessa pistils. Fyrir tæpum sex árum álpaðist ég inn á ritstjórn fjölmiðils og hef síðan þá starfað sem blaðamaður. Áhugasvið blaðamanna eru jafn misjöfn og þeir eru margir. Sumir taka viðtöl við áhugavert fólk, aðrir fjalla eingöngu um hvers kyns íþróttir og enn aðrir hólkast upp þegar veður eru válynd eða vá ber að garði. Með hækkandi starfsaldri hef ég hins vegar oftar en ekki fjallað um lög, lagasetningu og stjórnsýsluna. Afleiðing þess er nokkur samskipti við stjórnvöld, þá bæði í formi fyrirspurna um tiltekið efni eða beiðnum um að fá afrit af gögnum í þeirra vörslu. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að stjórnvöld spanna, líkt og blaðamenn, allt litrófið. Hjá sumum þeirra hefur sú lína verið tekin að reyna að svara erindum nánast jafn harðan og ef það tekst ekki að láta vita hvenær svars er að vænta. Samkvæmt reynslu minni eru þau, þótt slíkt sé lögboðið, í minnihluta. Öllu algengara er að biðtími eftir svari sé lengri en góðu hófi gegnir. Að mínu mati er best að sýna fram á þetta með örfáum dæmum. Í nóvember 2017 óskaði ég eftir því við kjararáð að fá afrit af fundargerðum ráðsins. Til að gera langa sögu stutta þá fengust þær fundargerðir afhentar í ársbyrjun 2019 eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði bæði gert ráðið og fjármálaráðuneytið afturreka með afstöðu sína til afhendingarinnar. Sem stendur eru síðan tvær útistandandi beiðnir sem ég held sérstaklega upp á. Önnur þeirra var send síðasta haust. Um síðustu mánaðarmót, kringum sjö mánaða afmæli hennar, fékk hún fyrstu tönnina sína. Stóra systir hennar varð hins vegar eins árs í síðasta mánuði og stutt í að hún taki fyrstu skrefin sín. Mér skilst að það styttist í að sú yngri verði afgreidd en svar við hinni mun sennilega, sökum veirufaraldurs, sitja á hakanum fram á sumar. Það verður að viðurkennast að slík bið getur verið ergileg. Mig grunar að flestir blaðamenn séu meðvitaðir um að hið opinbera hefur fjölda verkefna á sinni könnu og að sum þeirra verkefna séu vafalaust mikilvægari en að svara spurningum fjölmiðla. Fyrir mitt leyti veit ég það líka að í hvert skipti sem slík fyrirspurn berst að þá þarf einhver starfsmaður að útbúa svar í hjáverkum og mig grunar að það sé ekki vinsælt verkefni. Erindin eru samt ekki send af stað til að skapa leiðindi heldur af því að blaðamaðurinn telur að þau geti gefið tilefni til umfjöllunar. Við svörum þér „eftir helgi“ Á einhverjum tímapunkti brugðust stjórnvöld við því að hafa innan sinna raða upplýsingafulltrúa sem meðal annars taka við erindum, koma þeim á réttan starfsmann og senda síðan svar til baka þegar það liggur fyrir. Sumir þeirra eru framúrskarandi, svara jafnt síma og tölvupósti, láta vita hvenær svars sé að vænta og hvort mögulegt sé að það dragist á langinn. Aðra týpu upplýsingafulltrúa mætti síðan senda á námskeið í væntingastjórnun en henni verður best lýst með eftirfarandi, sannsögulegu dæmi: Undirritaður sendir fyrirspurn á fimmtudegi og fær svar um hæl. „Sæll. Þetta verður komið til þín eftir helgi.“ Frábært. Sá afgreiðslutími er nefnilega talsvert undir pari þegar kemur að hinu opinbera. En síðan líður helgin og næsta vika án þess að svar berist. Svohljóðandi ítrekunarpóstur sendur af stað tæpum þremur vikum síðar, að þessu sinni á miðvikudegi: „Sæll. Eruð þið búin að ákveða hvaða helgi það er sem um ræðir?