Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir af kórónuveirunni Sylvía Hall skrifar 19. mars 2020 22:35 Allir starfsmennirnir eru með starfstöð í Skúlahúsi við Kirkjustræti. Því er áætlað að smithættan sé bundin við það hús en ekki Alþingishúsið sjálft. Vísir/Vilhelm Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Áður hafði annar starfsmaður Alþingis greinst með veiruna. Starfsmennirnir sem um ræðir voru komnir í sóttkví vegna samskipta við þann sem smitaðist fyrst en allir starfsmennirnir eru með starfsstöð í Skúlahúsi við Kirkjustræti. Því er áætlað að smithættan sé bundin við það hús. Smitrakningarteymi Almannavarna hefur ekki sett annað starfsfólk Alþingis í sóttkví vegna smitsins en þeir sem hafa verið í samskiptum við starfsmennina hafa fengið tilkynningu um smitin. Fleiri starfsmenn og þingmenn eru í sjálfskipaðri sóttkví að því er fram kemur á vef Alþingis, sumir af persónulegum heilsufarsástæðum eða einhvers nákomins eða almennt vegna aðstæðna. Þá eru tveir starfsmenn Alþingis í fyrirskipaðri sóttkví eftir samskipti við smitaða einstaklinga utan Alþingis. Báðir starfsmennirnir eru þó frískir. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að starfsáætlun Alþingis hafi í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að aðgerðum vegna kórónuveirunnar. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Niðurstaða úr skimun hefur leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofu Alþingis eru smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Áður hafði annar starfsmaður Alþingis greinst með veiruna. Starfsmennirnir sem um ræðir voru komnir í sóttkví vegna samskipta við þann sem smitaðist fyrst en allir starfsmennirnir eru með starfsstöð í Skúlahúsi við Kirkjustræti. Því er áætlað að smithættan sé bundin við það hús. Smitrakningarteymi Almannavarna hefur ekki sett annað starfsfólk Alþingis í sóttkví vegna smitsins en þeir sem hafa verið í samskiptum við starfsmennina hafa fengið tilkynningu um smitin. Fleiri starfsmenn og þingmenn eru í sjálfskipaðri sóttkví að því er fram kemur á vef Alþingis, sumir af persónulegum heilsufarsástæðum eða einhvers nákomins eða almennt vegna aðstæðna. Þá eru tveir starfsmenn Alþingis í fyrirskipaðri sóttkví eftir samskipti við smitaða einstaklinga utan Alþingis. Báðir starfsmennirnir eru þó frískir. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að starfsáætlun Alþingis hafi í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að aðgerðum vegna kórónuveirunnar. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Alþingi komið á neyðaráætlun Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. 19. mars 2020 20:49