“ Aftur barst svar nánast um leið. Þar var biðin afsökuð og því lofað að svar við fyrirspurninni, sem var tiltölulega einföld, kæmi „eftir helgi“. En helgin leið og næsta helgi án þess að svar myndi berast. Fyrirspurnin var því ítrekuð öðru sinni fimm vikum eftir að hún fór fyrst af stað. „Sæll. Ertu viss um að við leggjum sama skilning í frasann „eftir helgi“? Með kveðju, Jóhann.“ Í þriðja sinn var svarað að svar myndi skila sér eftir helgi en að þessu sinni stóðst það. Ég læt lesendum að meta það hvort tiltekið stjórnvald hafi sprengt ramma frasans „eftir helgi“. Uppáhalds upplýsingafulltrúarnir blaðamanna eru síðan þeir sem eru fullkomlega óþarfir. Dæmi um slíka eru upplýsingafulltrúar stofnana sem mega ekkert segja um einstök mál og heldur ekki láta neitt hafa eftir sér almennt. Þá finnst þeim heldur ekkert gaman að beina manni í átt að einhverjum sem mögulega gæti veitt upplýsingar um mál. Hringaveitleysan endalausa Þessi svartregða, sem virðist vera landlæg í nokkrum stofnunum, er ekki af hinu góða. Það þegar stjórnvöld þegja þunnu hljóði, eða berjast með kjafti og klóm til að komast hjá því að veita svar, skapar nefnilega þá tilfinningu að einhversstaðar sé óhreint mjöl í pokahorni. Sú tilfinning elur af sér fleiri spurningar og þar með er stutt í að báðir aðilar festist í leiðinlegri hringavitleysu. Síðasta sumar var lögfest breyting á upplýsingalögunum þess efnis að hafi stjórnvald ekki afgreitt beiðni um gögn á 30 virkum dögum myndist sjálfkrafa frestur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Breytingunni var ætlað að vera spark í rassinn svo stjórnvöld myndu verða fúsari til svars. Reyndin hefur verið að einhver stjórnvöld og stofnanir, fjarri því öll, líta á þetta sem frípassa til að sleppa því að svara. Það er ef þau bíða nógu lengi mun vandamál þeirra á endanum verða vandamál einhvers annars. Enn önnur stjórnvöld virðast hafa gripið til þeirrar ráðstöfunar að draga það í lengstu lög að svara og þegar svarið berst, oft synjun um afhendingu á gögnum, þá er ákvörðunin haldin formannmarka. Þegar niðurstaðan er síðan kærð til úrskurðarnefndarinnar leiðir það til þess að afgreiðslan er felld úr gildi og stjórnvaldið fær málið í hausinn aftur til lögmætrar afgreiðslu. Þá er hins vegar auðvelt að kokka upp nýtt svar sem líka er gallað að forminu til. Með þessu geta stjórnvöld keypt sér hellings auka tíma. Fyrst nýta þau virku dagana þrjátíu til fulls, fá málið í hausinn eftir nokkurra vikna meðferð hjá nefndinni og síðan byrjar lúppan aftur. Slíkt er líka afar þreytandi. Líkt og nefnt var í upphafi ríkja nú einstakir óvissutímar. Þegar þeir hafa runnið sitt skeið væri ágætt ef umrædd mál væru lagfærð til frambúðar svo blaðamenn geti hætt að kvarta undan stjórnvöldum og stjórnvöld gætu hætt að pirra sig á blaðamönnum. Það bara hlýtur að vera til gylltur meðalvegur, sem virkar fyrir alla hlutaðeigandi, milli þess að svara öllu á stundinni og að svara erindum að vikum, mánuðum og árum liðnum. Að því sögðu óska ég stjórnvöldum og löggjafanum velfarnaðar í þeirri vinnu sem framundan er og vona að þau taki við fyrirspurnum með bros á vör að björgunarstörfum loknum. Höfundur er blaðamaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jóhann Óli Eiðsson Rómur Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Á tímum heimsfaraldurs, samkomubanns og efnahagsniðursveiflu mætti færa fyrir því rök að tregða hins opinbera til að afhenda afrit af upplýsingum og svara fyrirspurnum væri frekar óspennandi umfjöllunarefni. Raunar myndu flestir sennilega telja það frekar óspennandi flesta daga ársins. Þrátt fyrir það er það kúrs þessa pistils. Fyrir tæpum sex árum álpaðist ég inn á ritstjórn fjölmiðils og hef síðan þá starfað sem blaðamaður. Áhugasvið blaðamanna eru jafn misjöfn og þeir eru margir. Sumir taka viðtöl við áhugavert fólk, aðrir fjalla eingöngu um hvers kyns íþróttir og enn aðrir hólkast upp þegar veður eru válynd eða vá ber að garði. Með hækkandi starfsaldri hef ég hins vegar oftar en ekki fjallað um lög, lagasetningu og stjórnsýsluna. Afleiðing þess er nokkur samskipti við stjórnvöld, þá bæði í formi fyrirspurna um tiltekið efni eða beiðnum um að fá afrit af gögnum í þeirra vörslu. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að stjórnvöld spanna, líkt og blaðamenn, allt litrófið. Hjá sumum þeirra hefur sú lína verið tekin að reyna að svara erindum nánast jafn harðan og ef það tekst ekki að láta vita hvenær svars er að vænta. Samkvæmt reynslu minni eru þau, þótt slíkt sé lögboðið, í minnihluta. Öllu algengara er að biðtími eftir svari sé lengri en góðu hófi gegnir. Að mínu mati er best að sýna fram á þetta með örfáum dæmum. Í nóvember 2017 óskaði ég eftir því við kjararáð að fá afrit af fundargerðum ráðsins. Til að gera langa sögu stutta þá fengust þær fundargerðir afhentar í ársbyrjun 2019 eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði bæði gert ráðið og fjármálaráðuneytið afturreka með afstöðu sína til afhendingarinnar. Sem stendur eru síðan tvær útistandandi beiðnir sem ég held sérstaklega upp á. Önnur þeirra var send síðasta haust. Um síðustu mánaðarmót, kringum sjö mánaða afmæli hennar, fékk hún fyrstu tönnina sína. Stóra systir hennar varð hins vegar eins árs í síðasta mánuði og stutt í að hún taki fyrstu skrefin sín. Mér skilst að það styttist í að sú yngri verði afgreidd en svar við hinni mun sennilega, sökum veirufaraldurs, sitja á hakanum fram á sumar. Það verður að viðurkennast að slík bið getur verið ergileg. Mig grunar að flestir blaðamenn séu meðvitaðir um að hið opinbera hefur fjölda verkefna á sinni könnu og að sum þeirra verkefna séu vafalaust mikilvægari en að svara spurningum fjölmiðla. Fyrir mitt leyti veit ég það líka að í hvert skipti sem slík fyrirspurn berst að þá þarf einhver starfsmaður að útbúa svar í hjáverkum og mig grunar að það sé ekki vinsælt verkefni. Erindin eru samt ekki send af stað til að skapa leiðindi heldur af því að blaðamaðurinn telur að þau geti gefið tilefni til umfjöllunar. Við svörum þér „eftir helgi“ Á einhverjum tímapunkti brugðust stjórnvöld við því að hafa innan sinna raða upplýsingafulltrúa sem meðal annars taka við erindum, koma þeim á réttan starfsmann og senda síðan svar til baka þegar það liggur fyrir. Sumir þeirra eru framúrskarandi, svara jafnt síma og tölvupósti, láta vita hvenær svars sé að vænta og hvort mögulegt sé að það dragist á langinn. Aðra týpu upplýsingafulltrúa mætti síðan senda á námskeið í væntingastjórnun en henni verður best lýst með eftirfarandi, sannsögulegu dæmi: Undirritaður sendir fyrirspurn á fimmtudegi og fær svar um hæl. „Sæll. Þetta verður komið til þín eftir helgi.“ Frábært. Sá afgreiðslutími er nefnilega talsvert undir pari þegar kemur að hinu opinbera. En síðan líður helgin og næsta vika án þess að svar berist. Svohljóðandi ítrekunarpóstur sendur af stað tæpum þremur vikum síðar, að þessu sinni á miðvikudegi: „Sæll. Eruð þið búin að ákveða hvaða helgi það er sem um ræðir?“ Aftur barst svar nánast um leið. Þar var biðin afsökuð og því lofað að svar við fyrirspurninni, sem var tiltölulega einföld, kæmi „eftir helgi“. En helgin leið og næsta helgi án þess að svar myndi berast. Fyrirspurnin var því ítrekuð öðru sinni fimm vikum eftir að hún fór fyrst af stað. „Sæll. Ertu viss um að við leggjum sama skilning í frasann „eftir helgi“? Með kveðju, Jóhann.“ Í þriðja sinn var svarað að svar myndi skila sér eftir helgi en að þessu sinni stóðst það. Ég læt lesendum að meta það hvort tiltekið stjórnvald hafi sprengt ramma frasans „eftir helgi“. Uppáhalds upplýsingafulltrúarnir blaðamanna eru síðan þeir sem eru fullkomlega óþarfir. Dæmi um slíka eru upplýsingafulltrúar stofnana sem mega ekkert segja um einstök mál og heldur ekki láta neitt hafa eftir sér almennt. Þá finnst þeim heldur ekkert gaman að beina manni í átt að einhverjum sem mögulega gæti veitt upplýsingar um mál. Hringaveitleysan endalausa Þessi svartregða, sem virðist vera landlæg í nokkrum stofnunum, er ekki af hinu góða. Það þegar stjórnvöld þegja þunnu hljóði, eða berjast með kjafti og klóm til að komast hjá því að veita svar, skapar nefnilega þá tilfinningu að einhversstaðar sé óhreint mjöl í pokahorni. Sú tilfinning elur af sér fleiri spurningar og þar með er stutt í að báðir aðilar festist í leiðinlegri hringavitleysu. Síðasta sumar var lögfest breyting á upplýsingalögunum þess efnis að hafi stjórnvald ekki afgreitt beiðni um gögn á 30 virkum dögum myndist sjálfkrafa frestur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Breytingunni var ætlað að vera spark í rassinn svo stjórnvöld myndu verða fúsari til svars. Reyndin hefur verið að einhver stjórnvöld og stofnanir, fjarri því öll, líta á þetta sem frípassa til að sleppa því að svara. Það er ef þau bíða nógu lengi mun vandamál þeirra á endanum verða vandamál einhvers annars. Enn önnur stjórnvöld virðast hafa gripið til þeirrar ráðstöfunar að draga það í lengstu lög að svara og þegar svarið berst, oft synjun um afhendingu á gögnum, þá er ákvörðunin haldin formannmarka. Þegar niðurstaðan er síðan kærð til úrskurðarnefndarinnar leiðir það til þess að afgreiðslan er felld úr gildi og stjórnvaldið fær málið í hausinn aftur til lögmætrar afgreiðslu. Þá er hins vegar auðvelt að kokka upp nýtt svar sem líka er gallað að forminu til. Með þessu geta stjórnvöld keypt sér hellings auka tíma. Fyrst nýta þau virku dagana þrjátíu til fulls, fá málið í hausinn eftir nokkurra vikna meðferð hjá nefndinni og síðan byrjar lúppan aftur. Slíkt er líka afar þreytandi. Líkt og nefnt var í upphafi ríkja nú einstakir óvissutímar. Þegar þeir hafa runnið sitt skeið væri ágætt ef umrædd mál væru lagfærð til frambúðar svo blaðamenn geti hætt að kvarta undan stjórnvöldum og stjórnvöld gætu hætt að pirra sig á blaðamönnum. Það bara hlýtur að vera til gylltur meðalvegur, sem virkar fyrir alla hlutaðeigandi, milli þess að svara öllu á stundinni og að svara erindum að vikum, mánuðum og árum liðnum. Að því sögðu óska ég stjórnvöldum og löggjafanum velfarnaðar í þeirri vinnu sem framundan er og vona að þau taki við fyrirspurnum með bros á vör að björgunarstörfum loknum. Höfundur er blaðamaður. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun